28 mars, 2006

Síðustu vetrarmyndirnar


vetrarmyndir
Originally uploaded by Anna Sóley.
Ég held að ég geti lofað því að þetta verði síðustu vetrarmyndirnar héðan í bili. Allavega eru öll blöðin uppfull af yfirlýsingum veðurfræðinganna um það að vorið sé loksins handan við hornið. Það þarf sko að vera frostlaust í viku til að vorið teljist vera "komið". Það hefur ekki komið svona seint í hundraðþúsund ár, það var nú týpískt! Nú líður mér þannig að þessi langi vetur gæti dregið úr þeirri löngun að ílengjast hér. Hins vegar er mér sagt að nú taki við hálft ár með fullkomnu veðri, svo þetta gæti breyst :)

Snjóhúsið í garðinum er að bráðna og fögnum við því hjartanlega.

23 mars, 2006


3
Originally uploaded by Anna Sóley.
Um daginn þegar Dosti átti afmæli þá buðu nágrannar okkar okkur í "kaffi". En það kemur kannski ekki á óvart að heyra að þetta reyndist vera dulítið meira en lítið og sætt kaffiboð...

Ann var búin að útbúa heilt hlaðborð af mismunandi finnskum matarréttum. Eftir hvern rétt sem við fengum kom bara enn annar þeim mun betri, þetta var alveg ótrúlegt! Svo óvenjulegir og skemmtilegir réttir, allskonar innbakað dót sem ég kann ekki að útskýra. Svo var afmælisbarnið leyst út með gjöfum í lokin :) Þau eru mögnuð!

Því fannst okkur þjóðráð að hefja veisluna á laugardaginn með því að bjóða þeim upp á hákarl og brennivín. Þau tóku áskoruninni og smökkuðu óþverrann.


1
Originally uploaded by Anna Sóley.
Jónína eldaði þvílíkt gómsætan mat í þessari veislu. Í forrétt var humar og þá lá við að fólk sleikti diskana, svo mikil var gleðin. Svo kom æðislegt íslenskt lambakjöt, sem auðvitað brást ekki. Í desert var svo annað mjög íslenskt, nefnilega skyr með rjóma og berjum, mmmm...


2
Originally uploaded by Anna Sóley.
Töffararnir Dagur og Oscar.


5
Originally uploaded by Anna Sóley.
Jana prúðbúin í veislunni.


4
Originally uploaded by Anna Sóley.
Foreldrar Dosta voru hjá okkur yfir helgina og það var voða gaman hjá okkur eins og venjulega. Þau komu með fullt af íslensku gúmmulaði, flatkökur, suðusúkkulaði, hangikjöt, kæfu, cherios, hraun, skyr og fl.

Toppurinn var svo laugardagskvöldið þegar við buðum Ann, Carl og Oscari í kvöldmat til okkar. Þá eldaði Jónína dýrindis mat og við reyndum að aðstoða hana.


tapasveislan
Originally uploaded by Anna Sóley.
Tapasveislan heppnaðist frábærlega og maturinn fjölbreyttur og hrikalega góður auðvitað. Maður fékk Spán alveg í æð þetta kvöld. Margaritur flutu um og spænskir tónar sömuleiðis. Einnig var boðið upp á spænskan leikþátt og spænska brandara. Los ninos, sem voru á öllum aldri, voru líka alsæl.

Nú bíðum við spennt eftir næsta þema...


daguroghlynur
Originally uploaded by Anna Sóley.
Hér er Dagur með vini sínum Hlyni og hundinum Pompe. Hlynur er sonur Röggu Eiríks sem er gamall MH skólafélagi okkar. Hún býr hér í Stokkhólmi með Bergi og 2 börnum. Svo skemmtilega vill til að þau eru á ca sama aldri og okkar börn. Þeir vinirnir hafa gist hjá hvor öðrum og voru meira segja svo duglegir um daginn að passa saman litlu systur sínar meðan við foreldrarnir og önnur íslensk hjón fórum út að borða, ansi sniðugt!

22 mars, 2006

Tónleikar


berns2
Originally uploaded by Anna Sóley.
Það eru margar tónleikaferðirnar hérna, en aðallega Dosti sem sér um það. Við fórum hinsvegar saman um daginn á Lisu Ekhdal á alveg meiriháttar flottum stað sem sést hér, "Berns", (það var reyndar staðið þegar við vorum). Lísa sjálf var lala, of miklir leikrænir tilburðir, en félagsskapurinn og staðurinn eins og best er á kosið. Dosti og Dagur fóru svo á "Darkness" og mér skilst að það hafi verið toppskemmtun :)

Dosti fór líka á Death cab for cutie, Katie Melua og John Vanderslice.
Tónleikar sem eru framundan hjá Runsafólkinu eru Morrisey, Galexico, Iron and Wine, Nicolai Dunger, Mark Knoffler, Emmylou Harris, Tracy Chapman og fl.

12 mars, 2006

Dagur hetja!


dag_badminton
Originally uploaded by Anna Sóley.
Í dag keppti Dagur í fyrsta sinn hér í badminton. Hann stóð sig með mikilli prýði og endaði með 2 medalíur :)

Hann fékk silfur í einliðaleik drengja og gull í tvíliðaleik drengja. Pabbinn fékk líka hlutverk með því að vera ýmist stigavörður eða í matsölunni. Duglegir feðgar.

11 mars, 2006

Tapas


tapas
Originally uploaded by Anna Sóley.
Í kvöld ætla 4 íslenskar fjölskyldur að reyna gleyma öllu frostinu með því að halda TAPAS veislu! Gaman, gaman, best að fara að búa til krabbatartalettur og laxa-croquettes...