26 maí, 2006

Örstutt bara...

Nú hafa hlutverkin snúist við, ég ligg yfir tölvunni, módeli og teikningum, á meðan Dosti reddar "öllu hinu". Þvílík heppni var það að við skildum ekki vera í lokaprófum/verkefnum á sama tíma, þetta hittist í rauninni mjög vel á. Ef við hefðum verið á sama tíma hefði þetta ALDREI gengið, það er alveg klárt, enda engar ömmur og afar og frænkur og vinir til að bjarga málunum. Ég er í fyrsta sinn að njóta þess að gera deiliteikningar í verkefninu mínu. Held það hafi eitthvað með það að gera að kennarinn leggur svo mikla áherslu á efnin og strúktúrinn alveg frá byrjun. Þá er miklu skemmtilegra að finna út úr þessu heldur en stundum áður þegar maður er eftir á að finna tæknilega lausn sem passar að því sem maður var búin að hanna. Er á kafi í stálstrúktúrbókum og það er GAMAN :) Kannski skilur enginn hvað ég er að babbla hér...allavega LHÍ fólkið!

Dagur fór í skólaferðalag kl 5 í morgun, í Skerjagarðinn á einhverja eyju og verður í 3 daga. Dosti fór með Jönu í klippingu því það er frí í leikskólanum. Hér hefur rignt frekar mikið en garðurinn er orðinn svo fallegur. Eplatrén blómstra hvítum og bleikum blómum, kirsuberjatréð er ótrúlega fallegt svona blómstrandi og nú eru Sýrenurnar komnar af stað...hlakka til að geta komist aftur út.

Best að halda áfram.

AS

22 maí, 2006

Jæja, Dosti fór og kom aftur, var í brjálaðri dagskrá þessa tvo daga sem hann var á Íslandi. Kynningin gekk víst mjög vel og full af stolti tilkynni ég hér að hann fékk 9 fyrir þetta lokaverkefni sitt sem er auðvitað alveg meiriháttar árangur! Snillingur!

Það er ekkert nýtt að við sitjum sveitt við lærdóminn, Dosti fer í stærðfræðipróf í fyrramálið (fær að taka það í sendiráðinu). Ég fer í mitt síðasta kennaraviðtal á sama tíma sem þýðir að ég þarf að vera búin með sem allra mest fyrir það. Svo er bara vika í lokaskilin...úff ég fæ í magann við tilhugsunina. En það er skemmtilegt að lokakynningarnar okkar fara fram í núverandi leikhúsi danshópsins svo það verður dáldið grand. Úff samt, má ekki hugsa til þess hversu stutt er í þetta.

12 maí, 2006


osterlen_bustadur
Originally uploaded by Anna Sóley.
Ferðalag er staðfest :)

Við, Halla, Kommi og Loki ætlum að vera í þessu sumarhúsi fyrstu vikuna í júní. Ekki nóg með það heldur flýgur Ásta til Köben þar sem Halla og co pikka hana upp á leið sinni frá Herning. Svo þetta verður örugglega meiriháttar sumarferð. Húsið er staðsett í litlu fiskiþorpi í suður-Svíþjóð sem heitir Brantevik. Það er í héraðinu Österlen en þar var okkur sagt að væri allrabest að vera. Falleg náttúra, góðar sandstrendur, skemmtileg strandþorp. Ohhh hvað þetta verður gaman. Þórdísar, Orra, Eyju og Kára verður þó sárt saknað.

10 maí, 2006


allir_gardur
Originally uploaded by Anna Sóley.
Eins og víða annarsstaðar, meira að segja á Íslandi, er búið að vera stórkostlegt veður hérna, 24-27 stig og glaðasólskin. Greyið Dosti hefur ekki séð neitt af sólinni og hefur verið innilokaður í tölvuherberginu frá kl 7 á morgnanna og er að langt fram á nætur. Ætli hann þurfi ekki heilan svefnmánuð eftir þessa törn. Við hinsvegar höfum verið mikið úti og notið þess fram í fingurgóma. Borðum úti, förum í fótbolta, vökvum, grillum, skoðum steina og gerum grassúpur með Jönu. Já og svo var ég svo dugleg að setja niður kartöflur! Ætla að bæta við gulrótum og brokkolí og kryddjurtum. Við Jana fundum frábæran stað um helgina sem er bara rétt hjá okkur. Þetta er gróðrastöð (eins og margir vita, eru plöntusölur í miklu uppáhaldi hjá mér) með kaffihúsi. Allt þar er heimabakað og heimagert. Þarna er stór garður og maður sest niður einhversstaðar og þeir koma með matinn til manns, snilld...vorum þarna í marga klukkutíma. Annað skemmtilegt er að Dagur komst loks í golf, í fyrsta sinn hér í Svíþjóð, þeir fóru 3 félagar saman með strætó og komu heim ALSÆLIR. Ekki alveg jafn þæginlegt eins og í Stuðlaberginu en vonum samt að þetta gangi svona.


allir_gardur2
Originally uploaded by Anna Sóley.
Josefin fær sér vínber, Oscar gluggar í blað, mínir krakkar róla sér og Felicia horfir á


allir_gardur3
Originally uploaded by Anna Sóley.


as_modelgerd
Originally uploaded by Anna Sóley.
þegar það er svona bongóblíða er erfitt að sitja við tölvuna, því tók ég módelgerðardótið með mér út í garð og sló margar flugur í einu höggi :)


grillbod
Originally uploaded by Anna Sóley.
fórum í grillboð með nokkrum íslenskum fjölskyldum, yngsta kynslóðin fékk að borða fyrst, þarna sitja þau saman og smjatta á pulsum


dagur_kerra2
Originally uploaded by Anna Sóley.
ekki bara Jana sem elskar róluna...


dagur_rola
Originally uploaded by Anna Sóley.


jana_rola
Originally uploaded by Anna Sóley.
Jana gæti verið endalaust að róla út í garði...

3


jana_kerra
Originally uploaded by Anna Sóley.
við stelpurnar fórum út að labba í blíðunni

eitt af því allra fyrsta sem Dagur gerir alltaf þegar sumarið kemur, er að tjalda út í garði :)


strakar_tjald
Originally uploaded by Anna Sóley.

jana_gongutur


jana_gongutur
Originally uploaded by Anna Sóley.

09 maí, 2006

GÓÐAR FRÉTTIR!

rétt í þessu fékk ég tölvupóst um það að ég komst inn á 5. árið í KTH!!!

þvílíkur léttir!

as

03 maí, 2006

Svíar hjólaþjóð hvað?ha?

Jæja! ég ætla ekki að vera óþolandi og senda framvegis úrslit úr öllum mótunum mínum en ég má alveg monta mig yfir því að hafa lent í 6 sæti af 60 í mínu fyrsta móti. Og þetta var alvöru mót :)

Hjólaðir voru 42 kílómetrar og náði ég tímanum 1:42:05. Það fyndna er að ég var ekki einu sinni að reyna að ná góðu sæti, var bara á fullu að upplifa svona "Tour de France" stemningu. En það segja það örugglega allir hehe.

Hér eru úrslitin:
http://www.fredrikshofcykel.se/docs/motion/results/res06/sodervaren_kort.pdf

Vúhú, koma svo Svíar, sýnið meiri mótspyrnu næst!!! har har Ef þetta verður ekki lengur krefjandi fer ég bara að æfa einhverja aðra íþrótt.

01 maí, 2006

Valborg...hátíð


Valborg001
Originally uploaded by Anna Sóley.
Í gærkvöldið var mikil vorhátíð hér í Svíþjóð sem fer þannig fram að fólk safnast saman hjá stórum bálkesti og borðar og drekkur saman. Runsafólkið var með sinn eigin varðeld og þau undirbjuggu veitingar fyrir alla á svæðinu. við hittum marga nágranna okkar úr skóginum sem við höfðum ekki talað almennilega við fyrr svo það var mjög gaman. Hlynur gisti hjá okkur og þeir strákarnir allir voru duglegir að grilla pylsur í eldinum og hjóla og svol.

Eftir ferðalagið mitt var svo gott að koma heim, það er auðvitað partur af þessu. Það eiga eftir að koma fleiri myndir úr ferðinni. Veðrið var orðið nokkuð gott þegar ég kom, sól og 17 stig. Nú um helgina hefur samt verið mjög íslenskt ROK.

Dosti var alsæll með keppnina í gær, og fannst allt ganga mjög vel. Hann bíður spenntur eftir niðurstöðum á netinu til að sjá hvar hann var í röðinni :)

Eina sem við höfum áhyggjur af núna er að á næstu dögum og vikum er svo mikið að gera hjá okkur báðum í skólanum. Þá verðum við bara að reyna að gera það besta í stöðunni og skipuleggja okkur vel. Ég er farin að hlakka til Íslandsferðar, tæpir 2 mánuðir í það.

Bestu kveðjut til allra, AS