24 nóvember, 2006

Túlkunaratriði

Það getur oft komið sér vel að búa í landi þar sem maður skilur ekki alveg tungumálið. Öll vafaatriði getur maður túlkað sér í hag. Það koma nánast daglega upp svona atriði sem maður skáldar í eyðurnar. Oft fáum við bréf frá einhverri stofnun og maður sér tölur og talað um peninga og maður bara túlkar það sem nú séu ókeypis peningarnir á leiðinni til manns. Síðan bíður maður og bíður að vísu og engir peningar koma, en hvað stóð í bréfinu veit enginn. Þetta er kannski ekki besta dæmið um jákvæða mistúlkun en manni líður engu að síður vel á meðan von er á peningunum:) Síðasta mistúlkunin var vegna þess að Jana er að fara á kvöldvöku í leikskólanum þar sem börnin mega svo sofa ef þau vilja. Við fengum minnislista yfir það sem við eigum að koma með:

sovsäck
kudde
tandborste
pyjams
eventuellt en föräldrer

og á síðasta atriðinu "eventuellt en föräldrer" kom upp möguleiki á túlkun. Það skipti svolítið miklu máli hvort foreldri eigi að fylgja eða helst ekki. Ég get t.d. ekki fylgt með þetta kvöld enda las ég því eventuellt sem eins og eventuality sem er enskan yfir "hugsanlegan atburð". Þannig túlkaði ég þetta þá sem "ef foreldrar endilega vilja mega þeir koma". Anna Sóley las þetta hinsvegar sem foreldrar ættu helst að koma með sem þýddi hinsvegar að það lendi á henni að fara. Hún hefði átt að nota mína túlkun og senda Jönu eina;) En það er túlkunaratriði.

4 Ummæli:

Þann fös. nóv. 24, 01:08:00 e.h. , Anonymous Nafnlaus sagði...

Ég myndi veðja á Dosta túlkun.
En hverning fór þetta svo ?
kveðjur frá snjó-landinu

 
Þann fös. nóv. 24, 01:25:00 e.h. , Blogger Anna Sóley sagði...

sko málið er að þetta er sænsk framsetning, sem þýðir að það stendur "hugsanlegt foreldri", en í raun er verið að meina að foreldri eigi að vera með, þannig að við mæðgurnar förum á umrædda kvöldvöku á leikskólanum í kvöld meðan Dosti lærir fyrir próf sem er á morgun. jamm bíó og popp, Jana er voða spennt. við förum hinsvegar á okkar "kvöldvöku" á morgun því þá er eldhúspartý í húsinu sem Manos og Sara búa í.

kveðjur frá Runsa þar sem enn er grænt gras og peysuveður:)

 
Þann fös. nóv. 24, 02:01:00 e.h. , Blogger Dosti sagði...

Þessi athugasemd hefur verið fjarlægð af stjórnanda bloggs.

 
Þann fös. nóv. 24, 02:03:00 e.h. , Anonymous Nafnlaus sagði...

sænsk framsetning! Hahahahaha, hugmyndaflugið þitt er í hæstu hæðum:)

 

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim