18 ágúst, 2006

Sumarið 2006!


DCP_8470
Originally uploaded by Anna Sóley.
Jæja loksins koma myndir frá því í sumar. Ég hef verið svo upptekin af því að vera í sumarfríi að ég hef ekkert komist í tölvuna að blogga, en ég sé að Dosti hefur reynt að halda upp heiðri okkar á meðan. Hann er annars búinn að vera í tvöfaldri vinnu í sumar og verið innilokaður eins og moldvarpa í tölvuherberginu greyið. En til að kynnast fjölskyldunni sinni aftur ætlar hann að koma með okkur til New York á morgun og vera til næsta föstudags. Við hlökkum óstjórnlega til :)


jana_a_steini
Originally uploaded by Anna Sóley.
Þegar leið á kvöldið í Runsaferðinni vildi Jana hvíla sig í teppi á steininum, hlýtt og notalegt :)


utigrill
Originally uploaded by Anna Sóley.
Grillað á klettinum í Runsaferðinni með Íslendingunum. Oscar, Jana, Hlynur, AS, Dagur og Sindri.


runsaskodun
Originally uploaded by Anna Sóley.
Runsaskoðunarferðin með Íslendingafélaginu, hjónin buðu upp á pinnamat og bjór út í garði.


vid_a_kletti
Originally uploaded by Anna Sóley.
Þarna erum við með Íslendingafélaginu í ferð uppá háum kletti rétt hjá húsinu okkar. Útsýnið þarna er með ólíkindum. Þarna eru gamlar rústir og við grilluðum við þær.


1
Originally uploaded by Anna Sóley.
Breki bróðir var hjá okkur í 2 og hálfa viku og það var alveg frábært. Hann er ekki eins hræddur við myndavélina eins og Dagur!!!


DCP_8316
Originally uploaded by Anna Sóley.
Erum oft úti í garði í leikjum, einn nýr leikur sem við erum nýbúin að uppgötva og mælum með er "Kubbur".


DCP_8334
Originally uploaded by Anna Sóley.


DCP_8324
Originally uploaded by Anna Sóley.


DCP_8352
Originally uploaded by Anna Sóley.


DCP_8361
Originally uploaded by Anna Sóley.
Þetta er dáldið sniðugt, að vera dreginn í uppblásna bátnum aftan í stærri bátnum, strákarnir skemmtu sér vel og enginn datt ofan í vatnið.


DCP_8440
Originally uploaded by Anna Sóley.
Í sumar fengum við safapressu sem mér finnst algjört undratæki. Við erum dugleg að búa til allskonar ferska safa og Dagur skreytir samviskusamlega.


DCP_8444
Originally uploaded by Anna Sóley.


DCP_8446
Originally uploaded by Anna Sóley.
Í júní voru kirsuberin þroskuð og þá hófst stutt en kröftug barátta um berin. Ef maður er ekki nógu snöggur þá ná fuglarnir þeim öllum á örfáum dögum. Þetta er felumynd: Fyrir miðju ofarlega inní trénu er eitthvað blátt (það er Dagur) , rétt fyrir neðan er eitthvað rautt (það er Breki).


DCP_8460
Originally uploaded by Anna Sóley.


DCP_8448
Originally uploaded by Anna Sóley.
Kom sér vel að hafa tvo klifurketti til að sækja berin:)


DCP_8464
Originally uploaded by Anna Sóley.
Strákarnir fyrir utan Musikmuseet sem var mjög skemmtilegt og allir fengu að prófa allskonar hljóðfæri og fræðast um tónlist í leiðinni.i frá öllum heimshornum. Ég komst að því að mér fannst skemmtilegasta hljóðfærið og tónlistin frá Finnlandi.


DCP_8465
Originally uploaded by Anna Sóley.


DCP_8467
Originally uploaded by Anna Sóley.
Breki og Dosti.


DCP_8469
Originally uploaded by Anna Sóley.
Jana varð mjög glöð einu sinni þegar hún fann þennan bíl, rétt stærð sko!


DCP_8489
Originally uploaded by Anna Sóley.


DCP_8494
Originally uploaded by Anna Sóley.
graffiti-Jana


DCP_8502
Originally uploaded by Anna Sóley.
sumarkvöld í Stokkhólmi


DCP_8526
Originally uploaded by Anna Sóley.
Einu sinni var strandgrillveisla hjá Íslendingafélaginu, voða gaman og fullt af krökkum.


DCP_8530
Originally uploaded by Anna Sóley.


DCP_8539
Originally uploaded by Anna Sóley.
Okkar krakkar með íslensku krökkunum í klettaleik.


DCP_8541
Originally uploaded by Anna Sóley.
Jana, Rúna Lóa og ónefnd vinkona.


DCP_8548
Originally uploaded by Anna Sóley.
Kvöldmatur úti í garði.


DCP_8558
Originally uploaded by Anna Sóley.
Stundum förum við með bátinn eitthvert og finnum góðan stað til að grilla eða vera á strönd, vatnið er svo ótrúlega stórt að möguleikarnir eru óendanlegir.


DCP_8569
Originally uploaded by Anna Sóley.


DCP_8586
Originally uploaded by Anna Sóley.


DCP_8590
Originally uploaded by Anna Sóley.


DCP_8592
Originally uploaded by Anna Sóley.
Jana og Breki knúsast.


DCP_8594
Originally uploaded by Anna Sóley.
Eins og sumir hafa frétt tókst Jönu loksins í sumar að yfirstíga mjög stóra sálræna hindrun og læra á klósettið! Sjaldan hefur maður séð eins stolta manneskju og að launum fékk hún þetta bollastell.


DCP_8595
Originally uploaded by Anna Sóley.
Allir þurfa að fá "kaffi".


DCP_8598
Originally uploaded by Anna Sóley.
Stundum fer Jana í pikknikk út í garð, með spilarann sinn, nesti og slatta af böngsum.


DCP_8604
Originally uploaded by Anna Sóley.
Breki og Jana

14 ágúst, 2006

Dagur 20 hcp

Dagur á heima úti á golfvelli. Hann myndi gista þar ef það væri í boði, en að öllu öðru leyti á hann heima þar. Fyrir um 2 vikum tók hann sænska golfprófið sem er bæði verklegt og skriflegt og leyfir honum að fara sjálfum út á völl. Við það fékk hann skráða forgjöf 36 sem hann er búinn að ná niður í 20 þegar þetta er skrifað!!!

Ef hann nær ekki að plata vin sinn til að fara út á völl fer hann bara einn. Hann spyr eitthvað fólk hvort hann megi spila með og ekkert mál. Þetta er eitthvað svo einfalt og átakalaust hjá honum að það er aðdáunarvert. Svo notar hann karlmannsteigana því hann vill ekki vera að skjóta nær eins og konur og börn ;)

Áfram Dagur!!!

13 ágúst, 2006

Sænski kokkurinn


The Muppets Swedish Chef - video powered by Metacafe

03 ágúst, 2006

Dagur Kári meikarða!

Heima á Íslandi kynni ég mig stundum sem Einar Sveinsson eða eitthvað álíka þegar rétt nafn skiptir ekki sköpun. Þetta geri ég til að forðast að þurfa að endurtaka Ebenezer nokkru sinnum eða útskýra að ég sé ekki útlendingur eða að jú vissulega sé ég ættaður að Vestan en nei ég þekki ekki Dýrfinn Númason (eins og allir með skrýtin nöfn ættu að kannast við hvern annan :). En lang-oftast finnst mér frábært að vera sá eini í heimi sem heitir mínu fulla nafni. Full nöfn ættu bara að vera skrásett vörumerki. Ég var því hikandi um hvort ég ætti að sýna Degi fréttina um að nafnið hans væri næst algengasta nafnið um þessar mundir. Mér fannst þetta alveg ferleg frétt og því kom mér á óvart að hann hoppaði nánast hæð sína í loft upp. Þá mundi ég einmitt að þegar maður var 12 ára vildi maður vera eins og allir aðrir... En nóg um það.

Þegar við gáfum Degi nafnið þekkum við bara nokkra með því nafni. Og þá helst auðvitað Dag Kára. Hann var þá bara vinur en ekki heimsfrægur. Núna er hann búinn að meika það og toppa í orðsins fyllstu merkingu. Vinsælustu kvenmansnöfnin eru án nokkurs vafa Silvía og Nótt...

02 ágúst, 2006

Það sænskasta



Ég held að við séum þau einu í Svíþjóð sem eigum ekki svona picnictösku...Ef fólk á rúm á það svona tösku.

Enginn fer að heiman hér á sumrin nema vera búinn að fylla töskuna af smurðu brauði og allskonar gúmmelaði. Síðan er fundinn grænn blettur og allir borða. Hvað ætli við þurfum að búa hér lengi til að eignast svona?

En EF við eignumst svona verðum við orðin hættulega sænsk og þá er kominn tími til að fara heim. Það er því gott að hafa það skjalfest. En mig er jafnvel farið að langa í svona...bara prófa...lítið