Örstutt bara...
Nú hafa hlutverkin snúist við, ég ligg yfir tölvunni, módeli og teikningum, á meðan Dosti reddar "öllu hinu". Þvílík heppni var það að við skildum ekki vera í lokaprófum/verkefnum á sama tíma, þetta hittist í rauninni mjög vel á. Ef við hefðum verið á sama tíma hefði þetta ALDREI gengið, það er alveg klárt, enda engar ömmur og afar og frænkur og vinir til að bjarga málunum. Ég er í fyrsta sinn að njóta þess að gera deiliteikningar í verkefninu mínu. Held það hafi eitthvað með það að gera að kennarinn leggur svo mikla áherslu á efnin og strúktúrinn alveg frá byrjun. Þá er miklu skemmtilegra að finna út úr þessu heldur en stundum áður þegar maður er eftir á að finna tæknilega lausn sem passar að því sem maður var búin að hanna. Er á kafi í stálstrúktúrbókum og það er GAMAN :) Kannski skilur enginn hvað ég er að babbla hér...allavega LHÍ fólkið!
Dagur fór í skólaferðalag kl 5 í morgun, í Skerjagarðinn á einhverja eyju og verður í 3 daga. Dosti fór með Jönu í klippingu því það er frí í leikskólanum. Hér hefur rignt frekar mikið en garðurinn er orðinn svo fallegur. Eplatrén blómstra hvítum og bleikum blómum, kirsuberjatréð er ótrúlega fallegt svona blómstrandi og nú eru Sýrenurnar komnar af stað...hlakka til að geta komist aftur út.
Best að halda áfram.
AS