07 mars, 2007

Sudgummí

Ég fór með Jönu til tannlæknis í gær og hún fékk tannbursta og strokleður í verðlaun. Ég keyrði hana á leikskólann þar sem hún sýndi krökkunum verðlaunin stolt. Aldursforsetinn gekk fram og spurði hvað strokleðrið væri eiginlega og ég sagði eitthvað líkt og “strugleder” og lét hana hafa það. Hún sagði ah! sudgummí! Ég hélt nú ekki! þetta er ekki tyggjó frekar en ég veit ekki hvað svo ég sagði ákveðinn NEI og gaf til kynna með höndunum hvernig maður notar strokleður. Hún kinkaði kolli og sagði aftur sudgummí. Aftur neitaði ég og stóð þarna í leikskólanum og þrætti við 5 ára leikskólabarn um hvort þetta væri tyggjó eða strokleður. Við skildum ósátt og ég vissi samt að ég hefði haft betur, hálf hræddur um að strokleðrið yrði étið. Þegar ég kom heim spurði ég Dag hvað strokleður væri á sænsku og mér til mikillar skelfingar var það sudgummí. En tyggjó spurði ég, það er tugummí! ARG!!! hvað ætli veslings stelpan haldi? það vantar nú einhverja kafla í pabba Jönu, tími til kominn að flytja eitthvað...aftur! En fyrir óvant eyra er enginn munur á sudgummí og tugummí.

2 Ummæli:

Þann mið. mar. 07, 07:41:00 e.h. , Blogger Bergur sagði...

hahaha.. yndisleg saga.

 
Þann fim. mar. 08, 05:48:00 e.h. , Blogger Ragga sagði...

Farir þínar í frumskógi sænskrar tungu eru nú ekkert sérlega sléttar. En almáttugur hvað þær hafa mikið skemmtanagildi.

 

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim