Skíðatölt og Erik "the Eel" Íslendinga
Ég fékk senda grein úr Morgunblaðinu um Þórodd nokkurn sem fór í Vasa skíðagönguna í fyrra en hætti eftir 45 km vegna lélegs ásigkomulags.
Hann er samt enginn nýgræðingur því hann hefur gengið á 62 tinda af 151 í bókinni Íslensk fjöll, gengið á skíðum yfir Vatnajökul, gengið út um allan heim m.a. 16 daga í Nepal. Hann gekk 865 km á fyrstu 10 mánuðum síðasta árs. Nú ætlar hann að mætabetur undirbúinn til leiks og hefur hjólað, skokkað og æft á hjólaskíðum. Hann var í 25 manna æfingabúðum í nóvember á Ísafirði.
Munið eftir bobsleðaliðinu frá Jamaika eða sundmanninum Eric "The Eel" frá Afríku sem hafði aldrei synt í sundlaug?
Nú ég er sumsé að fara í þessa keppni og hef lagt að baki c.a. 2 km á gönguskíðum (í Janúar í fyrra). Og ekki lítur út fyrir að það fari að snjóa á næstunni. Ég er farinn að vona að það fari bara ekkert að snjóa...Þannig get ég komist út úr þessum ógöngum með sæmd...En maður ætti kannski að fara að kaupa sér bókina Íslenskir tindar eða eitthvað...eða lesa um rennsliseiginleika mismunandi skíðaáburða. Safna skeggi fyrir nefrennslisgrýlukertin (svona finsihline foto moment).

Kannski ætti maður að nota snjóleysið til að lesa sig til um hvað séu löglegar aðferðir við göngu, hef heyrt því fleygt að það megi ekki skauta á skíðunum sem er frábært því þá er einum minna að læra. Vonandi er bara einhver náttúrulegur hrynjandi sem maður dettur í eftir fyrsta korterið í spriklgöngu. Kannski er innbyggt í Íslendinga skíðatölt sem bara kemur þegar maður byrjar að brokka og fer aðeins hraðar? Ég þarf að kanna hvort það sé löglegt. Ein leiðin til að sleppa út úr þessu með sæmd er auðvitað að láta dæma sig úr leik fyrir ólöglega skíðaaðferð!

4 Ummæli:
Já við erum að hlusta á þig Dosti, það er e-r hér úti... Það er ábyggilega hægt að finna e-r erotiska lausn frá akridiy, en þá kannski bara með sleipiefni á gallann ;o)
Ég held bara í þá von með þér að það snjói ekki hahahah... Ef það koma brattar brekkur þá bara setjast í brunstellinguna, loka augunum og vona að þú komist niður á tveimur fótum, og að það hafi ekki verið tré fyrir á leiðinni. Annars fylgjumst við spennt með hér frá Herning og vonum að þú "meikir´ða" eins og það er sagt á góðri íslensku.
heja heja Dosti
ha ha ha sleipiefna spandexgalli!!
Mér fanst hjólagallinn slæmur, en þetta er MÖRGU mörgu sinnum VERRA !!!
Það er sterk hef fyrir því að íslenskir gönguskíðamenn á ÓL. smyrji skíðin vitlaust, og sitji fastir eftir í startinu !!
(..ekki snógu sleipir í sleipiefnunum)
Það er allavegana sú afsökun sem við lesum í blöðunum...
Þetta fer örugglega allt vel. Ekki gleyma Eddie the Eagle. Þú endar kannski bara í spjallþáttum hjá Jay Leno og Hemma Gunn.
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim