10 janúar, 2007

Yes Komment

Ég var að skrifa grein sem ætluð er lögreglunni, borgaryfirvöldum og bæjaryfirvöldum á höfuðborgarsvæðinu varðandi áætlun þeirra um að fjölga löggæslumyndavélum. Ég væri þakklátur ef fólk gæti tekið tímann til þess að lesa hana yfir og gagnrýna áður en hún fer úr húsi.

þið getið sent mér e-mail eða bara commentað hér.

Takk.

Og P.S. Það spyr enginn hvað ég hef gert við Önnu Sóley? Hvenær bloggaði hún síðast eiginlega?

7 Ummæli:

Þann mið. jan. 10, 12:43:00 e.h. , Blogger Halla sagði...

já hvar er anna sóley?
Ég las greinina og þótti bara góð.
Var að hugsa það sama þegar ég sá fréttina, í fyrra var það vöntun á löggæslufólki, núna virðast þeir ætla að manna stöðurnar með myndavélum. Ég efa að það hafi sömu virkni...
hej hej fra danmark

 
Þann mið. jan. 10, 02:25:00 e.h. , Anonymous Nafnlaus sagði...

Fín grein. Ég las slatta um cctv í fyrra, vegna stúdíóverkefnis. Það virðist erfitt að fá raunverulegar niðurstöður um fækkun glæpa erlendis vegna myndavéla. Sumar rannsóknir sýna greinilega fækkun glæpa, aðrar sýna að glæpir færist bara annað, þangað sem engar myndavélar eru. Svo er annað sem mér finnst áhugavert er hversu mikil tengsl eru milli fjölgunar myndavéla og meiri kvíða (anxiety) hjá fólki. Að það sé stöðugt verið að fylgjast með manni. Og ég spyr eins og þú, hvar stoppar þetta? Held að myndavélar gefi fólki líka falska öryggistilfinningu. Fólk heldur kannski að það sé verið að horfa á monitorinn, en það er sjaldnast gert. Þetta er tekið upp, en svo tekið yfir það eftir nokkra daga í mesta lagi. Held að peningum væri betur varið í félagslega þjónustu við undirmálshópa samfélagsins. Hræðsla við refsingu virðist oftast ekki stöðva glæpamenn, ef þeir á annað borð hafa tilhneigingu til að framkvæma þá.

 
Þann mið. jan. 10, 02:28:00 e.h. , Anonymous Nafnlaus sagði...

og já, Anna Sóley efast ég ekki um að sé of upptekin í verkefninu til að blogga. Gangi þér vel stelpa!

 
Þann mið. jan. 10, 05:35:00 e.h. , Anonymous Nafnlaus sagði...

Fín grein !
Láttu mig vita þegar hún er tilbúin og ég má linka á hana.

 
Þann mið. jan. 10, 08:32:00 e.h. , Blogger Ragga sagði...

Dosti
Eitt komment á stórgóða grein og sterka rökfærslu. Gluggagægjun er ekki hægt að nota eins og þú gerir. Ég legg til að þú breytir því í gluggagægjur.

 
Þann fim. jan. 11, 11:07:00 f.h. , Anonymous Nafnlaus sagði...

Takk allir! Una: Anna Sóley sagði mér einmitt frá þínu verkefni, þú verður greinilega að koma í heimsókn hingað svo við getum rætt þetta ;)

 
Þann fim. jan. 11, 05:44:00 e.h. , Anonymous Nafnlaus sagði...

já, verð að gera það við tækifæri! :) verð að sjá herragarðinn meðan þið eruð þarna, og konungsfólkið auðvitað.

 

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim