Vorið er komið
Eins og í mars í fyrra, þá höfum við undanfarið gert vortilraunir af og til. Það fer þannig fram að maður fer út um útidyrahurðina á sokkunum og á peysunni og stendur á tröppunum og gáir hvað gerist. Yfirleitt hröklast maður inn á nóinu, og hugsar "já þetta er gluggaveður". En í dag gerðist það, við stóðum úti á tröppunum og lokuðum augunum, sólin skein, og biðum....það var HLÝTT:)
Ég stökk inn í smástund og kíkti á mælinn bara til að vera viss, já það voru 9 stig. Jana fann fyrsta blómið í blómabeðinu og við tímdum ekki að fara inn.
Mmmm hvað er alltaf gaman þegar vorið kemur eftir langa bið.
Ragga, Bergur og Rúna Lóa komu síðan og tóku Jönu með í skemmtidag, (Dagur var hjá þeim með Hlyni, hafði sofið þar um nóttina). Við skötuhjúin ætluðum nefnilega að læra, sem við gerðum.
Allt gengur sinn vanagang, ég er búin að vera bara ansi dugleg í verkefninu, enda vil ég vera komin sem lengst fyrir þriðjudaginn en þá er stór yfirferð með 3 kennurum.
Ég skipti um stað á lóðinni síðan í des. og er komin með allt aðra byggingu/skipulag en þá, mér líst bara vel á þetta núna. Það verður spennandi að heyra viðbrögð á þriðjudaginn eftir þessa einangrun.
Af gestamálum er það að frétta að Jónína og Böðvar koma um páskana, og Halla með fjölskyldu helgina þar á eftir, jibbíjeiiii!
Af ferðamálum er það að frétta að við erum að skipuleggja 10-12 daga Grikklandsferð með Manosi í byrjun júlí. Hann er með allskonar siglingahugmyndir og einnig ætlum við að hanga svolítið í fjallakaffihúsinu í þorpinu hans, Serifos :)
Síðan stefnum við á að koma "heim" um 20. júlí. Strákarnir verða til mánaðarmóta en Jana og ég í 3-4 vikur. Dosti verður að koma til baka út af lokaverkefninu og Dagur út af golfinu. Við stelpurnar erum hinsvegar lausar og liðugar og hugsum okkur gott til glóðarinnar að geta hitt alla mörgum sinnum og farið í sveitina líka. Svo eru ýmis glæný börn sem við þurfum að kynnast og ný heimili sem við þurfum að skoða...já aðallega að hitta alla aftur.
Jæbbsijæ, best að halda áfram í vektornum,
AS
2 Ummæli:
Já en vorið kom í sálina mína þegar ég sá þessa fyrirsögn á mbl í morgun;
"Allir helstu vegir landsins eru færir"
Þá er bókstaflega komið sumar ;)
hljómar vel, ferðaplön, lóðaumbreytingar og vorprófanir.
bestu vector-kveðjur héðan af vitleysingahælinu.
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim