29 apríl, 2007

Sumargræjur!

Dagur og Jana áttu góðan dag í gær þegar langþráður draumur varð að veruleika. Dagur fékk loks dömustærð af kylfum og þar með má segja að síðasta tenging unglingsins við barndóm hafi rofnað. Hann er orðinn 100% unglingur. Með þessum kylfum skýtur hann miklu lengra, miklu betur og miklu meira ef við skiljum rétt.

Hann er líka opinberlega fluttur að heiman og er heimilisfang hans Väsby Golf, Svíþjóð. Ekki búast við að bréfum verði svarað samt. Eina sem hann skrifar er á skorkortið sitt.





Jana hefur verið að biðja um alvöru hjól, og helst án hjálpardekkja. Hún samgladdist Degi svo innilega í gær þegar hann fékk nýtt golfsett og sagði "Ertu ekki glaður Dagur?" og ljómaði öll sjálf yfir þessu. Þannig að við bara gátum ekki annað en látið draum hennar rætast líka og keyptum forláta hjól með bjöllu, standara, bögglabera og körfu fyrir dýrin hennar. En að vísu með hjálpardekkjum, en við náðum að sannfæra hana um að pabbi gæti tekið þau af seinna. Þarna sést hún með hjólinu og forvera þess. Hún er því orðinn alvöru meðlimur hjólafjölskyldunnar og stefnan er að hún hefji þátttöku í hjólamótum með haustinu. Þ.e. ef almennileg peningaverðlaun verða í boði.



26 apríl, 2007

Nú er kominn tími á einhverjar fréttir. Apríl var góður, foreldrar Dosta komu og fengu þvílíkt sumarveður. Þau komu með m.a. plokkfisk og silung, meiri veislan! Stuttu síðar komu Halla og Kommi með börn frá Danmörk. Við héldum upp á páskana saman og búið var að redda íslenskum páskaeggjum fyrir krakkana. Það var frekar skrítið veður meðan þau voru hér, rok að íslenskum hætti. Samt reyndum við að viðra okkur af og til og skreppa dántán. Spiluðum síkvens og skrabbúl og borðuðum MIKIÐ. Frábærir gestir, allt saman.

Ég er svo heppin að Una vinkona og fyrrverandi bekkjarsystir úr arkitektanáminu heima, ætlar að skella sér hingað frá Hollandi, um miðjan maí og vera hjá okkur í viku. Hún ætlar að vera sérlegur ráðgjafi minn á lokastigum verkefnisins og hjálpa mér með módel og eitthvað. Það er ómetanlegt!!!Ég verð nú líka að leyfa henni að skoða Stokkhólm líka :)

Ekki nóg með það heldur kemur Ásta 20.júní hingað og ætlar að fagna með mér þessum tímamótum. Þá verð ég komin í sumarfrí og við getum spókað okkur í Stokkhólmssólinni. Jiiii hvað ég hlakka til...

Það er búið að vera rosalega stíft tempó í skólanum, yfirferðir nánast vikulega, maður er búinn að vera að farast úr stressi. Hef aldrei vitað svona mikið andlegt álag og pressu. Það sem heldur manni á lífi er bara hugsunin um lokin (já og stuðningur frá Dosta). En góðu fréttirnar eru þær að síðasta krítik sem var í fyrradag gekk mjög vel og loksins loksins er byggingin TILBÚIN:) Það þýðir að ég þarf ekki að breyta neinu stórvægilegu, bara litlar tilfærslur hér og þar. Nú get ég loks farið að einbeita mér að því að klára teikningar almennilega. Það er ólýsanlegur léttir. Það verður samt svakaleg tímaþröng það sem eftir er. Ég er samt svo glöð yfir því að hafa tekist að gera byggingu og verkefni sem ég sjálf er ánægð með. Annars væri það kvöl og pína að fara í gegnum lokasprettinn, en í staðinn ætla ég að reyna að njóta þess eins og ég get.

Hér er komið yndislegt sumar og nú sækir Dosti Jönu alltaf á leikskólann á hjóli sem henni finnst það allra skemmtilegasta. Nú finnst henni þvílíkt halló að eiga bara þríhjól og sýnir okkur hjólabæklinga lon og don til að sannfæra okkur um að hún sé orðin nógu stór fyrir eitthvað fullorðinslegra faratæki. Fór í gærkvöld í leikskólann í foreldraviðtal. Þeim finnst, eins og okkur, að hún sé algjör sólargeisli, glöð, jákvæð og lyndir vel við alla. Ekki slæmt. Hún var í fyrra skotin í Nóel en nú er það breytt og Jana og Úlle eru orðin par. Fóstrurnar skemmta sér við að fylgjast með þeim, þau vilja t.d. sitja saman í grasinu og spjalla ein, og borða saman hlið við hlið, og liggja saman í hvíldinni og svol. Mjög upptekin saman...þetta er nú frekar skondið. Hún er búin að vera suða upp á hvern dag hvort ég geti nú ekki tekið mig til og hringt í mömmu hans svo þau geti hist eftir leikskóla, verð að fara gera það:)

Dagur er annars hættur að spá í stelpumálin eftir að það fjaraði út milli hans og Allé. Enda enginn tími fyrir það núna þegar golfið tekur við. Hann lenti greyið í sínum fyrstu alvöru skólaslagsmálum um daginn og kom blóðugur heim. Hann hafði lent í útistöðum við dreng sem er ættaður frá Íran. Sá Íranski kallaði Dag helvítis útlending einhverra hluta vegna...
Degi gengur annars vel að læra en fær stundum áminningar frá kennurunum vegna gelgjustæla, hann á enn pínu erfitt með að dempa sig niður. Við reynum að ræða við hann um þetta en ég veit svo sem ekki hvað hægt er að gera umfram það.

Dosti er líka á fullu í sínum skóla, enginn slagsmál þar held ég samt:) Lokaverkefnið hans er smám saman að skýrast en það eru svo margir spennandi valkostir fyrir hann að það getur verið erfitt að velja sýnist mér. En það er nú "gott" vandamál. Það mál skýrist á næstu vikum.

Jæja deili bíður og margt fleira...hafið það gott, blesssss

AS

25 apríl, 2007


3
Originally uploaded by Anna Sóley.


25
Originally uploaded by Anna Sóley.
Það var frekar fyndið að fylgjast með keðjuverkuninni milli krakkana, Loki leit upp til Dags og gerði allt eins og hann, svo kom Jana apaði allt upp eftir Loka!


27
Originally uploaded by Anna Sóley.


33
Originally uploaded by Anna Sóley.


7
Originally uploaded by Anna Sóley.
flugkeppni


13
Originally uploaded by Anna Sóley.


2
Originally uploaded by Anna Sóley.


5
Originally uploaded by Anna Sóley.
Borðuðum í gamla stan, í kjallara sem eitt sinn var fangelsi.


1
Originally uploaded by Anna Sóley.


4
Originally uploaded by Anna Sóley.
Kommi og Loki í stíl:)


6
Originally uploaded by Anna Sóley.
Halla með fínu myndavélina


9
Originally uploaded by Anna Sóley.
Hjartarkjöt á páskadag.


10
Originally uploaded by Anna Sóley.


11
Originally uploaded by Anna Sóley.
vííí


12
Originally uploaded by Anna Sóley.


14
Originally uploaded by Anna Sóley.


15
Originally uploaded by Anna Sóley.
Við Halla settumst í sólina meðan krakkarnir klifruðu í trjám.


16
Originally uploaded by Anna Sóley.
Rétt áður en þessi mynd var tekin var Dagur í "unglingastellingunni", hékk svona á stólnum, hann rétt náði að laga sig aðeins áður en við smelltum af.


17
Originally uploaded by Anna Sóley.


34
Originally uploaded by Anna Sóley.


18
Originally uploaded by Anna Sóley.


19
Originally uploaded by Anna Sóley.
kúrekar norðursins


20
Originally uploaded by Anna Sóley.


22
Originally uploaded by Anna Sóley.
ég að baka pönnsur fyrir liðið


23
Originally uploaded by Anna Sóley.
Sumum líður bara betur á hvolfi og Loki er þannig. Það var stórkostlegt að verða vitni að danshæfileikum hans, hlökkum til að sjá nýjustu sporin í sumar þegar við hittumst aftur:)


24
Originally uploaded by Anna Sóley.


26
Originally uploaded by Anna Sóley.
Halla og Dagur í rólegheitum í eldhúsinu, og Loki, já á hvolfi eins og vanalega...


28
Originally uploaded by Anna Sóley.
Kommi með Úlf littla.


21
Originally uploaded by Anna Sóley.


30
Originally uploaded by Anna Sóley.
Úlfur sæti fór líka í baðkarið og var þvílíkt glaður.


29
Originally uploaded by Anna Sóley.
göngutúr


31
Originally uploaded by Anna Sóley.
Röltum með Höllu og co upp á Runsa fornborgina, flott útsýnið þaðan. Húsaþyrpingin sem við búum í er til vinstri við þetta sjónarhorn.


35
Originally uploaded by Anna Sóley.
Dosti brosti, Kommi bakvið að koma sínu fólki í bílinn.

20 apríl, 2007

Tölvuöryggisnámið

Ég ætla aðeins að fjalla um námið mitt vegna þess að eðlilega halda sumir að þetta snúist bara um vírusvarnir og dulkóðun. En því fer fjarri.

Þetta er tveggja ára meistaranám í tölvu- og upplýsingaöryggi. En þetta er mjög vítt svið og kemur inn á mjög marga þætti. Það koma eiginlega fleiri og fleiri vandræði upp daglega og tæki sem hægt þarf að verja verða fleiri. Þetta eru t.d. ekki bara tölvukerfi eða heimilistölvur því það eru komnar tölvur í nánast allt, farartæki, fjarskiptatæki, greiðslukort og jafnvel fólk og ég veit ekki hvað og hvað. En ég vara við lesningunni hér á eftir. Einn kennarinn sagði í fyrsta tímanum að þetta væri mjög ósexí fag og varaði okkur við að tala um þetta í partíum o.s.fr. :) En þetta er opið partí, ég mun ekki spyrja ykkur út úr þessu síðar meir. Afsakið líka fráganginn á þessu, ég bara hripaði þetta niður án mikillar íhugunar eða yfirlesningar.

En í grundvallaratriðum snýst þetta um að vernda gögn, halda þeim heilum og réttum, fullvissa sig um að þetta séu upprunalegu gögnin og stýra aðgangi að þeim. Hvað gögn eru er svo mjög teygjanlegt eins og allt. Það þarf að skilgreina hvaða gögn þarf að vernda, meta verðmæti þeirra, reikna út áhættu á að eitthvað gerist og skaðann sem að því hlýst og vega það við kostnaðinn við að vernda gögnin. Það þarf að finna leiðir til að gera öryggi notendavænt svo ekki verði farið framhjá því. Þetta atriði er mjög flókið því öryggi er yfirleitt auka skref fyrir notandann. Einnig eru Öryggisprófanir og rýni í forritakóða stór hluti námsins. Upplýsingalögfræði, afbrotafræði, mannauðsstjórnun og álíka félagsvísindaleg fög eru hluti af náminu.

Þetta snýst einnig um að innleiða í fyrirtæki staðla til að uppfylla lagalegar skyldur varðandi upplýsingar og öryggi þeirra, öryggisendurskoðun og vottun kerfa og fyrirtækja. Skrifa öryggisreglur fyrir fyrirtæki, þjálfa starfsfólk og gera það meðvitað um hætturnar. Fingrafaralesarar, augnhimnuskannar og allt það. Stúdera hvernig fólk blekkir og beitir brögðum til að ná í upplýsingar ofl.

Einnig snýst það um að hægt sé að eiga örugg samskipti milli tölva, t.d. yfir internetið, þannig að annar aðilinn geti treyst því 100% að hinn aðilinn sé sá sem hann segist vera. Að samskiptin séu þannig að annar aðilinn geti ekki neitað að hafa sent tölvupóst eða að innihaldi hans hafi verið breytt.

Auðkenni, öryggi í vélbúnaði, rafræn skilríki eru atriði sem komið er inn á. Einnig eru öryggisvarnir landa að miklu leyti orðnar í gegnum tölvur. Hluti snýst um að hugbúnaður sé hannaður og forritaður með öryggi í huga. Flest forrit eru það ekki í dag og eru því viðkvæm fyrir árásum eða fölsunum. Hönnun öruggra stýrikerfa og vélbúnaðar eru atriði sem eru í ólestri. Það þarf að hanna kerfi þannig að ef þau bili þá bili þau "vel" t.d. ekki að bremsur hætti bara að virka heldur stöðvi fyrst bifreiðina.

Einn hluti af tölvuöryggi er að hægt sé að kjósa rafrænt, eiga samskipti við yfirvöld rafrænt.
Að allt sé rekjanlegt o.s.fr. Námið kemur mjög skemmtilega inn á persónufrelsi og friðhelgi einkalífsins, höfundaréttarvarnir, afritunarvarnir, nafnleysi á netinu o.s.fr. Það er mikið af persónulegum árekstrum sem fylgir þessu því ég er t.d. mjög mikið á móti algjöru öryggi sem felst í algjöru eftirliti o.s.fr. Það er hægt að fylgjast með svo miklu þessa dagana að það er óhuggulegt og svo er bara að tengja saman gagnagrunnana!

En námið felst líka í að reyna að fyrirbyggja að hakkarar komist inn á kerfið eða að innherjar geti misnotað það. En annars komast að því ef það bregst og bregðast við. Fylgjast með hvernig vondu karlarnir reyna að brjótast inn í tölvur. Barátta gegn ruslpóstsendingum, iðnaðarnjósnum, "forensics" þar sem reynt er að finna gögn sem hefur verið vísvitandi eytt.

Finna glæpona eins og barnaperra o.fl. Heimabankar, greiðslukortaviðskipti, rafræn viðskipti milli fyrirtækja, vefverslanir. Dulkóðun og að greina hvort einhver tölvuvinnsla t.d. lottó, spilavíti ofl sé með nógu gott slembi (ramdom) og fleira og fleira. Þetta er bara upptalning eftir minni en ef ég færi yfir efnið sem við erum búin að vera í bættist við langur listi. Fyrirlesarar eru fengnir úr öllum geirum t.d. stórfyrirtækjum, dómsmálaráðuneytinu, lögreglunni, tölvuöryggisfyritækjum, hernum ofl. Það er ljóst á þessu að þetta er kannski ekki sexíasta fag veraldar (fyrir utan John Cusack??!!? ég skal ekki segja) en þetta verður seint einhæft eða óspennandi!

14 apríl, 2007


6
Originally uploaded by Anna Sóley.
Sumarið er komið og Jana fékk sumarkjól í gær!

Strax og hún vaknaði í dag skellti hún sér í hann og dansaði um í sæluvímu.

Allt gott annars, mikill lærdómur um helgina, kynning á mánudag. Ætlum samt að kíkja smá í tívolí í dag með littlu skottu. Dagur er fluttur út á golfvöll.

Knús til allra, AS.


5
Originally uploaded by Anna Sóley.


4
Originally uploaded by Anna Sóley.


3
Originally uploaded by Anna Sóley.


1
Originally uploaded by Anna Sóley.
Jana og Loki (fleiri myndir frá heimsókn Höllu og co koma eftir mánudaginn).


2
Originally uploaded by Anna Sóley.
Jana horfir aðdáunaraugum á ædolið sitt hann Loka töffara.

13 apríl, 2007

Unglingatískan í Svíþjóð

Dagur er orðinn mikill tískukall eins og sumir vita. Ég man eftir nokkrum merkjum sem voru ómissandi þegar ég var á hans aldri. Converse skór, Adidas satíníþróttagalli og Millett dúnúlpa. Það var held ég það sem maður vældi út úr foreldrum sínum til að vera eins og hinir.

Í dag eru tímarnir aðrir. Um daginn þegar ég lét undan þrýstingi og gaf Degi Björn Borg nærbuxur vann ég mér inn mörg stig og tískusuðsfriðhelgi næsta hálfa árið held ég. OK Björn Borg nærbuxur eru skýr merki um að Dagur er farinn að verða of mikill Svíi en maður verður nú að lifa eins og innfæddir til að geta sagst hafa búið þar. En nærbuxurnar eru ekkert miðað við furðulegasta tískuvarninginn sem ég hef séð til þessa. Head & Shoulders er sjampóið fyrir unglinga! Hvort sem þeir eru með flösu eða ekki. Það er enginn maður með mönnum en að baða sig upp úr H&S. Hverjum hefði dottið það í hug.

05 apríl, 2007



Originally uploaded by Anna Sóley.

03 apríl, 2007

móða og inngangur

Hæ allir arkitektanördar og aðrir áhugasamir,

Hefur eitthvert ykkar farið í sauna með glugga? Ég spyr því ég vil hafa glugga á ýmsum heitum og blautum rýmum í byggingunni minni, en ég hef áhyggjur af því að það verði bara endalaus móða allsstaðar. Ég er samt búin að sjá á myndum glugga í saunaklefum og svol. en ekkert um t.d. móðufrítt gler. Hm, vona að þið hafið svarið.

Annað, ef þið lumið á vitneskju um flotta innganga megið þið segja mér, mig vantar innblástur...

P AS S

02 apríl, 2007

365 dagar í næsta...



Originally uploaded by Anna Sóley.
Fjúkket, fyrsti apríl er liðinn (eða eins og okkar fólk segir :hinn eiginlegi afmælisdagur/ árshátíð Dosta!!!).

Hann var óvenju strembinn í ár, tilraunirnar svo margar að við náðum varla að anda á milli. Dosti dúndraði út sprengingunum í allar áttir, lét t.d. mömmu sína þeytast til og frá að skoða ímynduð dádýr og reyndi að láta hana tékka sig inn í flugið í einhverri yfirgefinni birgðarstöð. Einnig sagði hann syni sínum að hann hefði fengið núll stig í golfheimaverkefni, greyið fór með tárin í augunum að athuga í tölvunni. Hann vakti Röggu og Berg og skipaði þeim að fara í hjólabúning því hann væri mættur fyrir utan tilbúinn í hjólaferð!

Hann reyndi líka að fara illa með hallarfólkið, gerði heimasíðu þar sem hópur "liberal greens" voru búnir að skipuleggja allsherjarfund á Runsalóðinni, og lokkaði þau til að koma skoða moggaúrklippu (sjá mynd).

Já sannkölluð veisla hjá mínum manni:)

01 apríl, 2007

Stutt heimsókn til Íslands

Mamma og pabbi eru búin að vera hérna frá því á fimmtudag og fara heim í dag (sunnud). Þeim að óvörum höfum við pantað flugmiða til Íslands með sömu vél og gaman verður að sjá framaní þau þegar við birtumst í vélinni haha! Við verðum á Íslandi í eina nótt og viljum hitta sem flesta í kvöld og fyrramálið - þetta þurfti að gerast með leynd til að koma á óvart. Sorrí vonandi eru allir tiltækir! En þangað til sussss! Verðum í síma 899 0285