24 janúar, 2006

tölvugerður heimur

Fyrstu 2 vikurnar vorum við allt 4.árið saman á tveimur námskeiðum, arkitektúrsögu og arkitektúrtækni. Í því fyrrnefnda var farið í Búddahof og Hinduhof á Indlandi og annarsstaðar í Asíu. Einnig arkitektúr fornu menningarþjóðanna í mið og suður-Ameríku og að lokum moskur í arabalöndum. Allt mjög áhugavert en eins og svo oft áður höfðar arkitektúr í Indlandi sterkt til mín. Það er greinilega eitthvað sem ég þarf að athuga með því að fara þangað! Minnti mig á hvað það var gaman að skoða Indlandstímabil Corbusiers í verkefni í fyrra.

En semsagt núna eru allir byrjaðir á sínum "sporum" sem eru með mismunandi verkefnum, kennurum, aðferðafræði og námsferð. Ég valdi mér eitt spor sem var fullt og þá var ég sett á biðlista. Ég var sjálfkrafa sett á annað spor sem mér leist hræðinlega illa á í byrjun. En svo talaði ég við nemendur og kennarann og skoðaði þetta allt saman betur og þá snerist þetta eiginlega við. Svo ég er núna hæstánægð með að vera hér í þessum hópi og hlakka til að gera þetta verkefni.

Fyrst um námsferðina. Það lítur út fyrir að hún verði um páskaleytið og trúlega verður farið til Kosovo, það hljómar allavega spennandi. Hinir hóparnir fara t.d. til Istanbul, Indlands, Barcelona og einn hópurinn verður t.d. mánuð í Afríku!!!
Um verkefnin: til páska erum við í verkefni sem fjallar um hvernig arkitektúr birtist í ólíkum miðlum t.d. bókum, tölvuleikjum, bíómyndum, málverkum og hvernig þetta hefur þróast. Það sem hefur t.d. gerst í okkar bransa er að á tiltölulega skömmum tíma breyttust teikningarnar úr handteiknuðum í tölvuteiknaðar. Þetta hefur mikil áhrif á útlit þeirra. Það sem við erum líka að skoða hvaða áhrif þetta hefur á hönnunina sjálfa og hvað forritið sem maður vinnur í hefur að segja í því sambandi. Hluti af því sem hefur t.d. bæst við kynningar á nýjum arkitektúr eru þrívíddarmyndskeið svo hægt sé að "fljúga" inn og út úr byggingum sem eru enn á teikniborðinu.

Tilraunin sem við gerum til páska er að hanna arkitektúr í tölvuveröld á Internetinu. Einn aðalkennarinn okkar er "meðlimur" í leik/heimi sem heitir Second life og er netleikur. Sá leikur gengur út á það að allt sem sést í þeirri veröld er hannað af þeim sem spila leikinn, allar byggingarnar og allt umhverfið. Það kostar ekkert að vera með, maður gerist spilari, "býr til" sinn karakter og getur svo farið að hanna hvað sem maður vill. Þarna eru ca 100.000 manns að spila, fólk frá öllum heimshornum. Kennarinn okkar bjó til eyju fyrir okkur öll og við ráðum hvort við hönnum fyrir okkar eyju eða fyrir samfélagið. Hann er að vona að einhverjir aðrir panti hjá okkur byggingar eins og venjulegir viðskiptavinir. Þarna eru búnar að byggjast upp nokkrar borgir, bókasöfn, skemmtistaðir, videoleigur (þar sem hægt er að fá alvöru bíómyndir eins og á venj videoleigu!), listasöfn, leikjasalir, bingóstaðir, og margt fl. Einnig eru þarna fjölmiðlar og spjallþáttur. Þetta hljómar allt mjög furðulega. Fólk fer í þetta af mismunandi ástæðum, sumir gera sig að allt annari persónu en þeir eru í raunveruleikanum og hegðar sér eftir því. Kennarinn okkar vill frekar líta á þetta sem annan máta fyrir tjáskipti við annað fólk. Hann hefur kynnst fólki og farið á second life ráðstefnur! Hann gerði sig að konu í byrjun og fann strax að fólk talaði öðruvísi við hann en venjulega, svo hann ákvað að vera áfram kona í tilraunaskyni. Semsagt ef einhver vill prófa þá kostar ekkert að fara á secondlife.com og gerast meðlimur.
Þetta verður fróðlegt...

14 janúar, 2006

Á skíðum...falala

Við erum búin að enduruppgötva skíði hérna í Svíþjóð. Það hefur nóttla ekkert viðrað til skíða á Íslandi síðan við vorum unglingar. En skíði eru snilllllld.

Við dagur leigðum okkur skíði í skíðabrekku hérna nálægt. Dagur náði tökum á þessu á 2-3 tímum og fór að sviga niður brekkurnar eins og hershöfðingi. Ég hinsvegar nánast byrjaði þar sem ég hætti fyrir 15 árum. Ótrúlegt hvað þetta er fljótt að koma. Ég býð þó ekki í þann sem ætlar að flækjast fyrir mér niður brekkurnar. Hann þarf að vera vel tryggður ;)

Svo eru það gönguskíðin. Við komum með þau hingað eftir að hafa getað notað þau 2-3 sinnum á íslandi undanfarin 5 ár. Og hér er frábær aðstaða til að nota þau!. Við t.d. fórum í skógarferð með konungshjónunum um daginn á gönguskíðum þar sem við drógum Jönu á eftir okkur á sleða. Inni í skóginum grilluðum við svo pylsur og höfðum það virkilega notalegt. Sem sagt allir á skíði. Það er málið í dag!!!

12 janúar, 2006

nýtt upphaf, nýr bekkur

hæ hæ,
skólinn byrjaður aftur og ég er spennt yfir nýjum verkefnum. Það verður að segjast að það er léttir fyrir mig að kennslan er á ensku. Það er einfaldlega léttara þó ég hafi lært mikið í sænskunni fyrir jól. Nú hoppa ég af 3. ári yfir á 4.ár og þar fer kennslan alltaf fram á ensku. Það er vegna þess að það eru svo margir skiptinemar í hópnum á þessu ári. Í kringum mig í gær heyrðist mér á hópnum að kannski helmingurinn væri útlendingar, veiiiii, ég sé fram á bjartari tíma! Það reyndist virkilega erfitt að kynnast fólki á 3.ári sem voru allt Svíar svo ég er spennt að vita hvort það gangi betur núna. Í sumar á sænskunámskeiðinu var ég í mjög skemmtilegum hópi með fólki frá öllum löndum, svo tvístraðist sá hópur eftir prófið. Þá þurfti ég að kynnast sænska bekknum þar sem allir voru vinalegir en frekar lokaðir í sínum vinahópum. Svo nú er ég að byrja í þriðja sinn að kynnast nýju fólki!!!
úff dáldið lýjandi.
Það sem kom mér mest á óvart var að vegna þess að ég þekkti fáa vel og kunni sænskuna ekki nógu vel, þá gat ég ekki grínast eins mikið á daginn og maður er vanur. Ég saknaði virkilega húmorsins í daglega lífinu, það kom á óvart hvað sá partur er mikilvægur dagsdaglega.
Ég veit að ef ég hefði ekki haft fjölskylduna mína með mér hér hefði ég verið verulega einmanna, það er trúlega erfitt að búa hér einn sem útlendingur. Svo það var eins gott að ég hafði þennan frábæra félagsskap á kvöldin og um helgar :)
Já þetta er skrítið með Svíana, en það var svosem búið að vara mig við þessu. Ég hef heyrt frá vinum sem hafa búið hér að það hafi alveg tekið ár þar til hægt var að eignast vini hér.
En á hinn bóginn varðandi Svía, þá höfum við verið heppin í nágrenninu okkar. Fjölskyldan hér á móti, margumtalaða er náttúrulega orðin eins og okkar eigin fjölskylda og sú vinátta á alltaf eftir að haldast. Hjónin eru eins og staðgenglaforeldrar okkar og sonur þeirra og Dagur orðnir mjög góðir vinir.
Svo eigum við fleira vinafólk hér í kring en þau öll eru aðeins eldri en við.
Svo verður að nefnast að við sjáum mikinn mun á sænskum krökkum og íslenskum. Krakkarnir hér eru miklu kurteisari við fullorðna og skólafélagar Dags eru mjög opnir og vinalegir gagnvart honum.
Síðast en ekki síst eru unglingarnir duglegir að spjalla við og hjálpa þeim sem eru yngri, ég sæi það í anda á íslenskri skólalóð!
Degi finnst mjög skrítið hvað mér gengur illa að kynnast mínum skólafélögum. Hann segir mér bara að ganga upp að þeim og spurja hvort ég megi ekki vera með... :)

Ég fékk frábært upphitunarverkefni í skólanum. Þið hafið kannski heyrt um alheimskosninguna um nýjustu 7 undur veraldar, hægt að sjá allt um það á www.new7wonders.com
Allavega verkefnið er að við eigum öll að gera okkar eigin lista yfir nýjustu 7 undur veraldar. Byggingar eða eitthvað manngert frá hvaða tíma sem er. Spennandi!
Hugmyndir???

Anna Sóley

09 janúar, 2006

sænskar vikur!

Þetta er alveg furðulegt kerfi hérna með þessar vikur. Fólk segir kannski "ok þá hittumst við í viku 36 og afgreiðum málið", og ALLIR vita hvenær vika 36 er!!! Það er greinilega frekar halló hér að tala um 17.maí eða eitthvað svoleiðis. Nú er semsagt vika 2, frekar einfalt í augnablikinu.

05 janúar, 2006


20asta
Originally uploaded by Anna Sóley.
Ásta kom með áramótagleðina með sér :)


21sledabrekka
Originally uploaded by Anna Sóley.
Eins og fólk veit kannski er Svíþjóð mjög flatt miðað við Ísland, og sérstaklega á þessu svæði. Svo Carl bjó til minifjall fyrir krakkana á Runsa, rosa fjör.
Þarna er Dagur á leið niður.
(Hm það virkar enn minna á þessari mynd skrítið...)


19dosti
Originally uploaded by Anna Sóley.
En Dosti var náttúrulega flottastur!
Og vakti mesta lukku hjá nágrönnunum.


18vidasta
Originally uploaded by Anna Sóley.
Við Ásta í góðum gír


17reykur
Originally uploaded by Anna Sóley.
Jana virtist vera mjög andlega tilbúin undir sprengingarnar, dáðist að þessu fyrr um daginn úr fjarlægð. En þegar til kom var hún svo smeyk að hún þorði ekki einu sinni að horfa á flugeldanna. Hún var hjá okkur í fanginu og horfði í öfuga átt við alla aðra...
Hér er hún með Ástu.


16dagurflugeldur
Originally uploaded by Anna Sóley.
Dagur og Oscar tóku með glöðu geði rakettuskot hlutverkið, en nota bene svíarnir höfðu ALDREI áður séð svona áramótagleraugu til að skýla augunum!
Við áttum hins vegar nokkur frá því í fyrra.


15brennumatur
Originally uploaded by Anna Sóley.
já og ekki bara pulsur...heldur heil kerra af snittum og góðgæti handa öllum...ekta Ann :)


14brenna
Originally uploaded by Anna Sóley.
Þegar við komum út kl hálftólf höfðu nágrannar okkar safnast saman fyrir utan með snittur og freyðivín. Hefðin er að skjóta öllu upp saman. Bakvið okkur sést brennuvirki sem Carl var búinn að undirbúa, lítil brenna á okkar mælikvarða en samt mjög flott og þau voru einnig með pulsur til að grilla í eldinum.

04 janúar, 2006


13krakkar
Originally uploaded by Anna Sóley.
Dagur og Jana, næstum 2006!


12desert
Originally uploaded by Anna Sóley.


11skal
Originally uploaded by Anna Sóley.
skál Ásta!


11desert
Originally uploaded by Anna Sóley.
nammi namm


9maedgur
Originally uploaded by Anna Sóley.


4sssnjor
Originally uploaded by Anna Sóley.
ein kaffærð í spað


4ssnjor
Originally uploaded by Anna Sóley.
ég tók skóflu og hellti með henni snjó yfir Dosta og eftir það var fjandinn laus og allir voru kaffærðir að lokum.


7fjolskyldan
Originally uploaded by Anna Sóley.
jólaölið lífsnauðsynlega á leiðinni í glösin (þetta sænska julmust er ekki ásættanlegur staðgengill)


6matur
Originally uploaded by Anna Sóley.
...og eftir...


p.s. fuglinn og fyllingin hefði ekki getað heppnast betur!


8desert
Originally uploaded by Anna Sóley.
desertkakan margumtalaða...


5kalkuni
Originally uploaded by Anna Sóley.
fyrir...


ker
Originally uploaded by Anna Sóley.
Hún Ann gaf okkur þetta sniðuga klakaljósker í dag. Þetta er finnsk hefð og er framkvæmd svona: vatni hellt í fötu og sett í frysti. Tekið út meðan enn er ófrosið rými innst. Sett út í garð á hvolf og kerti inn í holrýmið. Og þar sem nú er 10 stiga frost ætti kerið að haldast lengi lengi...mjög fallegt á að horfa út um eldhúsgluggann.


ker2
Originally uploaded by Anna Sóley.


1
Originally uploaded by Anna Sóley.
Þetta var þegar við vorum að reyna efna loforðið um snjókall, og þurftum að "vökva" snjóinn endalaust svo hægt væri að móta eitthvað.


2desert
Originally uploaded by Anna Sóley.
Við Ásta gerðum mjööög flókin desert úr landsliðsbókinni, og tókum samviskusamlega heimildarmyndir við hvert skref.


3turn
Originally uploaded by Anna Sóley.
Ásta er búin að panta að búa í turninum.


4snjokallljoti
Originally uploaded by Anna Sóley.
Þetta er bakhliðin á snjókallinum okkar hehe!

03 janúar, 2006

GLEÐILEGT ÁR!


0_gledilegtar
Originally uploaded by Anna Sóley.


a1
Originally uploaded by Anna Sóley.
Við fórum með Ástu á thaílenskan stað. Hann átti að vera með "djungle" samkvæmt okkar heimildarmönnum en það var eiginlega frekar hrúgur af blikkandi jólaseríum með gerviblómum á stangli!
Soldið erfitt að skýra út hvar frumskógurinn væri fyrir þeirri litlu.
En góður matur!!!


a2
Originally uploaded by Anna Sóley.
Mikil snjókoma og 30 sek eftir að þessi mynd var tekin þá datt ég beint á hausinn með Jönu í fanginu. Ásta náði því á mynd en vegna óútskýrðra ástæðna hvarf sú mynd, en ég sver ég kom ekki nálægt því.


a3
Originally uploaded by Anna Sóley.
Þegar Ásta kom var alveg frábært vetrarveður NEMA einn dag þegar við ætluðum að labba voða mikið niðrí bæ! Þá var svo ömurlegt veður að við hrökkluðumst milli safna, búða, veitingastaða og bílsins, og tolldum ekki úti þrátt fyrir mikla jákvæðni.


a4
Originally uploaded by Anna Sóley.
Jana orðin svo löööng allt í einu.


a6
Originally uploaded by Anna Sóley.
Jana á littlu bryggjunni á Runsa, stærri bátabryggjan er aðeins lengra frá.


a7
Originally uploaded by Anna Sóley.
Allt frosið hér, skautarnir bíða spenntir.