Hjólakeppnin

Hæ, þetta er Haraldur Pólfari sem talar :) Þetta er nú fyndið blogg, eins og ég hafi verið að takast á við eitthvað heimsafrek þegar það var nú ekkert annað en persónulegt afrek þar sem ég var að grínast með það fyrir 1 ári síðan að ég stefndi að því að fara að taka þátt í hjólreiðamótum.
En þetta var ógleymanlegt. Fólk í öllum bæjum og bóndabæjum héldu garðveislur og hrópuðu stuðningsyfirlýsingar til allra sem framhjáþeim fóru. Kl. 7 um morguninn tók svo við annar umgangur af fólki að borða morgunverð við vegakanta og taka undir fyrri yfirlýsingar. Þetta var alveg magnað! Ég hef aldrei hjólað jafn hratt á ævinni minni. Af þessum 14 klst og 20 mín hjólað ég í 11:10 sem gerir 27,5 km meðalhraða. Í hjólamótinu um daginn var meðalhraðinn 25 og var það miklu miklu styttra. Ég þurfti að hjóla svona hratt til að hafa tíma fyrir aukateygjur þar sem bakið á mér stífnaði upp mjög fljótlega í ferðinni. Ég var með bakpoka og hef ekki hjólað með bakpoka fyrr. Það held ég að hafi valdið bakstífninni.
Ég hugsaði þegar 200 km voru búnir að þetta væri nú alveg nóg og að ég ætlaði ekki að taka þátt í þessu aftur. En um leið og ég kom í mark var ég til í að fara aftur strax, án gríns...
Fyrirkomulagið er þannig að það var byrjað að ræsa kl 20:00 og 60-100 keppendur voru ræstir á 2ja mín fresti. Ég var ræstur kl 1:48 og þá höfðu 12.000 keppendur verið ræstir þá þegar og því mikið verk fyrir höndum að hringa þá alla :) Þeir allra sprækustu áttu 2 tíma í að koma í mark þegar ég fór af stað og ég lét það því vera að keppast við þá. En þessi keppni er þannig að það eru aldrei gefin upp úrslit. Maður veit ekki hvar maður er í samanburði við aðra. Maður hefur bara sinn tíma og menn virðast vita sinn tíma fyrir öll árin sem þeir hafa keppt og bera sig þannig saman. Annað mál er að þeir sem byrja kl 20:00 og hjóla greitt sleppa við það að hjóla í hita. Ég hjólaði á útopnu en svo komu kannski grúppur með 10 einkennisklæddum hjólamönnum sem skutust framhjá eins og eldibrandar. Þessir gæjar stoppa aldrei, eru með allt vatn og allan mat á sér og pissa í sig (eða það held ég). Ég fer nú ekki í svona hóp en mér fannst óneitanlega leiðinlegt að vera einn í þessu. Bæði var mikil stemning í þorpinu þaðan sem mótið fór fram, útimarkaðir, kaffihús, margt um manninn og mikið um dýrðir:) en einnig er gott að hjóla með félaga þar sem hægt er að hjálpast og spjalla saman. Ég er byrjaður á að safna í lið og erum við strax orðnir 2 fyrir næsta ár. Kommon nú!!! Emmmm...jú að lokum ÞETTA VAR ÆÐI, og frábær stuðningur sem ég fékk fá vinum og vandamönnum, ÞIÐ ERUÐ ÆÐI :)