30 október, 2005

Tóbak

Það er alveg furðulegt hvað nikótínneysla svía er ólík öðrum þjóðum sem ég þekki til. Maður sér ekki neinn mann reykja hérna. Ég er búinn að fara á tvenna tónleika innanhúss og fjölmörg kaffihús en aldrei kemur maður angandi af reykjarlykt út. Það er mjög góð tilfinning. Þeir eru þó ekki alveg lausir við fíknina því í staðin nota þeir munntóbak. Og ekkert lítið af því. Og þar er mengunin mest sjónræn því myndalegir ungir sænskir karlmenn afmynda andlit sitt með því að troða munntóbaki í efrivörina. Eftir líta þeir út eins og apar og eins og ekkert sé sjálfsagðara.

Ég veit svei mér ekki hvort er verra, en hér er a.m.k. ekki ófínt að vera með apamunn. Ég tók eftir því í landsleiknum Svíþjóð - Ísland að einn landsliðsmaður okkar sem leikur einmitt í Svíþjóð var með afmyndaðan kjaft í leiknum þegar hann fagnaði marki sínu. Þetta er því á leiðinni til Íslands ;)

26 október, 2005

Safn í Kanazawa


sejima_safn
Originally uploaded by Anna Sóley.
Já ég fór í gær á fyrirlestur með Sejima!!!
Það var alveg frábært að fara og sjá hana tala um byggingar sínar. Með henni var félagi hennar í SANAA stofunni og fjölluðu þau bæði um eigin byggingar og líka þær sem þau hanna saman. Þau eru nýbúin að vinna 2 stórar keppnir og það sem þau eru að vinna að í augnablikinu er mjög spennandi. Finn því miður engar myndir af því á netinu. Alveg meiriháttar!


sejimasanf3
Originally uploaded by Anna Sóley.

22 október, 2005

afmælið


krakkarnir
Originally uploaded by Anna Sóley.
Veislan hans Dags heppnaðist ótrúlega vel. Hér eru Dagur og Jana að bíða eftir gestunum. Þau komu kl 18 og þá var farið í leiki t.d. hnútaleik, stoppdans, spurningaleik og pakkaleik. Svo elduðum við hamborgara fyrir liðið. Svo horfðu þau á rómantíska gamanmynd eftir lýðræðislega kosningu... :)
Að henni lokinni var farið í fleiri leiki og loks spilað gamla góða cluedo til miðnættis. Rosalega skemmtileg veisla og allir glaðir.

þetta var hnútaleikur þannig að allir flæktu sig saman og svo átti einn að leysa úr flækjunni án þess að hendur færu í sundur


afm1
Originally uploaded by Anna Sóley.

allir í flækju...


afmdags2
Originally uploaded by Anna Sóley.

spurningaleikur í stiganum


afmdags3
Originally uploaded by Anna Sóley.

13 október, 2005

p.s. 2 aukaveðurfréttir

Ég sé að í Noregi var slegið hitamet í gær, 25 stig!
Svo sá ég einnig að september var sá kaldasti á Íslandi í 20 ár...er þetta nú sanngjarnt æææ

sumarhaust

Hér man enginn eftir öðru eins dýrðarhausti, ekki einu sinni Elis gamli í næsta húsi! Það eru 16-17 stig og glaðasólskin hvern einasta dag. Verst að vera innilokaður alla daga og geta ekki notið þess, en það gerir maður um helgar.
Við héldum upp á afmæli Dags síðustu helgi og það gekk rosalega vel. Þau voru 7 samtals á aldrinum 10-15 ára.
Að ósk Dags elduðum við hamborgara og honum fannst sko alltof barnalegt að hafa afmælisköku enda orðinn 12 ára! Hahaha! Að auki bað hann um að gestirnir fengju Magnum íspinna svo það var ekki mikill undirbúningur af okkar hálfu sem er mikil breyting miðað við fyrri ár.
Hins vegar undirbjuggum við mikið af leikjum og þeir heppnuðust mjög vel. Þau völdu sér svo mynd til að horfa á og eftir það vildu þau enn fleiri leiki svo afmælið var ekki búið fyrr en klukkan rúmlega 11 og allir voru að sofna yfir einhverju sakamálaspili...
Semsagt söksessss.
Nóg að gera í skólanum og allt vel skipulagt hvern dag af Finnanum. Fyrirlestrar daglega og hópavinnan eftir það. Á föstudögum eru oftast skil og á mánudögum krítik. Þrátt fyrir 2 skeiðklukkur sem Finninn stjórnar af miklum ákafa, ákveðinn tími í kynningu hvers hóps og ákveðinn tími fyrir gagnrýni og umræður, þá tekur þessi krítik oftast marga marga klukkutíma því hóparnir eru margir. Þetta er mjög stressandi því klukkurnar eru endalaust að pípa og hóparnir að hlaupa fram og til baka en samt dálítið fyndið líka.
Við fengum bílinn í vikunni og það er mikill munur fyrir okkur. Það er ólíkt léttara að versla núna..
Áður þurftum við að hjóla saman með bakpoka 40 min hvora leið í næstu verslun. Það er líka orðið dimmara svo það kemur sér oft vel að geta notað bílinn. Dosti og Jana ætla samt að halda áfram að hjóla til leikskólans eins og veður leyfir. Hún syngur hátt alla leiðina nema ef það er rok.
Hún er farin að tala skrítið tungumál...blandar saman íslensku, sænsku og ensku og stundum eigum við erfitt með að skilja hana. Það er skrítið að vinir Dags vilja tala ensku við hann en mínir skólafélagar vilja bara tala sænsku (sem er gott fyrir mig) því ég hélt einhvernveginn að það yrði öfugt!

Anna Sóley

06 október, 2005


karl_talva
Originally uploaded by Anna Sóley.
Dosti hjálpaði þeim að kaupa og setja upp nýja tölvu hjá sér. Það var skondið þegar Karl kom röltandi með glænýja Dell tölvu á eldgömlum moldarbörum. Á þessari mynd er hann bara ansi hreint líkur pabba hans Emils (eins og maður ímyndaði sér hann!).


hjonin_regina
Originally uploaded by Anna Sóley.
Hjónin og yngri dóttir þeirra Regína. Hún hefur passað fyrir okkur ef við höfum þurft að fara eitthvert að kvöldi til. Pabbi kærasta hennar var sendiherra á Íslandi og því hefur hún nokkrum sinnum komið til Íslands og var mjög hrifin.


gluggi
Originally uploaded by Anna Sóley.
þessi gluggi hjá þeim er svo flottur

Konungsfólkið

Mig langar til að reyna að lýsa konungsfólkinu fyrir þeim sem hafa ekki hitt þau. Eins og við höfum sagt þá mega þau ekki vita að okkur vanhagi um neitt því þá eru þau komin með lið í málið. Gott dæmi er með bílakaupin. Þau voru að sjálfsögðu driffjöðurin í þessu máli. Okkur Önnu Sóley hundleiðist að skoða bíla og viljum helst bara ljúka þessu af. En drottningunni finnst ekkert skemmtilegra og hefur verið alveg einstaklega hjálpleg. Ég hef fengið svona c.a. 20 tölvupósta frá konungsfólkinu síðastliðnar 2 vikur varðandi bílakaup. Þau koma daglega með bílatímarit sem þau hafa farið í gegnum kvöld eftir kvöld að leita að greinum um hina og þessa bíla. Þau hafa komið með okkur að prufuaka og taka eigendurna á beinið varðandi hitt og þetta.

Þegar við svo loks höfðum fundið bílinn hringdu þau í fyrri eigendur og spurðu þá spjörunum úr. Þau fengu á faxi allar kvittanir fyrir viðhaldi og ég veit ekki hvað og hvað. Síðan þá hafa þau sent okkur Volvo tímarit og allskonar annað tilheyrandi. Í morgun hringdi kóngurinn og spurði hvort við værum ennþá alveg 100% á því að kaupa bílinn. Ég jánkaði og heyrði í andvarp í drottningunni í bakgrunni. Hún var svo svekkt að þetta væri allt saman yfirstaðið. Hún elskar að standa í bílakaupum. Reyndar elskar hún að hjálpa. Hún fann t.d. bíla í 8 klukkutíma fjarlægð frá okkur og taldi að þetta gæti verið skemmtilegt ferðalag okkur öll saman því hún vill sýna okkur alla Svíþjóð, helst strax.

Já eins og ég sagði, við gætum ekki verið heppnari með leigusala. Þetta er eðalfólk!!!

Annað stutt dæmi. Þegar þau tóku á móti okkur á flugvellinum voru þau með sæng, kodda og bangsa í bílnum ef Jana vildi sofa. Það sýnir afskaplega vel hvernig þau hugsa.

Jamm, maður reynir að læra á þessu fólki og breyta sér til betri vegar ;)

05 október, 2005

mín hlið

Ég hafði eitt markmið í bílaleitinni og það var að sjá til þess að ekki yrði keyptur volvo...
Ég hef greinilega jafnmikil völd og lítill maur undir teppi!
Svo næsta markmið er að verða vinur volvosins enda varla annað hægt í Svíþjóð eða hvað?

kv.AS

p.s. eitt flott við volvo samt: á latínu þýðir nafnið "ég rúlla".

04 október, 2005

VOLVO auðvitað ;)


3854631
Originally uploaded by himbrimi.
Til að veita vinum okkar heima mikla ánægju næstu vikurnar tilkynnum við um kaup a Volvo! Við reyndum að fá Volvo í sænsku fánalitunum en þeir eru því miður of vinsælir hérna og þ.a.l. of dýrir. Þetta er hinsvegar alveg nógu dýr brandari ;)

03 október, 2005

5


dagur
Originally uploaded by Anna Sóley.
DAGUR 12 ÁRA, þessi mynd og þær fyrir neðan af Jönu voru teknar í dag.

4


jana_fifill
Originally uploaded by Anna Sóley.
Jana fór að spássera

3


jana_lauf
Originally uploaded by Anna Sóley.
laufin að byrja að falla af trjánum

2


jana_ros
Originally uploaded by Anna Sóley.
enn eru rósir að blómstra fyrir utan gluggann...

1


jana_runsavegur
Originally uploaded by Anna Sóley.
Jana á Runsaveginum, komin í vetrarföt!

Dagur fann unga í garðinum


2
Originally uploaded by Anna Sóley.

Dagur að sýna krökkunum ungann


1
Originally uploaded by Anna Sóley.

Jana og Dagur með Birnu og fullt af gleraugum...


3
Originally uploaded by Anna Sóley.

AFMÆLI!

1.október að baki og Dagur stóri orðinn 12 ára!!!
Það var nú ekki lítill spenningurinn fyrir þessum degi. Hann ætlaði að halda veislu fyrir krakkana hér í Runsa en Oscar besti vinur hans gat ekki komið og þá var ákveðið að fresta því um viku. (Ég var hálffegin því þetta var erfið vika í skólanum).
Undanfarna daga hafa margir pakkar borist frá Íslandi og við þökkum öllum hjartanlega fyrir það. Á afmælismorguninn röðuðum við öllum pökkunum saman á eldhúsborðið og undirbjuggum köku og kerti og Jana skreytti vandlega. Svo kölluðum við á Dag að koma niður og hann var rosa glaður.
Eftir hádegi fórum við og Filip vinur Dags, í minigolf, á pizzastað og í búðir að leita að ákveðinni afmælisgjöf sem hann vildi.
Þetta var góður dagur.

Annars er allt gott að frétta. Það hefur kólnað, fer ekki mikið hærra en 16 stig lengur. Jana farin að nota nýju lopapeysuna sína á leikskólanum.
Við erum þessa dagana í bílaleit og það er pínu flókið, erfitt að velja. Við erum farin að hlakka til að geta ferðast meira um, sérstaklega um helgar.

Tvær hrikalega fyndnar fréttir:
1.Dosti er kominn í stjórn Íslendingafélagsins!!! (við sem ætluðum aldrei að koma nálægt neinu svoleiðis)
2.Dosti verður með fyrirlestur um Ísland í einhverjum Rotary klúbbi!
HAHAHAHHAHAHAHA!

Ein frábær frétt: Bókaforlag ætlar að gefa út Mími og Mána eftir Bjarna og mömmu fyrir jól!!! Frábært!