Drögum fram það besta í okkur!
Það var fjölskylda þar sem feðgarnir voru vanir að fara í leiðangur fyrir áramót og kaupa flugelda fyrir (segjum) 50 ríkisdali. Á hverju ári vissu þeir að þeir hefðu keypt fyrir aðeins meira en skynsamlegt væri og heima biði húsfreyjan sem hafði alls ekki gaman að sprengingunum og slysahættunni sem þeim fylgdi. Þannig var upphæðin komin niður í 30 þegar heim var komið og ástæðan var sú að björgunarsveitamennirnir voru í svo miklu hátíðarskapi að þeir voru nánast að gefa blysin.
Í ár háttaði þannig til að allir fjölskyldumeðlimirnir fóru saman í innkaupin. Feðgarnir voru því skíthræddir (handvissir) um að það yrðu bara stjörnuljós þessi áramótin, í mesta lagi ein lítil og hættulaus miðnæturbomba. En þeir hörkuðu af sér og létu á engu bera. En viti menn! Þegar heim var komið hafði verið keypt sprengiefni fyrir 90 ríkisdali!!!
Pabbinn skilur ekki af hverju hann fattaði þetta ekki miklu miklu fyrr! Konum finnst ekki gaman að sprengja en þeim finnst gaman að versla!
Skilaboðin fyrir þessi áramót eru því! Látið alla gera það sem þeir gera best. Látið konurnar kaupa sprengiefnið og karlana sprengja!
6 Ummæli:
Ahahaaaa.. Tja, ég held nú að það sé takmörk fyrir því hvað konur versla til að það sé gaman :) En engu að síður ekki slæm hugsun. Held samt að það séu ekki alveg mjög margar konur sem finnast gaman að versla flugelda :)
En gleðilegt nýtt ár kæra fjölskylda. Bestu kveðjur til ykkar, sjáumst svo vonandi á nýju ári!
Knús og kram.
það sem mér fannst hálfsúrrealískt við umrædda verslunarferð (fyrir utan það að hún átti sér stað í veggfóðursbúð) var að maður gat séð á myndbandi sprenginguna sem maður var að kaupa...hálfgert antiklimax fannst mér...
AS
Látið konurnar kaupa sprengiefnið og karlana sprengja......
Eins gott fyrir þig að vera ekki staddur í Danmörku, þú yrðir SPRENGDUR í TÆTLUR !!!
hahahaha góður þessi! DOSTI þú veist þú ert á hálum ís!!!!!!!!!!!!!!!!!!!
Áts! þetta var greinilega kynbomba! En ég sagði aldrei að þetta væri mín reynsla...kannski var þetta kona sem er áberandi í viðskiptalífinu og hrædd við að blogga sem læddi þessu að mér? Kannski ekki?
ég held að ef þessi "góða" aðferð, að láta konurnar kaupa og karlana sprengja, yrði notuð á mínu heimili ættum við 14 ára vænan sprengjuforða inn í geymslu hér á þessum bæ ;o)
Gleðilegt nýtt ár kæru vinir, vona að gærdagurinn hafi verið ánægjulegur.
rembingskoss frá jótunum xoxoxox
"kynbomban" kveður okkur í dag og erum við klökk...
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim