26 nóvember, 2006

sumarið er að koma!

Jæja loksins hundskast ég í bloggið...og þá er ýmislegt skemmtilegt frá haustinu sem ég þarf að rifja upp. Ásta kom náttúrulega fyrir nokkrum vikum og það var rosa gaman að þvælast með henni og spjalla. Það byrjaði nú illa því daginn sem hún kom skall á MESTA óveður sem við höfum upplifað hér í Svíþjóð, hríð og snarvitlaust veður. Við Ásta ætluðum svosem ekkert að láta það trufla skipulagið og ætluðum að skreppa í bæinn eftir hádegi en þá sagði Dosti stopp! Það var nú líka eins gott því allir þeir sem höfðu verið svo vitlausir að fara þangað voru strandaglópar, lestarnar hættu fljótt að ganga og allir þurftu að gista á aðalbrautarstöðinni. Svo í staðinn vorum við heima og bökuðum pizzur. Við höfðum "stelpudag" með búðarrápi og indverskum mat, voða gaman. Eitt kvöldið elduðum við dádýr og það var nú meeeeeira lostætið vááá. Annað kvöld fórum við með Manosi og Söru á líbanskan stað þar sem við fengum 18 mismunandi rétti og eftir það á skemmtistað á söder. Þannig að það má alveg segja að þessir dagar hafi verið mjög vel skipulagðir út frá matarveislum, og þannig á það að vera:)

Eftir að Ásta fór kom góða haustveðrið aftur til baka (!), og t.d. í dag stóðum við út á tröppum í sól og 11 stigum og það var ALVEG eins og sumarið væri að koma AHHH...ég trúi því þangað til annað kemur í ljós. Foreldrar Dosta komu svo síðustu helgi og það var líka rosa vel heppnað. Þau komu með lambakjöt og við gerðum íslenska veislu úr því. Þau komu reyndar eins og ekta jólasveinar með ýmislegt jólaleyndó, bæði vökvakyns, matarkyns og pakkakyns jibbí! Með þeim var haldið púttmót í stofunni og spilað pictunary og farið á matarmarkað.

Eftir að við elduðum fiskinn fyrir skólafélaga Dosta þá ákvað einn úr hópnum, grikkinn, Manos, að bjóða okkur upp á grískan kvöldverð. Hann bauð semsagt okkur, Söru amerísku, Martinio frá Brasilíu, og einum auka grikkja. Mér fannst nú bara aðdáunarvert að geta eldað einn þríréttað handa okkur öllum í þessu agnarsmáa "eldhúsi" í pínulitlu stúdíóíbúðinni með takmörkuð áhöld. Þetta var rosa gott hjá honum auðvitað og eftir matinn dró hann upp svakalega klakamaskínu og framleiddi stanslaust tekíla sönræs í gestina...
eitthvað fannst honum eftir á þetta hefði ekki verið nógu höfðinglegt af sér og sagði " I am a much better host at Serifos"! Hann er ættaður af eyjunni Serifos en býr í Aþenu. Hann er alveg æstur í að við komum næsta sumar til hans til eyjarinnar þar sem hann segist vilja lána okkur hús, hljómar nú ekki illa.

Skelltum okkur á Sufjan Stevens um daginn og það kom mjög skemmtilega á óvart, virkilega skemmtilegir tónleikar. Skondið að daginn eftir talaði ég við Þórdísi í síma og þá var Orri akkúrat út á velli að sækja Sufjan...

Það gengur svona sæmó með verkefnið, ég er svolítið að panikka yfir tíma, finnst svo stutt eftir. Fyrir stuttu var workshop með módelsérfræðingi og ég fékk pínu sjokk þá. Það eru svo miklar kröfur með módelin, bæði með efni og frágang, og ég er svo ferlega ekki sleip í þeirri deild...því miður. (Hefði t.d. ekkert á móti því að fá pabba lánaðann í nokkra daga í janúar til að smíða trémódel!)

Svo vorum við í smátíma að gæla við að kíkja til Íslands, svo margar góðar ástæður til að láta slag standa. En þá fékk ég sent skipulagið varðandi lokaverkefnið, og fékk aftur panikkstraum í mig, svo við segjum bara "á næsta ári...".

Planið er semsagt svona, tvær yfirferðir fyrir jól, ein beint eftir jól, senda teikningar til dómnefndar um miðjan janúar, klára módelin, lokakynning á verkefninu 6.-8. febrúar!!! Svo jólin verða svolítið skrítin núna en við tökum þau bara með trompi á næsta ári:)

AS

1 Ummæli:

Þann þri. des. 05, 11:23:00 f.h. , Blogger Halla sagði...

Vá brjálað að gera hjá þér kona. Gangi þér hrikalega vel. Líst vel á Grikklands ferð við kommi erum alltaf á leiðinni að kíkja þá þessar frábæru eyjar og sigla um á skútu ;o) kannski við skellum okkur með hehehehe
Hilsen pilsen

 

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim