Sumargræjur!
Hann er líka opinberlega fluttur að heiman og er heimilisfang hans Väsby Golf, Svíþjóð. Ekki búast við að bréfum verði svarað samt. Eina sem hann skrifar er á skorkortið sitt.
Anna Sóley, Dosti, Dagur og Jana flytja til Stokkhólms!
Nú er kominn tími á einhverjar fréttir. Apríl var góður, foreldrar Dosta komu og fengu þvílíkt sumarveður. Þau komu með m.a. plokkfisk og silung, meiri veislan! Stuttu síðar komu Halla og Kommi með börn frá Danmörk. Við héldum upp á páskana saman og búið var að redda íslenskum páskaeggjum fyrir krakkana. Það var frekar skrítið veður meðan þau voru hér, rok að íslenskum hætti. Samt reyndum við að viðra okkur af og til og skreppa dántán. Spiluðum síkvens og skrabbúl og borðuðum MIKIÐ. Frábærir gestir, allt saman.
Það var frekar fyndið að fylgjast með keðjuverkuninni milli krakkana, Loki leit upp til Dags og gerði allt eins og hann, svo kom Jana apaði allt upp eftir Loka!
Rétt áður en þessi mynd var tekin var Dagur í "unglingastellingunni", hékk svona á stólnum, hann rétt náði að laga sig aðeins áður en við smelltum af.
Sumum líður bara betur á hvolfi og Loki er þannig. Það var stórkostlegt að verða vitni að danshæfileikum hans, hlökkum til að sjá nýjustu sporin í sumar þegar við hittumst aftur:)
Röltum með Höllu og co upp á Runsa fornborgina, flott útsýnið þaðan. Húsaþyrpingin sem við búum í er til vinstri við þetta sjónarhorn.
Sumarið er komið og Jana fékk sumarkjól í gær!
Dagur er orðinn mikill tískukall eins og sumir vita. Ég man eftir nokkrum merkjum sem voru ómissandi þegar ég var á hans aldri. Converse skór, Adidas satíníþróttagalli og Millett dúnúlpa. Það var held ég það sem maður vældi út úr foreldrum sínum til að vera eins og hinir.
Hæ allir arkitektanördar og aðrir áhugasamir,
Fjúkket, fyrsti apríl er liðinn (eða eins og okkar fólk segir :hinn eiginlegi afmælisdagur/ árshátíð Dosta!!!).
Mamma og pabbi eru búin að vera hérna frá því á fimmtudag og fara heim í dag (sunnud). Þeim að óvörum höfum við pantað flugmiða til Íslands með sömu vél og gaman verður að sjá framaní þau þegar við birtumst í vélinni haha! Við verðum á Íslandi í eina nótt og viljum hitta sem flesta í kvöld og fyrramálið - þetta þurfti að gerast með leynd til að koma á óvart. Sorrí vonandi eru allir tiltækir! En þangað til sussss! Verðum í síma 899 0285