28 apríl, 2006

Hjól og aftur hjól


12_hjol
Originally uploaded by Anna Sóley.
Eins og margir vita er Dosti orðinn mikill hjólisti og fyrir mánuði bættist þessi racer við í fjölskylduna (eins og glöggir sjá er hann geymdur í stofunni!)

Dosti hefur æft á fullu og nú á sunnudaginn verður fyrsta keppnin sem hann tekur þátt í. Það er 40 km hjólreiðakeppni. Um miðjan maí er hann svo skráður í duathlon, 7.5 km hlaup og 20 km hjólreiðar. Í byrjun júní er svo einhver keppni í 100 km hjólreiðum en rúsínan í pylsuendanum (eða mesta klikkunin í þessari hjólageggjun) er 300 km hjólakeppni sem er 17.júní!!! Þetta er fræg hjólakeppni meðal hjólasjúkra og er víst sú stærsta fyrir amatöra um víða veröld, 17.500 þáttakendur!!!

Bilun ekki satt! En við dáumst auðvitað að honum :)

p.s. ég fékk ekki að taka mynd af honum í spandexgallanum á fleygiferð...

27 apríl, 2006

ljublijana


11
Originally uploaded by Anna Sóley.
nýbygging

ljublijana


10
Originally uploaded by Anna Sóley.
sumarið var komið í slóveníu, allsstaðar blómleg tré sem glöddu okkur

ljublijana


9
Originally uploaded by Anna Sóley.
hrörlegt en skemmtilegt bílskúrshús sem við fundum í íbúðarhverfi

ljublijana


8
Originally uploaded by Anna Sóley.
á hæð fyrir ofan borgina trónir kastali og þetta er ein af fjölmörgum stígum upp til hans

ljublijana


7
Originally uploaded by Anna Sóley.
voldug hurð með haus í stað hurðarhúns

ljublijana


2
Originally uploaded by Anna Sóley.
ljublijana sem er höfuðborg slóveníu er lítil og mjög "póstkortaleg" (picturesque) og ekta þæginleg rómantísk borg til að njóta í fáa daga. hún er mjög ólík zagreb og vegna smæðar fær maður trúlega leið á henni fljótt. en hún kom okkur öllum á óvart og öllum leið mjög vel í "littlu sætu borginni"

ljublijana


3
Originally uploaded by Anna Sóley.
meðfram ánni voru kaffihús, markaðir og littlar búðir

ljublijana


4
Originally uploaded by Anna Sóley.
alvörublóm og graffitiblóm

ljublijana


6
Originally uploaded by Anna Sóley.
allan tímann í höfuðborg slóveníu var tónlist sem yfirgnæfði allt, yfirleitt frá þessu torgi þar sem voru ýmist mótmælagöngur eða tónleikar

ljublijana


5
Originally uploaded by Anna Sóley.
stoppað á götuhornum og gónt á hitt og þetta, þetta var skemmtilega sérkennilegt hús!

ljublijana


1
Originally uploaded by Anna Sóley.
algeng sjón þar að sjá risastóra skjái með kristaltærri upplausn á húsgöflum, mikið af andstæðum og þetta er dæmi um það

Námsferðin

Ferðin til Slóveníu og Króatíu var alveg frábær. Við skoðuðum ofboðslega mikið og gengum stanslaust alla dagana. Veðrið var eins og best er á kosið, 25 stig og sól. Yfirleitt vöknuðum við um kl 8 og borðuðum morgunmat. Hittumst svo öll kl 9 einhversstaðar og gengum af stað eftir prógrammi kennarans. Eftir það, kl ca 17-18, fóru allir í sturtu og ný föt, og hvíldu þreytta fætur í kannski korter. Um kvöldið borðuðum við saman á veitingastað og svo á kaffihús, klúbba eða bari. Mjög stíf keyrsla sem er mjög skemmtilegt en hefði ekki verið hægt að halda lengur út en viku! Við skoðuðum gamlar og nýjar byggingar, ný byggingarsvæði, listamannahverfi, arkitektaskóla, arkitektastofur o.s.frv. Virkilega vel heppnuð og eftirminnileg ferð :)

21 apríl, 2006

Húsráð frá grasekkli

Þegar maður er settur í svona aðstæður að þurfa að bjarga sér sjálfur leitar maður á netið til að finna lausnir á vandamálum. Þar fann ég þetta: Óborganlegt!!!

HOW TO WASH THE CAT

Thoroughly clean the toilet.

Add the required amount of shampoo to the toilet water, and have both lids lifted.

Obtain the cat and soothe him while you carry him towards the bathroom.

In one smooth movement, put the cat in the toilet and close both lids (you may need to stand on the lid so that he cannot escape).

CAUTION!!!!! Do not get any part of your body too close to the edge, as his paws will be reaching out for anything they can find.

Flush the toilet three or four times. This provides a "power wash and rinse" which I have found to be quite effective.

Have someone open the door to the outside and ensure that there are no people between the toilet and the outside door.

Stand behind the toilet as far as you can, and quickly lift both lids.

The now-clean cat will rocket out of the toilet, and run outside where he will dry himself.

17 apríl, 2006


balkan_map_big_new
Originally uploaded by Anna Sóley.
Farin í bili, kem fljótt aftur með safaríka ferðasögu :)


heimsokn
Originally uploaded by Anna Sóley.
Frábærir gestir í dag, Goði vinur Dags úr Stuðlaberginu kom í heimsókn. Með honum komu systir hans Nína, (sjá mynd) og foreldrar. Þau borðuðu öll með okkur og svo voru krakkarnir hjá okkur um daginn. Hér eru þeir kumpánar að setja saman fótboltamörk. Útivera, fótbolti, kassabílarall, boltaleikir, gaman gaman.


paskar2
Originally uploaded by Anna Sóley.
Gleðilega páska!


paskar
Originally uploaded by Anna Sóley.
Vorum í páskaveislu hjá nágrönnunum og fengum dýrindisdádýrakjöt, namminamm.


hjolaferd
Originally uploaded by Anna Sóley.
Fórum í fyrsta sinn í Hagaparken, frábær almenningsgarður og risastór.

14 apríl, 2006

Ýmislegt um þessa skólaönn

Mér hefur ekki tekist að svara mörgum tölvupóstum undanfarið en það er vegna þess að það hefur verið mikið að gera. Hér kemur smá yfirlit um þessa skólaönn. Hingað til hefur hún verið alveg frábær, skemmtilega fjölbreytt, mjög áhugaverðir fyrirlestrar og verkefni. Hún skiptist niður í nokkur tímabil. Á því fyrsta vorum við í margumtalaða Second Life þar sem við hönnuðum öll mismunandi verkefni og sökktum okkur í netveröld og hönnun undir þeim forsendum. Samhliða því vorum við með aukakennara sem hélt fræðilega fyrirlestra um þróun menningarinnar og hvernig það snýr að okkur. Við lásum mikið af efni og gerðum verkefni út frá þeim. Sem dæmi um lesefnið okkar: I Am For An Architecture, Interview MMORPG by Julia Hillebrand, The Culture Industry: Enlightenment as Mass Deception Theodor Adorno and Max Horkheimer, The Work of Art in the Age of Mechanical Reproduction Walter Benjamin 1936, Art and Objecthood Michael Fried 1967, Avant-Garde and Kitsch Clement Greenberg 1939, Junkspace Rem Koolhaas 2001, Learning from Pop Denise Scott Brown 1971, Infomobility and Technics: some travel notes Belinda Barnet 2005, New Technologies of Race Evelynn M Hammonds 2000, Computer Lib/Dream Machines Ted Nelson 1974, Avantgarde as Software Lev Manovich 1999, Culture Without Literacy Marshall Mcluhan 1953, The Generic City Rem Koolhaas 1994. Þetta var gott mótvægi við ofurnútímann í second life. Í lokayfirferðinni sem tók 2 daga var ótrúlega gaman því svo margir höfðu gert áhugaverð verkefni. Sýnishorn má sjá hér : www.unrealstockholm.org/wiki/index.php?title=LOL_architects
Ég var alveg sátt við mitt en eftir á sér maður alltaf hvað maður hefði nú getað gert betur...
Þetta er heimasíða okkar spors/stúdíós : www.unrealstockholm.org/wiki/index.php?title=Main_Page

Eftir þetta tímabil tók við 2-3 vikur í stífum fyrirlestrum um arkitektúrtækni og sögu. Lærðum meðal annars um:brunavarnir, loftræstingamál, hljóðhönnun, lýsingu, japanskan arkitektúr og kínverskan. Misáhugavert kannski en allt fróðlegt samt. Eftir það áttum við að skila deili og stuttri samanburðarritgerð. Mín fjallar um samanburð á torfbyggingum og ákveðnum indverskum skólabyggingum.

Svo tók við nýtt tímabil sem stendur enn yfir. Nú eigum við að hanna dansstúdíó fyrir nútímadansflokkinn hér í Stokkhólmi. Fyrsta vikan fór í fyrirlestra um dans og opinberar uppákomur í víðum skilningi, og einnig í rannsóknir á byggingarefnum. Nú svo byrjaði páskafríið og beint eftir það förum við í ferðalagið okkar sem ég segi betur frá næst. Danshúsverkefnið stendur yfir til loka annarinnar sem lýkur í fyrstu vikunni í júní.

Ofan á þetta hef ég verið að hamast við að gera nýja umsókn fyrir skólann, semsagt fyrir 5.árið. Það var vitað strax að það þyrfti að gerast þannig og ekki var hægt að lofa 5.árinu. Svo ég gerði nýtt portfólíó með viðbætum og svol. Gerði líka umsóknartexta til að reyna að sannfæra þá um að leyfa mér að halda áfram. Komst þá að því að ég er búin að læra það mikið í sænskunni að ég get skrifað sjálf texta á sænsku sem er ásættanlegur, og ég er mjög stolt af því. Skilaði svo öllu klabbinu í fyrradag með venjulegum skjölum eins og einkunum síðan égveitekkihvenær, meðmælabréfum o.s.frv. Ég veit að það hefur bara einu sinni áður verið leyft freemover nemanda eins og mér að breytast í venjulegan nemanda, og það var dönsk stelpa í fyrra. Vonum bara að ég verði nr. 2! Niðurstöður koma í seinnipart maí...og við erum ekki með varaplan...

Annað stressandi er að Dosti sótti líka um KTH í mastersnám í tölvunarfræði. Vandamálið er að hann á einn pííínulítinn áfanga eftir í HR eftir þessa önn. Hann sækir um að fá að komast inn þrátt fyrir þetta. Höfum ekki grænan grun um hvort þetta sé mögulegt. En kennarinn hans úr HR sendi allavega kraftmikið bréf honum til hjálpar. Þar sem Svíar eru stífir á öllu er mjög erfitt að segja hvernig fer. Ef þetta klikkar verður vesen því það er næstum vonlaust að fá vinnu hér, og það er sama sagan með alla Íslendinga sem við höfum spurt.

Svo það verða allir að senda góða strauma til dómnefnda í KTH fyrir okkar beggja hönd :)

Annars er ég bara alveg rosalega sátt, það er búið að vera svo fínt í skólanum eftir jól. Svo MIKLU MIKLU betra en fyrir jól. Þetta námskeið hefur verið bara með því besta sem ég hef tekið þátt í, í öllu arkitektanáminu. Mikið var ég heppin að lenda í þessum hóp!

AS

12 apríl, 2006

Grænt var það vinan

Jæja þá er það komið á hreint...Anna Sóley er á leiðinni til Íslands í júní til að fá græna kortið!!! Eða það er a.m.k. 99% öruggt...júhú!

06 apríl, 2006

leikskólamyndir


jana_leikskoli
Originally uploaded by Anna Sóley.
Hér er Jana hægra megin, með vinkonu sinni Alice og á neðri myndinni með "bangsahópnum", bamsegruppen.


kabakov_01
Originally uploaded by Anna Sóley.
Sé að Ilya Kabakov er á leið til Íslands. Hann var lengi í uppáhaldi, en veit svo sem ekki hvað hann hefur verið að bralla undanfarið.

Sæber stefnumót


katla_og_eg
Originally uploaded by Anna Sóley.
Fyrir nokkrum vikum hvatti ég fólk til að fara inn í second life og hitta mig þar. Sá sem tók áskoruninni var sú ALLRA ólíklegasta! Nefnilega Þórdís! "Við" (Mus Mission og Katla Cranes) hittumst nokkrum sinnum í litríku gerviveröldinni og gátum spjallað og flogið saman, mjög rómantískt...allavega Þórdís, þú færð deux points :)