Sleppið takinu á furunni Svíar
Tré í Svíþjóð hafa nánast sama status og kýrnar á Indlandi. Svíar trúa nefnilega að furan muni koma sterkt inn aftur í húsgagnagerð, en mér finnst það svona álíka líklegt og að risa axlapúðar snúi aftur. Flest tré er heilög vegna aldurs. T.d. eru 20 tré í heimreiðinni okkar sem eru löngu dáin en þau eru svo gömul-dáin að þau eru friðuð. Í roki síðustu viku féll eitt þeirra í áttina frá veginum. Núna liggur það ofaná símalínu og er á góðri leið með að taka með sér alla símastaurana. En það má ekki hreyfa við því og nú er komin vika og enn er tréð friðað. Ég velti fyrir mér hvað hefði gerst ef tréð hefði fallið á veginn þar sem Þetta er eina leiðin að húsinu okkar. Maður þarf kannski að byrgja sig upp af dósamat ef ske kynni að friðað tré falli á veginn. Þá þarf trúlega að leggja hjáleið og það tekur örugglega viku. Og hvað gerir maður ef maður keyrir fram á tré á veginum? Hvað ætli maður þurfi að vita um tré til að greina í skyndingu hvort það sé hugsanlega friðað? Það er ekkert grín að messa við friðað tré skal ég segja ykkur, Þetta er næst-versta afbrot sem hægt er að fremja í Svíþjóð. Svaka sekt upp í fenglesi ef um ítrekað brot er að ræða.
Land sem er skógi vaxið er með töluverða hættu á að tré falli. Einfalt? flókið?
A.m.k. eru Svíar ekki búnir að finna tengslin þarna á milli. Þeir leggja síma- og rafmagnslínur í staurum umkringdum trjám og þegar hvessir verða þeir hlessa yfir að 50-200.000 heimili verða rafmagns- og símalaus. Í gær kom "vont" veður (svona ákveðin gola) og það varð rafmagnslaust hjá okkur. En það er ekki svona einfalt rafmagnsleysi eins og heima á Íslandi því það verður líka símalaust og heita- og kaldavatnslaust. Úr varð kósí kvöldstund undir teppum með lestri og spilum við kertaljós þangað til við vöknuðum um miðja nótt við að rafmagnið kom aftur og allt flóðlýstist, sjónvarpið fór í gang niðri, hljómflutningsgræjurnar, uppþvottavélin og ég veit ekki hvað og hvað. Það tók 10 mín að fá ró í húsið aftur. En þar komst líka upp um glæp! Einhver hefur verið að vinna um nóttina í Svíþjóð!!! Hróflun við friðuð tré var næst-versti glæpurinn en verst er brot á vinnulöggjöfinni...
5 Ummæli:
axlapúðarnir koma aftur! þorirðu að veðja?
Já, ég hef riðið feitum hesti eftir veðmál við þig hingaðtil ;)
Þeir sem kjósa að búa í skóginum verða bara að sætta sig við þessa ákveðnu rafmagnsáhættu... já og byrgja sig upp af bökuðum baunum og sardínum. Við hér í siðmenningunni urðum hins vegar ekki vör við að vind hreyfði... hvað þá að rafmagn truflaðist nokkurn skapaðan hlut. Ahh... kannski að ég hlaupi niður og fái mér Sushi.
ojjjj Ragga, þetta var ljótt!!!
þú kemur mér alltaf í gott skap með skrifum þínum Dosti. ég sé ykkur í anda um miðja nótt hlaupandi um húsið að slökkva á græjum hé rog þar hahahahaaha....
Djö hvað ég vildi vera í siðmenningunni stundum þá eiginlega bara til að fá sushi af og til hahahahahahahaha hilsen frá "fucking" herning
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim