Skammdegisljós
Ég sagði að menn ættu ekki að halda að ég væri orðinn óstöðvandi í að setja heimamyndböndin á vefinn, ég var auðvitað að grínast hahaha. Nú! Fyrst maður er kominn upp á lagið með tæknina er ekkert sem fær mann stöðvað nema hugmyndaflugið. Ég gróf rykið af rúmlega ársgömlu myndbandi sem ég á í prívatsafninu mínu. Og það er saga að segja frá því...

Eftir að við fluttum hingað til Svíþjóðar samdi ég ljóð (hálfgerðar vinjettur) til vina minna í Point þar sem ég vann eitt sinn. Ég skrifaði um hvað á daga mína hafði drifið fyrsta mánuðinn í fjarlægð. Ég var t.d. bitinn af hundinum, eplatréð brotnaði í garðinum og fleira. En ekkert atriði hafði það mikil áhrif á hug minn að fókusinn breyttist, hann var allan tímann í Hæðarsmáranum, í síma 544 5060.
Síðan fékk ég í lið með mér Lars (von der) Ullsson lífskúnstner og hann samdi lag við ljóðið. Per Karlson lék svo á gítar, Karin Solström á hristu, Bosse Larsson Hárfagri á banjó og meistari Ulf "be King" Jespersen ljáði rödd sína.
Útkoman var þetta fallega en hressa lag. Enginn annar en dogma gúrúinn Sven Odenberger skaut myndbandið. Það var ekki að sökum að spyrja en þetta varð eitt vinsælasta lag síðasta árs og er á fjölda árslista í Svíþjóð.
Hér fáið þið, vinir, að njóta enda ekki margir sem heimsækja þennan auma vef :) Lars og Per tóku það loforð af mér að þetta læki ekki út á netið. En...hvar byrjar og hvar endar svosem netið?
Menn verða að hafa heyrnatól þegar þeir hlusta (ekki heyrnahlífar þótt það kunni að vera fyrstu viðbrögð ;)
Gjörið svo vel! Thinking 'bout you!
7 Ummæli:
jahérnaminneini... ég er orðlaus. Orðlaus yfir hugmyndarflugi þínu og snilld. Þetta er með því besta sem ég hef heyrt af frumsömdum lögum á árinu. Myndbandið er nokkuð gróft en samt alveg ágætt. Er svolítið viðkvæm fyrir að nota dýramyndir...
don't call us. we will call you
Elskulegur
Ég er alveg steinhissa á að ritgleði, hnyttni og vöðvaafl í fingrum hafi enn verið eftir í þér í gærkvöldi. Hélt að útjaskið í skerjagarði og grænadal hefði algjörlega gengið frá þér. Ég verð að endurskoða hrakspárnar v. ákveðinnar yfirvofandi þrekraunar á skíðum. Ég sé það núna. Ástarþakkir fyrir alla hjálpina, þú átt hér samastað whenever!
Bestu kveðjur frá grænadal
Ragga
Jamm, hmm, ég held ég verði að bæta við þetta frá Röggu að ég var að hjálpa þeim að flytja í gær. Þetta hljómar eins og við höfum verið að gera eitthvað ljótt haha. En ég gleymdi eiginlega að segja þér að þegar ég var læstur úti, símalaus og allt hrópaði ég einu sinni upp til þín (á þriðju hæð) "RAGGA!!!" en mundi síðan hvað það þýðir á sænsku og snarhætti. Það er ekki gaman að byrja fyrsta daginn í nýrri íbúð með að vera úthrópuð af fólki af götunni. haha, þú veist a.m.k. hvers vegna fólk horfir kannski skringilega á þig :) Og loki! takk takk, þú er og hefur alltaf verið minn besti (og eini) aðdáandi. En miðað við úr hvaða fjölskyldu þú kemur nægir það mér alveg!
hvað þýðir ragga????
Mitt fallega gælunafn þýðir eiginlega að taka á löpp, að tæla, að reyna við og svo framvegis.
Af einskærri þrjósku hef ég haldið mig við nafnið og hefur það á stundum orðið tilefni augngota.
Stórglæsilegt.. klassíker.
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim