27 nóvember, 2005

Jólaskraut

Hvenær er best að finna heimili Íslendinga í Svíþjóð?
Á jólum, leitið að gulum, rauðum og grænum perum!

Það er merkilegt með Svía hvað þeir eru samtaka í öllu. Þeir hafa núna síðustu 2 vikur verið að setja upp jólaseríur en bara hvítar. Okkur fannst það nú alveg eðlilegt að vera ekki að skreyta með lit svona langt fyrir jól en núna er komið að því að allir eru búnir að skreyta, jólin að koma og það er ekki ein rauð, græn eða gul pera í öllu landinu.

Jólaskrautið sem við komum með er bara í svoleiðis litum. Við hringdum í konungsfólkið til að reyna að hlera þau hvort það væru einvherjar reglugerðir í landinu varðandi seríur eða hvort litaðar perur særðu blygðunarkennd þeirra. Maður vill ekki alveg vera eins og Ebenezer Scrooge og eyðileggja jólin fyrir öðrum. Þau svöruðu að við mættum skreyta með öllu sem við vildum. Þau settu takmörkin við Blikkandi yfirlýsingum sem segðu "Jesus lives" eða "Jesus is born again". Þau sögðust reyndar vera spennt yfir því hvað kæmi upp úr kössunum okkar og vonuðu að það kæmi einhverri hreyfingu á jólamenningu Svía :)

En vandinn er hinsvegar að okkur vantar nokkrar perur í jólaseríunar og ætluðum að kaupa þær en...hvar er hægt að kaupa rauðar, grænar og gular perur þegar enginn markaður er fyrir þær?

Ætli við neyðusmt til að kaupa hvítar seríur?

Skröggur

25 nóvember, 2005

FRÁBÆRAR FRÉTTIR!!!

DOSTI ER BÚINN AÐ FÁ VINNU!!!

Vinnan er í Uppsölum, byrjar á þriðjudag og er mjög krefjandi. Íslenskt fyrirtæki sem er samt dreift í nokkrum löndum. Rosalega spennandi!
Dosti útskýrir allt betur fyrir ykkur fljótt.

Góða helgi :)

24 nóvember, 2005

þoka


thoka2
Originally uploaded by Anna Sóley.
Maður verður ekki þreyttur á að horfa á þetta fallega umhverfi í kringum húsið okkar. Um daginn þegar við Dagur vorum að fara hoppa í strætó stóðst ég ekki mátið og náði í myndavél til að sýna ykkur þessa fallegu þoku.


thoka1
Originally uploaded by Anna Sóley.


thoka3
Originally uploaded by Anna Sóley.

14 nóvember, 2005

Um námið

Hæ hæ,

Allt gott að frétta héðan. Enn njótum við góðs haustveðurs, alltaf 10 stig, milt veður.
Sérfræðingarnir segja nú að þetta sé trúlega síðasta vikan áður en vetrarkuldinn skellur á, en það hafa þeir sagt í mánuð :)
Ef það rætist verður allavega einn hópur glaður og það eru sölumenn vetrarklæða því þeir birtast nú í hrönnum í blaðaviðtölum og gráta þetta góða veður.

Aðeins um skólann:

Þetta er sniðugt skipulag á önninni finnst mér. Allan tímann erum við að vinna með sama bæinn, Sundbyberg, sem er rétt fyrir utan Stokkhólm en alltaf út frá mismunandi forsendum. Það virkar þannig að við skiptum um þema á viku eða 2 vikna fresti og fáum þá fyrirlestra og verkefni í samræmi við þemað. Dæmi um þema er umferð, vistfræði, almenningssamgöngur, félagslegar forsendur o.s.frv.
Fyrirlestrarnir eru yfirleitt fyrir hádegi og verkefnavinnan eftir hádegi og yfirferðir og skil á föstudögum. Mikill hraði og keyrsla á prógramminu.
Fjöldi fyrirlestranna hefur verið mjög mikill og það er auðvitað frábært að það sé lagður metnaður í það, þó þeir séu að sjálfsögðu mjög misskemmtilegir.
Annað sem er sniðugt er að ef t.d. þema vikunnar er umferð í skipulagi, þá eru fengnir 4 sérfræðingar í þeirri grein til að vinna með okkur 2 daga í vikunni til að hjálpa að vinna í verkefninu sem tengist því.

Dæmi um efni fyrirlestrana sem hafa verið:
um járnbrautarlestir, um neðanjarðarlestir, um strætisvagna, um vegagerð, um umferð, um skipulagsfræði, um útópíuhugmyndir borga, um bílaumferðarstæyringu, um almenningssamgangnastýringu, um letur, um texta í kynningum, um samspil texta og mynda, um myndefni (þessir 4 fyrirlestrar voru m. a. haldnir af blaðamönnum og grafískum hönnuðum stærstu dagblaðanna hérna), um verslunarsvæði og umhverfi þeirra, um verslunarbyggingar, um byggingar almennt, um íbúðarhús almennt, um almennigsgarða, um þjóðfélagsleg fræði, um statistík, um opinb.byggingar, um græn svæði í borgum, um rafmagnsmál, um frárennsli, um vatnskerfi, um vatnsbúskap jarðarinnar, um samfélagslega þætti í borgum, um þátt sveitarstjórna í skipulagi, um sjónarhorn verktaka, um orkumál, um framtíðarorkugjafa, um framtíðarsamgöngutæki, margir fyrirlestrar um vistfræði, um vatnskerfið í náttúrunni, og margir fl.
Svo kom einn Finnskur sem vinnur sem framtíðarsérfræðingur og ég segi frá síðar.
Einn fyrirlestur um daginn var haldinn af bandarískum manni sem býr í Arlington, Texas. Hann lýsti m.a. borginni fyrir okkur og það var á honum að heyra að þetta væri hin undarlegasta borg. Þetta er 600.000 þús manna borg og stærsta borg (heimsins?) án almenningssamgangna! Hann kennir í 20.000 þús manna skóla og sagði að við gætum rétt ímyndað okkur bílastæðaflæmin fyrir utan. Hann sagði einnig frá því að öll húsin þarna væru eins og falskar stílíseraðar framhliðar og allt verulega gervilegt.
Annar fyrirlesari sagði okkur frá þeirri miklu uppbyggingu sem nú er í Sjanghæ og margir hafa heyrt um, og nefndi t.d. að 25% ALLRA byggingarkrana í heiminum eru í Sjanghæ akkúrat núna!!!

bless í bili AS

09 nóvember, 2005


3
Originally uploaded by Anna Sóley.
Ég er að flokka myndasafnið og því er von á eldri myndum í bland á næstunni. Þessi sería er úr bátsferðinni sem hallarhjónin buðu okkur í meðan foreldrar Dosta voru hér. Frábær ferð og veðrið gat ekki verið betra.


2
Originally uploaded by Anna Sóley.
sumir úr hópnum fengu sér sundsprett


5
Originally uploaded by Anna Sóley.
margir voru að sigla um litlu víkurnar þennan góða sunnudag


1
Originally uploaded by Anna Sóley.
ég lá framan á bátnum heillengi og það var svooo notalegt að rugga í sólinni


6
Originally uploaded by Anna Sóley.
neðst er svefnklefi og leiksvæði fyrir litla patta eins og Jönu


4
Originally uploaded by Anna Sóley.
Mjög fallegt svæði til að sigla um...


7
Originally uploaded by Anna Sóley.
Karl og Böðvar njóta útsýnisins


9
Originally uploaded by Anna Sóley.
Jónína í sólskinsskapi á bátnum


hermannabatur
Originally uploaded by Anna Sóley.
þarna má sjá mann í hrúgu sem er þó bátur. Þessi náungi er frændi fjölskyldunnar og er sjúkur í allt herdrasl. Þennan bát tjaslaði hann saman úr einhverjum svoleiðis afgöngum. Þess má geta að fyrir utan heimili hans eru ca 15 hertrukkar, 30 hergámar og neðanjarðarbyrgi og hellingur af öðrum herfarartækjum, frekar undarlegt hobbý (enda er hann víst líka mjög undaregur sjálfur og var okkur ráðlagt að keyra ekki að óþörfu um hans veg því honum finnst ekkert leiðinlegt að nota vopnin sín!)


8
Originally uploaded by Anna Sóley.
Anna hallarfrú, við stjórnvölinn eins og vanalega. Hún siglir alltaf bátnum, keyrir bílinn þeirra og er almennt séð "stjórinn" í góðum skilningi. Hún er líka með flugmannspróf enda komin úr flugfjölskyldu mikilli. Hennar fjölskylda í Finnlandi átti lítinn flugvöll og bróðir hennar og pabbi fljúga líka. Semsagt hörkukvendi!


10
Originally uploaded by Anna Sóley.
báturinn tilbúinn og Karl veifar


11
Originally uploaded by Anna Sóley.
við á leiðinni í bátinn

03 nóvember, 2005

Dagur í eldhúsglugganum


dagur_i_eldhusglugga
Originally uploaded by Anna Sóley.

við Jana í eldhúsinu


as_jana_eldhus
Originally uploaded by Anna Sóley.

Ferðalag

Núna er vikuhaustfrí hjá grunnskólum og Dagur hefur brallað ýmislegt skemmtilegt á meðan. Fríið byrjaði með skólaballi, fyrsta sænska ballinu hans, og hann afrekaði það að vinna 2 danskeppnir ótrúlegt en satt :)
Honum fannst allavega rosalega gaman og var mjög þreyttur eftir allan dansinn. Einn frídaginn fór Dosti með hann í tæknisafn og í dag var hann í badmintonæfingabúðum.

Á morgun ætlum við í langþráð ferðalag í 4 daga og erum búin að panta gistingu á ýmsum áhugaverðum stöðum nálægt Smálöndunum. Við stefnum á að skoða frekar lítil þorp en geyma borgirnar t.d. Malmð og Gautaborg þangað til seinna. Annað ferðalag seinna er svo Skán og syðsti hluti Svíþjóðar. Enn annað ferðlag er svo norður Svíþjóð...nóg eftir...

Talandi um landfræðilega hluti, þeir sem ekki eru núþegar búnir að hlaða niður google earth forritinu (sem er frítt) ættu að drífa í því. Því miður er það ekki enn til fyrir makka en bara pc tölvur. Ég nota það óspart í skólanum, ótrúlega skemmtilegt. Þetta er semsagt forrit þar sem maður getur séð allar borgir, staði, landslag á jörðinni ofan frá eins og úr flugvél. Sumstaðar er upplausnin og myndirnar betri en annarsstaðar og hægt að súmma ansi vel niður. Svo eru þeir greinilega að vinna á fullu í þessu því myndir af sumum stöðum verða betri með nokkura daga millibili. Það er líka verið að vinna í því að gera sumar borgir í þrívídd, t.d. Tokyo og L.A. komið. Mæli með þessu allavega!

Svo ein mjög mikilvæg og áhugaverð staðreynd (fyrir suma allavega):
Bærinn sem er næstur okkur, Upplands Vasby, er sko heimabær Europe meðlimanna (eitísband) og þess má geta að einn bekkjarbróðir Dags býr í húsi sem einn meðlima bandsins bjó í! vá!!!

Og meira um tónlist því við sáum í sjónvarpinu hér um daginn "Gargandi snilld". Það var notalegt að sjá og heyra Orra og Dag Kára í stofunni okkar :)

3 mánuðir!

Jæja, þá erum við búin að vera hér í 3 mánuði!!!
staðan:
við erum mjög ánægð hér í Stokkhólmi og líður svooo vel í húsinu okkar,
Jana er nánast hætt að tala íslensku við okkur,
Dagur er eins og hann hafi alltaf átt heima hér,
við þeysumst um á flottum silfur volvofáki,
erum ekki enn farin að kvarta undan veðri (en það mun gerast í vetur það er ljóst),
við erum samt búin að útvega okkur skauta og setja nagladekkin á...
erum bara einum tíma á undan Íslandi núna því núna er kominn vetrartími,
Dosti er búinn að fara á 3 tónleika,
höfum einu sinni fengið gesti frá Íslandi og tvær heimsóknir væntanlegar í desember,
einn/ein í fjölskyldunni er farinn/n að hlakka mikið til jólanna (hver ætli það sé?),
söknum vina og fjölskyldna...