Sumarið 2006!
Jæja loksins koma myndir frá því í sumar. Ég hef verið svo upptekin af því að vera í sumarfríi að ég hef ekkert komist í tölvuna að blogga, en ég sé að Dosti hefur reynt að halda upp heiðri okkar á meðan. Hann er annars búinn að vera í tvöfaldri vinnu í sumar og verið innilokaður eins og moldvarpa í tölvuherberginu greyið. En til að kynnast fjölskyldunni sinni aftur ætlar hann að koma með okkur til New York á morgun og vera til næsta föstudags. Við hlökkum óstjórnlega til :)