desember...
ég er á lífi!!!
hæ hó, ætla rifja upp það áhugaverðasta í síðastliðnum mánuði...
Ef við byrjum á félagslífinu þá fórum við t.d. í matarboð aftur til Manosar, (grikkjans), hittingur með Binna og Stínu, og í jólahlaðborð í Sigtuna, jólaboð hjá Röggu og co, og...æ hvað meira...ég er með gullfiskaminni. Höfðum það að öðru leyti alveg ofsalega gott, ljúft og rólegt eins og jólafrí á að vera. Carl "kóngur" var hjá okkur á aðfangadag og við borðuðum dýrindis hreindýr og toblerone ís. Ragga og fjölsk ætluðu að vera hjá okkur á gamlárskvöld en því miður fékk Rúna Lóa litla hlaupabólu daginn áður svo við enduðum bara fjögur hér. Við vorum með kalkún með fyllingu og súkkulaðiköku, algjört sælgæti. Við vorum í dúndurteknóstuði eins og sást á videóinu þótt við höfum verið að reyna að vera kyrr þá. Dagur er akkúrat á sprengjuæðisaldrinum og var í skýjunum allt kvöldið. Fyrir utan hjá okkur safnast allir saman í nærliggjandi húsum og sprengja saman. Elsta dóttirinn í höllinni var með áramótaboð svo það var óvenju margt um manninn. Ann mamma hennar var auðvitað búin að undirbúa ofsalega flottan matarsnittuvagn fyrir alla Runsabúa og kampavín með...þvílíkt flott.
Veðrið heldur annars áfram að vera skrítið, undanfarnar 6 vikur hefur verið mjög hlýtt miðað við árstíma, margir dagar með 7-9 stiga hita, og öll óveðrin sem maður heyrir um í Svíþjóð sveigja fram hjá Stokkhólmi. Enginn snjór auðvitað. Ég er hæstánægð með þetta:)
Ef ykkur vantar skemmtiefni mæli ég með 2 videóum sem Árni Björn er með (sjá link), íslenskur Borat...og dollars and cents (frá desember).
Það sem Dosti gleymdi að nefna í sænska poppinu um daginn var diskópoppdívan Robyn, rólegheitagæinn Loney dear, og Jens Lekman.
Eitt skemmtilegt, það er til vinsæll vefur fyrir arkitektanema www.archinect.com og fyrir nokkrum dögum var okkar verkefni frá því í fyrra tekið fyrir, sjá hér:
http://archinect.com/features/article.php?id=47037_0_23_0_M
Þar er m.a. viðtal við kennarann minn og útskýring á verkefninu og fyrirbærinu Second Life. "But there is some hope. Last year, 4th year students of architecture at Royal Institute of Technology, Stockholm created LOL Architects, the world's largest virtual architecture office. With the aid of the 3D modeling tools bundled into the software of Second Life, the class set out to formulate the limitations and potentials for the production of architecture in a world where the boundaries between representation and reality are blurred....". Gaman að þessu.
Að lokum þetta. Einn af hápunktunum í desember var þegar Ragga bauð mér í japanskt spa!!! Það var jafn ótrúlegt og það hljómar:)
Þetta spa er rétt fyrir utan borgina og þegar maður liggur í útipottunum horfir maður á trjátoppana og sjóinn, dásamlegt. Við vorum formlega séð í prógrammi sem var hannað fyrir leiðtoga í viðskiptalífinu, og við lékum okkar hlutverk með sóma. Ég reyndar var ekkert að fela það að ég væri að hanna spa, en fór ekkert í smáatriði...
Við áttum að mæta eldsnemma og drukkum te meðan fólkið tíndist inn. Svo fengu allir japanska sloppa og sundföt (sem við máttum eiga) og síðan fengum við dýrindis morgunverðarhlaðborð. Eftir átið fórum við í japanskt bað sem var mjög skemmtileg upplifun, svo eimbað, mismunandi pottar og sauna. Svo út í laug og synt hressilega, ahh hvað það var gott. Síðan í útipottana að letast í heita vatninu. Þegar þarna var komið sögu hittumst við "leiðtogarnir" hehe, og upphófst smá spjallprógramm sem var af ýmsum ástæðum mjög eftirminnilegt en er efni í allt annað blogg kannski (ímyndið ykkur bara hóp af forstjóra/frama týpum sitjandi í hring í sloppum á inniskóm...frekar skondin uppákoma).
Í hádeginu var boðið upp á sushi og svo var allt baðferlið endurtekið. Þvílík unun var þetta, ógleymanlegt, TAKK RAGGA. Myndir af þessu á eftir.
ykkar AS
3 Ummæli:
???Hver ert þú???
Mín var ánægjan kæra vinkona. Þetta var sannarlega dásamlegur dagur og því má bæta við að eftir hæfilega snyrtingu og spariföt fórum við svo á nefnt jólahlaðborð með okkar snyrtilegu og jafnframt ljómandi skemmtilegu mökum. Kvöldið endaði á athyglisverðu veðmáli... minni á það. MEIRA SVONA!!!
váááá, þetta hefur verið algjör draumur þessi spa-ferð! er græn af öfund :)
Gott að þú ert á lífi... aðeins farin að undrast um þig. Hvernig gengur eða gekk? Ertu búin?
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim