Person of the year
Ég var ekkert smá fúll með ódýrt val TIME á manni ársins. Þeir komust hjá því að velja leiðtoga öxulvelda hins illa með því að velja eitthvað alveg óáþreifanlegt og órætt. OKKUR!
Ég vil því efna til nýrrar keppni sem ógildir fyrra val. Allir verða að taka þátt í þessu (því það er svo sænskt). Semsé hér eru frægustu Persons Svíþjóðar, Þau Göran, Nina og Anja.
Veljið Person of the year með því að gefa comment.

7 Ummæli:
Ég vel Zlatan Ibrahimovic og Karl Gústaf !!
Ég vel Önju. Hún er eitthvað svo náttúrulega hress og norðlensk alltaf. Göran stóð ekki fyrir sínu máli eftir kosningarnar.. líklega bissí að sauma gardínur fyrir hræódýru íbúðina í Gamlastan. Nina hefur ekki verið svo voðalega áberandi að hún hafi náð að heilla nýlega. Samt fín.
Ætli það gangi að leggja inn komment hér.. við sjáum til...
Peps Persson.. Það má ekki gleyma snillingi Peps. Munnhörpuleikari, Gítarleikari, lagasmiður og skánskur djöfull.
OK, Peps er með! En Zlatan og Kalli alls ekki - þeir eru ógildir! En hvar er öll þátttakan? Ég veit að þetta er afskaplega slappur brandari en vá fólk hefur nú tekið þátt í aumari bröndurum ;) Það lítur út fyrir að verðlaunin fari til Austur Svíþjóðar því ykkur þakkar ég fyrir þátttökuna.
"þakka ég" átti það að vera!
Late vote:
Nina er Person of the year að mínu mati. Hún frontar einni bestu hljómsveit Svía og einni bestu popphljómsveit heims. Svo er líka eitthvað við hana. Hún er myndarlegri en Göran og Anja til samans og svo sló hún alveg í gegn hjá mér þegar hún sleppti seinni helmingnum ('ry')af orðinu country þegar hún söng ".. and if you want me I'm your country" í síðasta skiptið í You're the storm myndbandinu.
Árni ert þú að tala um perrson of the year? Þið Pési hljótið þau án nokkurrar samkeppni ;)
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim