18 júní, 2006

Hjólakeppnin



Hæ, þetta er Haraldur Pólfari sem talar :) Þetta er nú fyndið blogg, eins og ég hafi verið að takast á við eitthvað heimsafrek þegar það var nú ekkert annað en persónulegt afrek þar sem ég var að grínast með það fyrir 1 ári síðan að ég stefndi að því að fara að taka þátt í hjólreiðamótum.

En þetta var ógleymanlegt. Fólk í öllum bæjum og bóndabæjum héldu garðveislur og hrópuðu stuðningsyfirlýsingar til allra sem framhjáþeim fóru. Kl. 7 um morguninn tók svo við annar umgangur af fólki að borða morgunverð við vegakanta og taka undir fyrri yfirlýsingar. Þetta var alveg magnað! Ég hef aldrei hjólað jafn hratt á ævinni minni. Af þessum 14 klst og 20 mín hjólað ég í 11:10 sem gerir 27,5 km meðalhraða. Í hjólamótinu um daginn var meðalhraðinn 25 og var það miklu miklu styttra. Ég þurfti að hjóla svona hratt til að hafa tíma fyrir aukateygjur þar sem bakið á mér stífnaði upp mjög fljótlega í ferðinni. Ég var með bakpoka og hef ekki hjólað með bakpoka fyrr. Það held ég að hafi valdið bakstífninni.

Ég hugsaði þegar 200 km voru búnir að þetta væri nú alveg nóg og að ég ætlaði ekki að taka þátt í þessu aftur. En um leið og ég kom í mark var ég til í að fara aftur strax, án gríns...

Fyrirkomulagið er þannig að það var byrjað að ræsa kl 20:00 og 60-100 keppendur voru ræstir á 2ja mín fresti. Ég var ræstur kl 1:48 og þá höfðu 12.000 keppendur verið ræstir þá þegar og því mikið verk fyrir höndum að hringa þá alla :) Þeir allra sprækustu áttu 2 tíma í að koma í mark þegar ég fór af stað og ég lét það því vera að keppast við þá. En þessi keppni er þannig að það eru aldrei gefin upp úrslit. Maður veit ekki hvar maður er í samanburði við aðra. Maður hefur bara sinn tíma og menn virðast vita sinn tíma fyrir öll árin sem þeir hafa keppt og bera sig þannig saman. Annað mál er að þeir sem byrja kl 20:00 og hjóla greitt sleppa við það að hjóla í hita. Ég hjólaði á útopnu en svo komu kannski grúppur með 10 einkennisklæddum hjólamönnum sem skutust framhjá eins og eldibrandar. Þessir gæjar stoppa aldrei, eru með allt vatn og allan mat á sér og pissa í sig (eða það held ég). Ég fer nú ekki í svona hóp en mér fannst óneitanlega leiðinlegt að vera einn í þessu. Bæði var mikil stemning í þorpinu þaðan sem mótið fór fram, útimarkaðir, kaffihús, margt um manninn og mikið um dýrðir:) en einnig er gott að hjóla með félaga þar sem hægt er að hjálpast og spjalla saman. Ég er byrjaður á að safna í lið og erum við strax orðnir 2 fyrir næsta ár. Kommon nú!!! Emmmm...jú að lokum ÞETTA VAR ÆÐI, og frábær stuðningur sem ég fékk fá vinum og vandamönnum, ÞIÐ ERUÐ ÆÐI :)

17 júní, 2006

MARK

hann var að hringja KOMINN í mark!!!!!!!!! kl 16 :11!!!! 50 min á undan áætlun!

Hann var mjööög hress, sagði að hann hefði verið í banastuði síðustu 20 km og flogið áfram. Um miðbik var hann hinsvegar að drepast í bakinu og hræddur um að geta ekki klárað. Hann sagðist núna vera tilbúinn í annan hring strax:)

Hann var að fara að panta sér bjór þegar hann kvaddi alsæll og stoltur! Hetja!

as

Smá skilaboð um hjólaþrekraunina. Hef fengið sms frá hverri stöð þar sem hann gefur ákveðnum þáttum einkunn: staðnum, líkama, sál, veðri. Staðirnir hafa fengið mismunandi einkunnir, líkami hefur fengið gott nema kannski í síðasta sms þar sem hann sagði að það tæki í bak og læri. Sál virðist alltaf í góðu standi og veðrið þurrt og fer mjög hlýnandi. Trúlega verður seinni parturinn mjög erfiður, spáð miklum hita og líkaminn verður bara þreyttari. Áfram Dosti!

16 júní, 2006

BRANTEVIK-MYNDIR


20
Originally uploaded by Anna Sóley.
Ferðin á Skán var frábærlega vel heppnuð. Fólk sem fer kannski vanalega í bústað í Danmörku , ætti að prófa að fljúga til Kaupmannahafnar og keyra svo yfir brúnna til Malmö og til Österlen svæðisins. Það er ekki langt og vel þess virði.

Svona finnst mér svæðið vera í hnotskurn, hvítar strendur með köldum sjó og flatt landslag með gulum blómum og bláum himni.


14
Originally uploaded by Anna Sóley.
Ný tegund af fuglum?


15
Originally uploaded by Anna Sóley.
Strendurnar þarna voru frábærar, við fundum margar og ólíkar og vorum yfirleitt ein.


16
Originally uploaded by Anna Sóley.
Krakkarnir nutu þess að vera á ströndinni. Auðun Loki hafði mestan áhuga á þanginu, Jana á sandinum (eins og venjulega, "sandman", Breki skilur þetta), og Dagur skoppaði á steinunum eins langt út og hann þorði.


18
Originally uploaded by Anna Sóley.
Dosti og krakkarnir á kaffihúsi.


19
Originally uploaded by Anna Sóley.
Þessi forni steinastaður var einn af áfangastöðunum á Skáni. Það skemmtilegasta við staðinn fannst mér að sjá allar þessar kýr á vappi í kringum þá, aðallega að nota steinana til að klóra sér á hálsinum. Þið ættuð að sjá 2 slíkar á myndinni.


17
Originally uploaded by Anna Sóley.
Það var ekki leiðinlegt hafútsýnið út úr svefnherbergisglugganum.


13
Originally uploaded by Anna Sóley.
Það var sannkölluð baðstofustemning í gamla gamla Brantevik húsinu!


12
Originally uploaded by Anna Sóley.
Það jafnast EKKERT á við að borða úti. Halla með þessa fínu kúlu, að matbúa eitthvað handa okkur.


9
Originally uploaded by Anna Sóley.
Fórum í Tívolígarð nálægt þorpinu okkar, undir því yfirskini að skemmta krökkunum :)

Sumir þorðu í alvöru tækin, Dosti og Ásta rétt fyrir flugtak.


11
Originally uploaded by Anna Sóley.
Ásta með fínu sólgleraugun passar Jönu fyrir utan innganginn á húsinu.


10
Originally uploaded by Anna Sóley.
Halla og Kommi út í garðinum.


8
Originally uploaded by Anna Sóley.
Þetta var "brjálaðasta" tækið sem ég fór í þannig að minn Tívolíþroski er á við 3 ára barn!


7
Originally uploaded by Anna Sóley.
þetta er ungt og leikur sér...(Kommi og Dosti rétt áður en þeir fóru á kaf)


4
Originally uploaded by Anna Sóley.
Litlu grislingarnir voru nú góðir í ferðalaginu.


3
Originally uploaded by Anna Sóley.
Falleg strandlengja í nærliggjandi bæ.


2
Originally uploaded by Anna Sóley.
Svona ferðumst við: hendum öllum hjólunum aftan á volvoinn og þá getum við hvenær sem er stokkið á þau þegar við nennum ekki að keyra lengur. Þá setjum við volvoinn í bakpokann hennar Jönu.


1
Originally uploaded by Anna Sóley.
Jana stendur hjá skógi vaxinni bifreið. (eina flass-myndin, frétti frá Ástu að einn Torontobúi væri með mér í antiflassfélaginu)


6
Originally uploaded by Anna Sóley.
Þetta er gatan "okkar" í Brantevik, húsið er hægra megin. (Kommi, Ásta, Halla og krakkarnir)


5
Originally uploaded by Anna Sóley.
Jana og Auðun Loki skoða dýraríkið

13 júní, 2006

Vätternrundan

Jæja, hér er smá um hjólakeppnina sem ég er að fara að taka þátt í.

Þetta er stærsta opna hjólamót sem haldið er í heiminum. Það eru um 18.000 þátttakendur frá flestum löndum Evrópu og stór-Evrópusvæðinu :) að mér skilst. 15.000 af þátttakendum eru karlar trúlega af því að þeir eru ekki jafn skynsamir og konur.

Ég veit ekkert hvort ég meika þetta. Ég vona það og ég vil því leyfa fólki að fylgjast með mér svo ef hugsunin um að gefast upp skýtur upp kollinum verði óttinn um niðurlæginguna sterkari og ég held áfram. Ég stefni fyrst og fremst að því að klára keppnina, takist það er annað markmiðið að klára hana á undir 15 klst. Ef það tekst kem ég til baka :) Annars verð ég við vatnið þar til keppnin verður haldin að ári til að venjast loftslaginu og finna réttu smurninguna fyrir hjólið.

En sumsé. Ég legg af stað kl 01:50 aðfaranótt laugardags (17. júní). Ég mun hjóla 300km í kringum Vättern stöðuvatnið í gegnum 3 stöðvar þar sem farið er í gegnum tímaskráningu. Þær eru með c.a. 100km millibili. Það verður hægt að fylgjast með mér þegar ég fer í gegnum þær á www.cyklavaettern.com Vefsíðan mun breytast á föstudaginn og þar verður hægt að setja inn startnúmer til að fylgjast með fólki.

Startnúmer mitt er 10597 og er nóg að setja það inn og ýta á sök. Ef allt fer skv. áætlun verð ég að koma í mark kl 15 að íslenskum tíma.

Það fara í þetta yfir 8000 kaloríur og því til lítils að taka með Diet Kók í nesti. Hitinn hér er búinn að vera yfir 30 gráður síðustu 2 daga en vonandi lækkar hann umtalsvert. Það er ógeð að hreyfa sig í svona mollu. Svo vona ég líka að það verði ekki vindasamt við vatnið því af einhverjum ástæðum er vindurinn alltaf í fangið mitt hvernig sem ég sný. Eftir að keppni lýkur er fylgst með því að maður hvíli sig í 6 klst áður en keyrt er heim.

En þar sem það verður þjóðhátíðardagurinn mun ég hjóla með Íslenska fánann í 4 metra fánastöng sem ég er búinn að festa á pedalana. Það þyngir aðeins og eykur loftmótstöðu en hvað gerir maður ekki fyrir land með ferska ríkisstjórn og nýja hugsjón!!!

Ég hugga mig við að helmingur þátttakenda er að fara í fyrsta skipti svo hinn helmingurinn hefur gert þetta áður. Sjö eru að fara í 41. skipti en þeir hafa tekið þátt frá upphafi. Það er nú bara þess virði að fara þangað niðureftir til að skoða þessa 7.

Ég hef rakað öll hár af líkama mínum og smurt mig með vaselíni. Þannig mun ég vinna 4-8 sek á hring skv. útreikningum. Einnig hef ég aðeins 1 lag inni á IPodinum til að þyngja mig ekki of mikið, ég valdi að hafa það algjört léttmeti "Is Jesus your pal" með Slowblow. Svo er ég með þurrvatn með mér til að burðast ekki með mikið vatn. Þurrvatn er duft sem maður blandar saman við vatn og þá verður úr því annað vatn ;) Þetta bull er streitubull...

En nóg um það!!! gangi mér vel :)

12 júní, 2006

fréttir af Dosta...

Ein frábær frétt: Dosti komst inn í KTH!!!

Hann fer í 2 ára mastersnám í tölvuöryggi, sem er akkúrat sérhæfingin sem hann vildi. Fyrir nokkrum árum þegar við vorum að skoða hvaða háskólar byðu upp á þessa sérhæfingu í tölvunarfræðinni voru mjög fáir sem komu til greina, eiginlega bara Stokkhólmur og London í námunda við okkur. Þó hann verði í sama skóla og ég verður hann í Kista, sem er milli okkar og Stokkhólms, því miður...

Svo Svíarnir eru alls ekki eins stífir á reglunum eins og orðsporið segir, því Dosti er að sækja um mastersprógramm þó hann eigi einn kúrs eftir í HR, þeir hafa ákveðið að líta framhjá því, sem ég bjóst nú eiginlega ekki við. Vorum einmitt að fatta að á laugardaginn var, útskrifaðist Dosti sem kerfisfræðingur, trúlega meðan við vorum í garð brunch hjá Röggu og co! Síðan um jólin þegar þessi eini afgangskúrs verður kláraður þá er hann kominn með BA gráðuna. Allavega þetta með KTH eru rosa góðar fréttir fyrir okkur :)

Ferðin okkar til Skánar var alveg meiriháttar eins og við var að búast. Mjög fallegt landslag, opið til hafs og gular blómabreiður hægri og vinstri. Allsstaðar við sveitavegina kaffihús, gallerí og antíksölur. Við ásamt okkar frábæru vinum, fórum á ströndina, borðuðum góðan mat, fórum í göngutúra og allskonar skemmtilegt. Eina sem vantaði var fjölskyldan í Toronto! Mikið var þetta GAMAN! Myndir koma snart...

Nú styttist svakalega í okkur, komum næsta sunnudag, skrítin tilhugsun. Svo eigum við pantað flug þann 5.júlí til Stokkhólms. Þessa helgi sem við förum til Íslands er Dosti að taka þátt í stærstu hjólakeppninni sem er í boði hér, einskonar maraþon hjólamanna, 300 km langt!!! ca eins og til Skaftafelss, eða Búðardals fram og til baka. Mér sem venjulegri manneskju finnst þetta soldil bilun en hann er þvílíkt spenntur :)

Þar sem þetta hefur þróast óvart í fréttabréf um Dosta má læða því að hann fékk sumarvinnu (sem hann vinnur í tölvunni heima), allt gott um það að segja.

Jæja, best að halda áfram að vera úti í þessu dásamlega veðri, þar sem stærstu áhyggjurnar eru hvort maður eigi að fá sér íste eða límonaði...ÞETTA ER LÍFIÐ :)

as

01 júní, 2006

hæ hæ allir,

jæja þá er verkefnið á enda!!! loksins loksins!!!

Í gær flutti ég mína kynningu á dansleikhúsbyggingunni og í dag fylgdist ég með seinni helmingnum af bekknum kynna sitt. Kynningarnar voru haldnar í núverandi húsnæði dansflokksins sem er staðsett á Skeppsholmen. Mínu verkefni var bara vel tekið fannst mér, ég fékk hrós fyrir þá þætti sem mér sjálfri fannst mikilvægastir, og það sem var gagnrýnt fannst mér réttmætt. Því sem var hrósað var aðallega þrennt, staðsetningin sem ég valdi, aðalkonseptið í byggingunni sem var að byggingin var hluti af göngugötu, og efnisnotkun (ég hannaði mína útgáfu af klæðningu fyrir húsið, málm-samloku-modularkerfi). Þetta með göngugötuna þótti róttækt, skrítið en spennandi hugmynd. Það sem var gagnrýnt var framsetningarlegs eðlis, vantaði eitt snið á ákveðnum stað, og fl. Eftir kynningarnar í dag var fögnuður þar sem við afhendum kennaranum gjöf sem hann var voða ánægður með, og hann bauð okkur upp á vín. Eftir þetta fórum við saman að borða á stað þar sem maður borðar úti og horfir yfir borgina.Þarna þurfti maður að kveðja marga úr hópnum því sumir af útlendingunum fara fljótlega til sinna heimalanda.Eins og ég hef áður sagt er þetta einstaklega góður hópur og margir sem maður á eftir að sakna. Þeir sem ég mun pottþétt halda sambandi við eru Maja frá Tékkó, Shirley frá Indónesíu, og margir af sænsku krökkunum auðvitað.

Ég var mjög sátt eftir þetta, bæði með mína vinnu og með yfirferðina. Þetta var rosaleg törn og lítið sofið síðustu vikuna, ég held það muni taka smá tíma að verða venjuleg manneskja aftur! En það er gaman að enda vel og geta farið sátt í sumarið og ég er meira að segja orðin spennt fyrir lokaverkefninu núþegar.

Á morgun keyrum við af stað til Brantevik að hitta Höllu, Komma, Loka, Ástu og litlu kúluna á Höllu:) það verður sko gaman. "Hjónin" voru hjá okkur áðan og gáfu okkur allskonar frábær tips fyrir ferðina. Vonum að það verði sumarveður.

Eitt hefur breyst og það eru flugmiðarnir til Íslands, urðum að flýkka förinni til Íslands, fljúgum 18. júní í stað 26. júniþ Þetta er út af grænakorts/sendiráðsmálinu...

Jæja best að fara að pakka.
Vonandi hafa allir það gott, og heyrumst fljótt.

AS