30 september, 2006

AFMÆLI


dagur2
Originally uploaded by Anna Sóley.
Dagur okkar er 13 ára í dag 1.október!!!

Þetta er í fyrsta sinn sem ekki er afmælisveisla heldur ætlum við að eiga góðan fjölskyldudag. Á hans óskalista er súkkulaðibaka a la mamma, billiard, bíó og góður matur :) Það verður gaman.


dagur1
Originally uploaded by Anna Sóley.


arksafn
Originally uploaded by Anna Sóley.
Þetta er úr arkitektasafninu í Stokkhólmi.


kengokuma
Originally uploaded by Anna Sóley.
Mér til MIKILLAR skemmtunar hefur verið japanskt þema undanfarna mánuði. Japanskir arkitektar halda fyrirlestur og eru með sýningu. Fyrst kom Sejima, svo Shigaru Ban og nú Kengo Kuma. Þessi mynd er af þeirri sýningu.


jana
Originally uploaded by Anna Sóley.
hún bræðir mig alltaf :)

27 september, 2006

Uppskera


dagurgolf
Originally uploaded by Anna Sóley.
Þarna er Dagur (standandi til vinstri við hliðina á einhverjum í bleikum bol) með öllum krökkunum af golfnámskeiðinu á síðasta deginum. Það voru keppnir og lenti hann í 3.sæti og 6.sæti, frábær árangur. En stóru fréttirnar komu í gær...

Þessi golfklúbbur er með keppnishópa fyrir krakka og unglinga sem er erfitt að komast inn í. Strákarnir þar eru með mun lægri forgjöf en Dagur og orðnir virkilega góðir. En þeir sem stýra þessari starfsemi kynntust Degi og sáu hvað hann er búinn að leggja ótrúlega hart að sér í sumar og sýna góðar framfarir. Dag er búið að dreyma um lengi að geta verið með í þessu en við vorum alltaf að segja að það væri afar ólíklegt og þá alls ekki strax. En í gær fengum við þær fréttir að honum er boðið pláss þarna því þeim finnst hann hafa hæfileika og metnaðinn sem þarf. Við ætluðum að bíða með að segja honum það þangað til á afmælisdaginn en ...við gátum ekki beðið:) Það má alveg segja að þetta sé hans draumur að rætast því það sem gerist er að þeir æfa á veturna með fyrsta flokks kennurum og aðstöðu, bæði golf og þrek. Svo verða mót og ferðalög auðvitað, en kannski það besta er að komast í félagsskap með jafnöldrum sem hafa nákvæmlega sama áhugamál. Það eru ekki margir sem fá pláss , innan við 10, en Dagur þekkir allavega 2 og segir að þeir séu mjög skemmtilegir.

Þannig að eftir ótrúlegan dugnað undanfarið þar sem hann fór eldsnemma á morgnana út á völl, einn, og var fram á kvöld, alltaf og alla helgardaga, og eftir að hafa upp á sitt einsdæmi byrjað að vakna nokkrum sinnum í viku kl 6 til að hlaupa og lyfta lóðum, einn, þá er hann aldeilis að uppskera núna:) Við erum ótrúlega stolt og hann er búinn að fá bestu afmælisgjöfina.


409845A
Originally uploaded by Anna Sóley.
Þetta er auðvitað hundgömul frétt en fyrir þá sem hafa verið neðanjarðar undanfarið af einhverjum ástæðum, þá má tilkynna það að hér voru kosningar. Þetta var æsispennandi, en þó ekki meira en svo að við nenntum ekki að kjósa, hvað þá að horfa á kosningavökuna. En ástæðan fyrir skrópinu var nú reyndar sú að mér fannst ég ekki vera búin að kynna mér málin nógu vel til að kjósa. En semsagt, ég rakst á þessa fréttamynd og var pínu hissa að hún er tekin við kosningar í Svíþjóð árið 2006!

22 september, 2006

-

Hæ,

allt gott að frétta, nóg að gera.

Minn skóli byrjar reyndar ekki með eins miklum látum eins og Dosta. Ég er byrjuð á lokaverkefninu en er enn að vinna án leiðbeinanda, ætla senda einhverjum skammarbréf varðandi það í dag...

Ég ætla að gera heilsumiðstöð /spa á ákveðinni lóð á Stykkishólmi. Gaman að gera verkefni í svona fallegum bæ með frábæru útsýni og umhverfi, ætla mér að nýta það. Lóðin er á hæð sem er bakvið hótelið og stendur hærra en það, milli golfvallarins og íþróttavallarins. Ég hugsa þetta sem miðstöð þar sem bæði er hægt að hafa fræðslu, hvíld, endurhæfingu og gistingu. Svo sendið endilega línu ef þið hafið skoðanir á þessu eða viljið benda á eitthvað svipað hvort sem það er vel heppnað eða ekki.

Veðrið er frábært ennþá, sól og hitinn um 20 gráður, virðist ætla verða jafn gott haust og í fyrra.

Á morgun er mikið um að vera hjá okkur. Dagur fer eldsnemma út á golfvöll, það er síðasta skiptið á því námskeiði og það verður keppni. Dosti fer í sitt fyrsta próf og beint eftir það förum við á norrænu skrifstofuna niðrí bæ þar sem Sigrún Eldjárn ætlar að lesa úr barnabókum og þar fáum við líka nokkur kíló af íslenskum þorski!!!

Heyrumst, AS

18 september, 2006

Vasaloppet og Vätternrundan 2007

Ég var að skrá mig í Vasagönguna (Vasaloppet), að vísu bara hálfvasaloppet (45 km). Þori ekki meiru í bili þar sem ég kann ekki á gönguskíði. En keppnin verður 27 febrúar svo ég hef 5 mánuði til að læra. Trúlega tókst mér að gabba Berg með mér. Það kemur í ljós! OG ÞAÐ ER ORÐIÐ OPINBERT, VIÐ FÖRUM SAMAN HÖND Í HÖND!!!

Svo opnar fyrir skráningu í Vätternrundan 22 september svo ef einhver vill koma með mér 300 km á hjóli 15 júní þá er ég í stuði! Markmiðið er að hjóla undir 11 klst.

Skólinn

Jæja, einhverjir hafa verið að biðja um fréttir úr skólanum. Ef ég ætti að summera hann upp þá gæti hann trúlega ekki verið betri. Aðstaðan, námsefnið, kennararnir, allt fyrsta flokks.

Skólinn heitir DSV og er í eigu KTH sem er tækniháskólinn og Stokkhólmsháskóla sem er með félagsvísindin. Þannig höfum við aðgang að kennurum úr báðum áttum. Tölvuöryggi hefur mikið með félagsvísindi að gera sbr lögfræði, sálfræði og félagsfræði.

Nú! ég er í bekk með kannski 40 öðrum en hvítir eru þar í algjörum minnihluta. Lang flestir örugglega 25 eru frá Kína og nágrenni eða Indlandi og nágrenni. Síðan eru 3-4 Svíar, og svo einn og einn frá öðrum löndum. Þetta lofar því góðu og ég býst við að bæta mig í framandi eldamennsku á næstu mánuðum og býð svo öllum vinunum í súpu frá Pakistan, aðalrétt frá Hong Kong og eftirrétt frá Marokkó. Bíðið bara :)

Annað skemmtilegt er að skólinn er við Isafjarðagötu, Borgarfjarðagötu og Gullfossgötu. Álma í skólanum heitir einmitt Borgarfjörður.

11 september, 2006

NEW YORK


IMG_0391
Originally uploaded by Anna Sóley.
Þvílík ferð!!!

Við gerðum svoooo mikið...


IMG_0419
Originally uploaded by Anna Sóley.
Klukkutími í brottför og þá kom rigning eftir annars stanslausa sól og mikinn hita allan tímann.

Fróðlegt að spjalla við leigubílstjórana sem ýmist komu frá Asíu, Afríku eða S-Ameríku. Höfðu það sameiginlegt að vera tímabundið í USA í námi. Þeir virtust líka bitrir yfir þeirri staðreynd að þeim fannst þeim sýnd lítilsvirðing í USA og hlökkuðu til að fara til heimalanda sinna af þeirri ástæðu. Jábs það eru ekki öll dýrin í skóginum vinir, ekki einu sinni í fjölmenningarpottinum NY.

-


IMG_0412
Originally uploaded by Anna Sóley.
-


IMG_0403
Originally uploaded by Anna Sóley.
Þetta hús var með svipaðan effekt og ég reyndi við í lokaverkefninu mínu í vor, en með öðrum efnum.

-


IMG_0393
Originally uploaded by Anna Sóley.
-


IMG_0395
Originally uploaded by Anna Sóley.
Þetta var gaman, við fórum á "gamla rólóinn" hans Dags frá því við vorum hjá Þórdísi og Orra í East village. Ég held að við Þórdís höfum verið þarna daglega meðan ég var hjá þeim. Allt var eins og ég mundi:) minningar...


IMG_0382
Originally uploaded by Anna Sóley.
Fórum á innflytjendasafnið á Ellis Island, mjög fróðlegt. Sérstaklega gaman að sjá ljósmyndasýningu frá því að eyjan og byggingarnar höfðu verið myndaðar um 1980 eftir að hafa verið í eyði í áratugi.


IMG_0368
Originally uploaded by Anna Sóley.
Dagur var alveg á rétta aldrinum til að fara í þessa bátsferð :)


IMG_0336
Originally uploaded by Anna Sóley.
Grand Central Terminal


IMG_0330
Originally uploaded by Anna Sóley.


IMG_0343
Originally uploaded by Anna Sóley.
Loftið var flott...en allsstaðar þarf fáninn að vera!!!


IMG_0326
Originally uploaded by Anna Sóley.
Inngangurinn í Chrysler bygginguna.

Central Park


IMG_0292
Originally uploaded by Anna Sóley.
Þarna situr Dosti með kort af garðinum og það sem kom honum mest á óvart í allri ferðinni var hvað Central Park er ótrúlega stór garður...


IMG_0287
Originally uploaded by Anna Sóley.

-


IMG_0285
Originally uploaded by Anna Sóley.
-


IMG_0297
Originally uploaded by Anna Sóley.
American Museum of Natural History


IMG_0298
Originally uploaded by Anna Sóley.
Flottir básar þar.


IMG_0301
Originally uploaded by Anna Sóley.
Stjörnusafn og bíó!


IMG_0302
Originally uploaded by Anna Sóley.
Horft út um gluggann á safninu.


IMG_0307
Originally uploaded by Anna Sóley.
Stjörnuskoðunarsafnið í bakgrunni. Í garðinum var fólk með skjaldbökur, 2 sjást á þessari mynd.

-


IMG_0309
Originally uploaded by Anna Sóley.
-


IMG_0310
Originally uploaded by Anna Sóley.
Seagram byggingin eftir Mies van der Rohe.


IMG_0312
Originally uploaded by Anna Sóley.
Krakkarnir fengu RISA ís í Rockefeller center!

-


IMG_0316
Originally uploaded by Anna Sóley.
-

08 september, 2006


IMG_0259
Originally uploaded by Anna Sóley.
Guggeinheim safnið! Frank L. Wright hannaði það um nírætt og dó þegar það var tilbúið. Þetta er uppáhaldsbygging Dosta og hann grét úr sorg þegar við sáum að húsið var þakið stillönsum og tjöldum...þvílík óheppni.

-


IMG_0269
Originally uploaded by Anna Sóley.
-

-


IMG_0272
Originally uploaded by Anna Sóley.
-

-


IMG_0273
Originally uploaded by Anna Sóley.
-

-


IMG_0261
Originally uploaded by Anna Sóley.
-

-


IMG_0266
Originally uploaded by Anna Sóley.
Takið eftir, Zaha Hadid sýning...(fyrir antiarkifólk:hún, ásamt kannski Sejima, er frægasti núlifandi kvenarkitektinn).

-


IMG_0265
Originally uploaded by Anna Sóley.
-


IMG_0243
Originally uploaded by Anna Sóley.
merrí kristmassss


IMG_0248
Originally uploaded by Anna Sóley.
Þetta er á Filippeyska veitingastaðnum, þar var snilldarmatur. Það sem var frekar óvenjulegt var meðlætið sem var ekkert í líkingu við hrísgrjón, eða kartöflur eða neitt svoleiðis. Rétturinn stóð einhvernveginn fyrir sínu og engin auka óþarfi.


IMG_0241
Originally uploaded by Anna Sóley.
falleg ljósakróna


IMG_0232
Originally uploaded by Anna Sóley.
Þessi uppákoma var algjör brandari. Þetta er töframaður/með stand-up ívafi og við lentum óvart á hans frábæru "sýningu" í einhverjum garði. Í seinni hlutanum kallaði hann upp nokkra krakka og Dagur var einn þeirra. Dagur kynnti sig sem "Joe" til að létta honum lífið :)

Kallinn komst fljótt að því að hann var frá Íslandi! Eftir það var ekki aftur snúið, hinir krakkarnir fengu að setjast niður með blöðrurnar sínar en "Joe" var orðinn aðstoðarmaður!!! Kallinn gerði mikið úr því að "Joe" væri frá Íslandi og hefði hugsanlega aldrei séð svertingja áður, og því þyrfti hann að vanda sig sérstaklega mikið svo svertingjar fengju góða umsögn alla leið til Íslands. Þetta var allt saman hrikalega fyndið. Og í þokkabót var hann endalaust að kalla á hann...."JOE"!

-


IMG_0236
Originally uploaded by Anna Sóley.
-


IMG_0238
Originally uploaded by Anna Sóley.
Töframaðurinn leysti Dag út með helling af blöðruskúlptúrum!


IMG_0240
Originally uploaded by Anna Sóley.
Það besta var að allt kvöldið var fólk að kasta kveðju á "Joe" sem var auðvitað mjög auðþekkjanlegur...mjög vinalegt :) og sumir stöldruðu við og vildu fræðast um Ísland!


IMG_0224
Originally uploaded by Anna Sóley.
Í NY eru rólóar út um allt, og við prófuðum sko ALLA!


IMG_0168
Originally uploaded by Anna Sóley.
Skoðuðum Ground Zero svæðið, Dagur varð mjög sjokkeraður yfir því að koma þangað og mér sýndist þetta hafa mikil áhrif á hann.

_


IMG_0154
Originally uploaded by Anna Sóley.
Nýbygging hafin á staðnum.


IMG_0143
Originally uploaded by Anna Sóley.
Kirkjan sem stendur við Ground Zero varð að allsherjar áfallamiðstöð og staður þar sem sjálfboðaliðarnir gátu borðað, sofið og fengið nudd. Nú er þetta eins og safn.

_


IMG_0142
Originally uploaded by Anna Sóley.
Þetta var til sýnis í kirkjunni, sending frá íbúum Hiroshima. Kirkjan var auðvitað full af kveðjum frá öllum heimsins hornum, en þetta var sérstaklega fallegt.