Gönguskíðafæri

Núna eru rétt rúmir 2 mánuðir í Vasaloppet og við Bergur erum orðnir býsna svekktir á að bíða eftir færi til að æfa okkur, þó ekki væri nema bara til að halda jafnvægi. En grasið heldur áfram að grænka, hér er 11 stiga hiti kl 21:45! Þessi mynd var tekin í gær! Nú var að birtast spáin um rauð jól í Stokkhólmi.
Hugsanlega munum við þurfa að láta vaða bara á skíðunum á heiðgrænum túnunum, það er örugglega bara vont fyrst en venst.
En hugurinn ber okkur ekki einu sinni hálfa leið ef við kunnum ekki á skíðin í febrúar...
Smá viðbót...hjálplegur vinur sendi þær fréttir að brautin hefur verið rudd!!!. Það er til fólk sem gerir svona. Nú er ekkert annað að gera en að skíða...kannski samt í skjóli myrkurs!


5 Ummæli:
Hvað er þetta með svíþjóð og veðrið þar núna ? Það er alltaf svo kalt þarna á veturnar, þið eruð örugglega búin að koma þessu öllu bara yfir á okkur :) Finnst það glatað af ykkur :(
Það er gaman að stóra systir trúi því að við stjórnum veðrinu :) Ég hef greinilega alið þig vel upp hahaha.
Smá skrítið að sjá fólk renna sér á grasinu, já, ég er ekki fráþví að mér finnist það hálf klikk ;o) En gangi ykkur svakalega vel á æfingum, þið verðið án efa orðnir mjög flinkir eftir 2 mánuðu. Þá verðið þið eflaust farnir að vona að það snjói ekkert;o(
Já það væri nú alveg möguleiki á að maður verði bara háður grasi ;) En! möguleikarnir á að komast í fremstu röð og verða afreksmaður eru örugglega feiknamiklir. Það geta ekki verið margir sem stunda þetta.
Ég hef nú bent kurteislega á að það væri til dæmis hægt að æfa upp hina ýmsu vöðvaflokka líkamans. En nei, gönguskíði eða ekkert. Þetta er bara prinsipp mál hjá sumum.
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim