08 nóvember, 2006

Svona verður maður glæpon!

Einn Svíi á sér þann draum að slá í gegn í Eurovision. Við þekkjum hann vel og hann hefur reynst okkur hin mesta hjálparhella á meðan við höfum búið hér. Hann hefur alltaf verið fyrstur til að bjóða fram hjálparhönd, jafnvel áður en við vissum að við þyrftum á aðstoð að halda. Nú hefur hann beðið um lítinn greiða, og svona verður maður glæpon!

Hann hefur samið nokkur Eurovisionlög, öll nákvæmlega 3 mínútur að lengd, sum alveg frá árinu 1970 eða jafnvel fyrr. Við höfðum talað lauslega um að ég myndi aðstoða hann við að senda þetta inn í íslensku undankeppnina því hann tók eftir því í vor að standardinn á Íslandi var ekki hár. Auglýsingin eftir lögum hefur verið birt og þegar ég les yfir reglurnar þá eru nokkrar hindranir í veginum.

Höfundur lags og texta þarf að vera búsettur á Íslandi eða með íslenskan ríkisborgarétt. Fyrir Svíanum er það engin hindrun, þetta verður bara í mínu nafni! – OK segjum að við myndum fallast á það brot sem er harla ólíklegt. Þá benti ég honum á að textinn þyrfti að vera á íslensku. Það fannst honum nú lítið mál, ég þyrfti bara að snara honum yfir á íslensku fyrir hann. Textinn gæti verið um einmanna hval syndandi milli Grænlands og Íslands í leit að týndum ástvinum! (Ég er ekki farinn að grínast enn...:) – OK segjum að ég fallist á þetta líka þá spurði ég hann hvern hann hafði hugsað sér að syngja lagið – jú hann gæti það alveg sjálfur ef ég treysti mér ekki í það! Ég lagði fyrir hann nokkrar framburðaþrautir eins og “hvalirnir syngja söng” og “Mörður stöðumælavörður” – það hafði ekkert að segja, honum fannst hann komast ágætlega frá þessu.

Nú er ég byrjaður að semja textann...hvað getur maður annað gert þegar maður hefur reynt að beita öllum skynsamlegum rökum? Jú það er hægt að segja NEI! en ég kann bara svo vel við nágungann. Mitt helsta leynivopn er að reyna að falla á tíma en ég veit ekki samt. Ég er ekki búinn að gera upp hug minn. Ég mun auðvitað ekki segja hvernig þetta mál mun fara...mun ég láta beygja mig eða stend ég fastur á mínum prinsipum? Hver eru annars mín prinsip??? Á ég einhver Eurovisíon prinsip??? En hafið augun opin fyrir fyrirsögnum á borð við þessar:

Karlmaður á fertugsaldri flæktur í Evróvision svikamyllu!

Sænska tónlistamafían reynir að ná fótfestu á íslenskri grund. “ég var bara peð” segir Íslendingurinn í málinu...

Íslendingurinn hefur játað allt! “Teygir anga sína til A-Evrópu” segir ríkislögreglustjóri.

Mannshvarf á Spáni talist tengjast stóra söngvasakamálinu.

7 Ummæli:

Þann fim. nóv. 09, 07:40:00 f.h. , Blogger Halla sagði...

Vá Dosti að fara að syngja og semja lag fyrir júróvision. Þetta er snild

 
Þann fim. nóv. 09, 04:16:00 e.h. , Anonymous Nafnlaus sagði...

já en það er eins gott að senda þetta ekki í nafni Önnu Sóleyjar því með hennar heppni færi lagið alla leið til Helsinki!

 
Þann fös. nóv. 10, 10:12:00 f.h. , Anonymous Nafnlaus sagði...

hei, ég gæti nú alveg raulað lag um raunamædda lúru sem situr á glitskýi fyrir ykkur, hef komið til finnlands svo ég rata þangað líka

 
Þann fös. nóv. 10, 10:29:00 f.h. , Blogger Dosti sagði...

Þessi athugasemd hefur verið fjarlægð af stjórnanda bloggs.

 
Þann fös. nóv. 10, 06:10:00 e.h. , Anonymous Nafnlaus sagði...

það er ekki nóg að þekkja lúru, þú verður að sjá laglínuna í henni...

 
Þann fös. nóv. 10, 09:28:00 e.h. , Anonymous Nafnlaus sagði...

Hahaha.... erum alveg í kasti yfir þessum tveimur síðustu bloggum þínum. Þetta er bara snild og ég ætla að fara að lesa núna mbl.is á hverjum degi. Dagur er líka góður og kann á pabba sinn, Ebbi ætlar að fara að prufa líka að hringja í pabba sinn, hann veit að þetta virkar ekki á mig ;)

 
Þann sun. nóv. 12, 03:21:00 e.h. , Anonymous Nafnlaus sagði...

Skiljanlegt að þú segir ekki frá því "ef" þú tekur þátt í þessu en ég fylgist með svipuðum fyrirsögnum...pottþétt...hehe

 

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim