07 nóvember, 2006

Pabbinn/sonurinn kafli 2

hring...hring...
pabbi: "Halló?"
sonur: "Hæ pabbi...ég er að koma heim með 2 stelpum...heyrðu...það er soldið drasl í herberginu mínu, og bæði óhreinn þvottur og hreinn sem á eftir að ganga frá. Gætirðu nokkuð tekið það...a.m.k. nærbuxurnar?
pabbi: "Já, já ég redda því!"

Pabbinn stormar upp í herbergi og gerir það spikk og span á mettíma!

hring...hring...
pabbi: "Halló?"
sonur: "Hæ, þetta er ég...heyrðu...þær þurfa að fara á æfingu svo þær koma ekki með mér!"

Ætli þetta hafi ekki bara gerst eins og hann segir. En ef þetta var bragð til að láta þrífa herbergið fyrir sig hefur hann unnið sér það inn með frábærri hugkvæmni.

3 Ummæli:

Þann þri. nóv. 07, 01:54:00 e.h. , Anonymous Nafnlaus sagði...

hahaha, tekinn, snillingur drengurinn, hann hlýtur að hafa það frá mömmu sinni

 
Þann þri. nóv. 07, 04:07:00 e.h. , Anonymous Nafnlaus sagði...

verst að Anna Sóley á þetta blogg og ég hef ekki réttindi til að henda út svona blammeringum!

 
Þann fim. nóv. 09, 07:39:00 f.h. , Blogger Halla sagði...

Frábært trikk hjá Degi. Þegar þú ert farinn að taka undarlega oft til í herberginu hans þá máttu fara að vara þig hehehehe

 

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim