Óþarfa vitneskja = hættuleg vitneskja
Við lentum í fróðlegum bíltúr um Stokkhólm í sumar en með okkur var skemmtileg stelpa sem er mjög fróð um hringtorg. Hún hefur unnið hjá pabba sínum við hönnun þeirra en hann er sérfræðingur í hringtorgagerð og örugglega pabbi hans líka og langt aftur í ættir. Þarna komumst við að því að hringtorg eru ekki bara mismunandi í radíus og fjölda inn-/útleiða heldur eru miklar pælingar á bak við hvert hringtorg sem gefur því sinn sérstaka karakter. Hún leiddi okkur í allan sannleikann á meðan við þræddum í gegnum þau.
Með þessar “inside” en óþarfa upplýsingar vill svo til að þegar ég keyri inn í hringtorg fer ég ósjálfrátt að skoða karaktereinkenni þess – en það er einmitt eitthvað sem maður ætti að forðast að gera í miðju hringtorgi. Þetta er því stórhættuleg óþarfa vitneskja og sannar að ignorance er bliss.

En fyrir þá sem eru hringtorgsnördar eins og ég vil ég láta fylgja mynd af aðal hringtorgi Stokkhólms Sveaplan hringorginu. Þetta er mekka hringtorga á norðurlöndum og þótt víðar væri leitað. Þarna má greina a.m.k 5 hringi í einu og sama torginu. Fyrirmyndin hefur örugglega verið Ólympíumerkið (a.m.k. Audi merkið) og karaktereinkennin eru óteljandi. T.d. eru umferðaljós fyrir þá sem vilja keyra inn í það (og ég sem hélt að tilgangurinn með hringtorgum væri að koma í stað ljósa). Einnig lifa um 30 kanínupör vernduðu lífi á umferðaeyjunni. En það er skemmst frá því að segja að ég steinhætti að keyra þetta hringtorg eftir bíltúrinn í sumar, en ég fer þangað stundum fótgangandi með popp í poka og dáist bara.
4 Ummæli:
Ég hef einmitt líka nokkuð spáð í hringtorgum hér. Ég þoli ekki ljósin sem eru oft sett þar sem maður keyrir út úr hringtorginu, sem gerir það að verkum að maður þarf stundum að stoppa á miðju torgi. Svo gefa svíar líka aldre stefnuljós þegar þeir fara út úr torginu.
frábært, þegar ég kem sem túristi til Stokkhólms þá vil ég endilega fara e-n með þér Dosti með popp og kók sitja í grasinu og njóta þess að spekúlera í karaktereinkennum sænskra hringtorga. Þetta er ábyggilega hin besta skemmtun, vei, vei.....
þetta flýtir þá vonandi fyrir komu þinni!
popp í poka? af hverju ekki snus?
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim