28 desember, 2005


gongutur
Originally uploaded by Anna Sóley.
Ásta er komin vei vei!!!
Þarna sést hún á röltinu í jólasnjónum og Dosti dregur Jönu á sleða.


asta
Originally uploaded by Anna Sóley.
við í göngutúr í dag


hestar
Originally uploaded by Anna Sóley.
hestarnir á Runsa


sledi
Originally uploaded by Anna Sóley.
Jana á sleða í dag!


jana
Originally uploaded by Anna Sóley.
Jana með Birnu á bakinu


rokbyssa
Originally uploaded by Anna Sóley.
Dagur fékk þessa rokbyssu og blés hressilega á okkur og greyið Siggu allt kvöldið :)


sigga
Originally uploaded by Anna Sóley.
Hér glittir í Siggu sem var með okkur yfir jólahátíðina, sem var auðvitað frábært.

25 desember, 2005


jolkrakkar
Originally uploaded by Anna Sóley.
GLEÐILEG JÓL


joldagur
Originally uploaded by Anna Sóley.
Dagur var svo spenntur allan daginn, að hann hoppaði og skoppaði út um allt!
Jólatréð úr skóginum var svo stórt að það þurfti að skera af að neðan og ofan um hálfan m., þá fyrst gekk að troða því inn í stofuna, aldeilis fínt :)


joljana
Originally uploaded by Anna Sóley.
Jönu fannst sko ekkert leiðinlegt að opna pakkana!


jolsimi
Originally uploaded by Anna Sóley.
Dagur að tala við Breka í símanum, klukkutími í jól...

23 desember, 2005

blys


blys
Originally uploaded by Anna Sóley.
takið eftir blysinu í brauðinu!

opna


opna
Originally uploaded by Anna Sóley.
JANA ÞRIGGJA ÁRA Í DAG!!!!!!!!!!!!!!!

bladra


bladra
Originally uploaded by Anna Sóley.

taekid


taekid
Originally uploaded by Anna Sóley.

systkinin


systkynin
Originally uploaded by Anna Sóley.

18 desember, 2005

lokaverkefnið

Jæja þá eru lokamínúturnar í lokaverkefninu eftir...allt gengur samt vel.
Hef lengi ætlað að skrifa meira um skólann svo loksins gerist það.

Lokaverkefnið er byggt upp þannig að allir hóparnir fá úthlutað viðskiptavini af svæðinu sem við erum búin að rannsaka í haust, Sundbyberg svæðinu.
Viðskiptavinirnir eru t.d. verktakafyrirtæki, bæjarfélög, fasteignafyrirtæki og svol.
Hver viðskiptavinur fær tvo hópa til að vinna fyrir sig.
Við og einn annar hópur fengum flugumferðarstjórn Bromma flugvallar. Við Sundbyberg er nefnilega þessi Bromma flugvöllur sem er mun minni en Arlanda flugvöllurinn en er samt ekki bara með innanlandsflug. Þeir vilja verða city airport eins og er í London og Berlin. Þeirra leigusamningur er bara til 2011 og eftir það er framtíð þeirra óráðin.
Okkar hlutverk er að gera nýtt skipulag fyrir flugvöllinn, hverfin næst honum og nærliggjandi bæjarfélög.
Við eigum að sýna hvernig er hægt að betrumbæta allt svæðið og gera það byggilegt og aðlaðandi þrátt fyrir flugvöllinn. Þetta snýst um allt sem við erum búin að læra í haust, borgarskipulag, samgöngur, vistfræði, félagsfræði og ekki síst framtíðardrauma.
Þetta geta þeir notað þegar þeir fara í samningaviðræður við Stokkhólmspólitíkusana um framtíð flugvallarins.
(Öfugt við Reykjavík finnst mér að þessi eigi að vera kyrr, enda allt aðrar aðstæður hér og möguleikar.)
Við erum búin að vinna baki brotnu undanfarnar vikur með þessar hugmyndir, búa til ný hverfi, ný göng, nýjar brýr o.s.frv.
Við erum EKKI á síðustu stundu því Svíar eru þannig að þeir vinna JAFNT OG ÞÉTT, eins og klukkur...
það er magnað hvað þetta er innbyggt í þá, þetta er mjög ólíkt Íslendingum.
En ég sé alveg hvað þetta er sniðugt því þá vinnst mikið magn af efni jafnt og þétt og þá er ekki eins mikið stress í lokin. Einföld formúla svosem en stundum erfitt að fylgja henni (nema þegar maður er í hópavinnu í Svíþjóð!).
Við þurfum að skila verkefninu á ýmsa vegu. 6 stk A1 blöð til að hengja upp í salnum, 6 stk prentuð hefti í A3, powerpoint show, og stórt módel af ÖLLU svæðinu í 1:4000. (trilljón pínulítil hús skorin í pappa í 4 lögum).
Þetta tekur mikinn tíma því uppsetningin er mjög ólík á þeim öllum og í sumum tilfellum ekki sama efni heldur nýtt sem hentar þeirri stærð eða þeim miðli.
Já eitt magnað: skólinn borgar alla prentun takk fyrir, það er bara ÓTRÚLEGT! (Sé LHÍ í anda borga Samskiptum)
Allavega, núna á morgun byrja yfirferðirnar. Allan mánudaginn eru kynningar fyrir kennarana, allan þriðjudaginn fyrir sérfræðingana, og á miðvikudaginn förum við út í bæ og sýnum viðskiptavinunum sem um ræðir og pólitíkusunum. Við höfum farið á fundi með flugumferðarstjórn til að tala um okkar hugmyndir og þeirra óskir svo þeir vita ca hvað kemur en það verður gaman að sjá hvað þeim finnst.
Svo það má segja að þetta sé mjög raunverulegt verkefni og það er virkilega skemmtilegt. Einnig finnst mér við hafa verið heppin með viðskiptavin því einhverjir lentu t.d. í því að fá verktakafyrirtæki sem hafði þá einu hugmynd hvernig hægt væri að troða sem flestum á svæðið svo þeir gætu grætt sem mest. Þá er meira spennandi að reyna að finna möguleika fyrir spennandi byggð við hlið flugvallar.

Já eins og ég segi, ef ég væri á Íslandi, væri ég núna að fá taugaáfall úr stressi í skólanum að reyna að klára milljón hluti fyrir kynninguna á morgun, og ætti ekki í vændum neinn svefn. En nei ég er með Svíum, og þar af leiðandi átti ég FRÍ í dag og gat farið niður í bæ með fjölskyldunni minni, og fer bara að sofa á ósköp eðlilegum tíma í kvöld :)

Talandi um Svía samt, það er virkilega erfitt að kynnast þeim...en meira um það næst...

bestu kveðjur, Anna Sóley

p.s. 12 stiga frost í dag brrrrrrrrr!

17 desember, 2005

Jólaballið

Við fengum tilkynningu um að það væri jólaskemmtun í badmintonfélaginu sem Dagur æfir hjá. Anna Sóley komst því miður ekki þar sem hún var að klára lokaverkefni annarinnar. Ég skyldi ekki allt sem stóð á miðanum en ég hef nú upplifað þónokkrar jólaskemmtanir svo ég fyllti bara í eyðurnar úr reynslukál minni.

A.m.k. tók ég þónokkurn tími í að reyna að sannfæra Jönu um að fara í jólakjól en hún bara fékkst ekki til þess (af því það voru ekki komin jól) Ég endaði á því að gefast upp á svo við fórum öll svona meðalfín á ballið.

En þar sem við bjuggumst við að sjá jólatréð og jólasveina voru bara tæki og tól til íþróttaiðkunar. Þetta var bara íþróttaæfing þar sem foreldrar máttu taka þátt í allskonar leikjum.

Svo við þökkum Jönu fyrir að vera svona þrjósk og Önnu Sóley fyrir að hafa ekki verið á staðnum (hún hefði ekki gefist upp ;). Það hefði verið neyðarlegt að spila badminton í jakkafötum og með bindi og erfitt að reyna að úskýra klæðnaðinn fyrir þeim sem hefðu eflaust spurt :) Em...jú við...

12 desember, 2005

Missti af Strokes

Strokes komu og héldu óvænta tónleika á föstudaginn. Miðar voru seldir á fimmtudaginn og ég frétti af þessu í morgun!!!!

Er þetta ekki upplýsingaöld?????

06 desember, 2005

hæ,
var einhverra hluta vegna á forsetavefnum áðan og sá þetta:

"4.12.2005
Rem Koolhaas arkitekt
Forseti fundar með Rem Koolhaas arkitekt um skipulagsmál"

Veit nokkur hvað hann er að bralla á Íslandi fyrir utan að drekka kaffi með Óla?

04 desember, 2005

jólaheimsóknir!!!

Staðfestar heimsóknir í desember eru eftirfarandi:
Jónína og Böðvar koma 9.des, Sigga frænka kemur 22.des og verður með okkur yfir jólin, Ásta pásta kemur 26.des og verður yfir áramótin.
Við hlökkum alveg rosalega mikið til, það er komin mikil þörf fyrir vini og vandamenn á þessu stigi...

p.s.
til hamingju mamma og Bjarni með bókina,
til hamingju pabbi með myndina,
til hamingju amma með frumraunina á hvíta tjaldinu :)

við erum mjög spennt að sjá þetta allt saman

02 desember, 2005

veðmál

Skýrsla um viðbrögð sænskra stjórnvalda við flóðbylgjunni í Asíu í fyrra var birt í dag og hefur allt verið í uppnámi hér síðan. Það er deginum ljósara að í því ferli klikkaði allt sem klikkað gat. Allir eru að velta því fyrir sér hvort Göran Persson forsætisráðherra og Laila Freivalds utanríkisráðherra segi af sér. Við Dosti erum með veðmál, hann heldur að ólíkt því sem gerist á Íslandi þá segi stjórnmálamenn af sér hérna ef ástæða er til. Sjáum til...

hæ aftur!

ég setti inn þessar myndir úr tölvunni minni og þar eru þær passlega bjartar, en nú sé ég þær í annarri tölvu og þar eru þær næstum svartar, vonandi sjáið þið þær almennilega...

01 desember, 2005


jana_gluggi
Originally uploaded by Anna Sóley.
Jana les í húsbóndastólnum


jana_i_sofa
Originally uploaded by Anna Sóley.
nú er farið að kólna og þá eru þessir ofnar sem eru á víð og dreif um húsið alveg frábærir, lyktin, snarkið og ylurinn...bjargar alveg málunum


dagur_axel_grilla
Originally uploaded by Anna Sóley.
Dagur og Axel grilla piparkökur inn í ofninum!


dagur_og_axel
Originally uploaded by Anna Sóley.
Axel að kenna Degi að kveikja í viðnum


jana_kerti
Originally uploaded by Anna Sóley.
hér verður dimmt kl hálfþrjú og þá er notalegt að kveikja á kertum


jana_ofn
Originally uploaded by Anna Sóley.
Jana fyrir framan einn af ofnunum


dagur_oscar_a_teppi
Originally uploaded by Anna Sóley.
þarna, fyrir ca viku, er Dagur enn hárprúður en nú er hann loks búinn að fara í klippingu :)


dagur_og_oscar
Originally uploaded by Anna Sóley.
Dagur og Oscar tefla