AFMÆLI
Dagur okkar er 13 ára í dag 1.október!!!
Þetta er í fyrsta sinn sem ekki er afmælisveisla heldur ætlum við að eiga góðan fjölskyldudag. Á hans óskalista er súkkulaðibaka a la mamma, billiard, bíó og góður matur :) Það verður gaman.
Anna Sóley, Dosti, Dagur og Jana flytja til Stokkhólms!
Dagur okkar er 13 ára í dag 1.október!!!
Mér til MIKILLAR skemmtunar hefur verið japanskt þema undanfarna mánuði. Japanskir arkitektar halda fyrirlestur og eru með sýningu. Fyrst kom Sejima, svo Shigaru Ban og nú Kengo Kuma. Þessi mynd er af þeirri sýningu.
Þarna er Dagur (standandi til vinstri við hliðina á einhverjum í bleikum bol) með öllum krökkunum af golfnámskeiðinu á síðasta deginum. Það voru keppnir og lenti hann í 3.sæti og 6.sæti, frábær árangur. En stóru fréttirnar komu í gær...
Þetta er auðvitað hundgömul frétt en fyrir þá sem hafa verið neðanjarðar undanfarið af einhverjum ástæðum, þá má tilkynna það að hér voru kosningar. Þetta var æsispennandi, en þó ekki meira en svo að við nenntum ekki að kjósa, hvað þá að horfa á kosningavökuna. En ástæðan fyrir skrópinu var nú reyndar sú að mér fannst ég ekki vera búin að kynna mér málin nógu vel til að kjósa. En semsagt, ég rakst á þessa fréttamynd og var pínu hissa að hún er tekin við kosningar í Svíþjóð árið 2006!
Hæ,
Ég var að skrá mig í Vasagönguna (Vasaloppet), að vísu bara hálfvasaloppet (45 km). Þori ekki meiru í bili þar sem ég kann ekki á gönguskíði. En keppnin verður 27 febrúar svo ég hef 5 mánuði til að læra. Trúlega tókst mér að gabba Berg með mér. Það kemur í ljós! OG ÞAÐ ER ORÐIÐ OPINBERT, VIÐ FÖRUM SAMAN HÖND Í HÖND!!!
Jæja, einhverjir hafa verið að biðja um fréttir úr skólanum. Ef ég ætti að summera hann upp þá gæti hann trúlega ekki verið betri. Aðstaðan, námsefnið, kennararnir, allt fyrsta flokks.
Klukkutími í brottför og þá kom rigning eftir annars stanslausa sól og mikinn hita allan tímann.
Þetta var gaman, við fórum á "gamla rólóinn" hans Dags frá því við vorum hjá Þórdísi og Orra í East village. Ég held að við Þórdís höfum verið þarna daglega meðan ég var hjá þeim. Allt var eins og ég mundi:) minningar...
Fórum á innflytjendasafnið á Ellis Island, mjög fróðlegt. Sérstaklega gaman að sjá ljósmyndasýningu frá því að eyjan og byggingarnar höfðu verið myndaðar um 1980 eftir að hafa verið í eyði í áratugi.
Þarna situr Dosti með kort af garðinum og það sem kom honum mest á óvart í allri ferðinni var hvað Central Park er ótrúlega stór garður...
Guggeinheim safnið! Frank L. Wright hannaði það um nírætt og dó þegar það var tilbúið. Þetta er uppáhaldsbygging Dosta og hann grét úr sorg þegar við sáum að húsið var þakið stillönsum og tjöldum...þvílík óheppni.
Takið eftir, Zaha Hadid sýning...(fyrir antiarkifólk:hún, ásamt kannski Sejima, er frægasti núlifandi kvenarkitektinn).
Þetta er á Filippeyska veitingastaðnum, þar var snilldarmatur. Það sem var frekar óvenjulegt var meðlætið sem var ekkert í líkingu við hrísgrjón, eða kartöflur eða neitt svoleiðis. Rétturinn stóð einhvernveginn fyrir sínu og engin auka óþarfi.
Þessi uppákoma var algjör brandari. Þetta er töframaður/með stand-up ívafi og við lentum óvart á hans frábæru "sýningu" í einhverjum garði. Í seinni hlutanum kallaði hann upp nokkra krakka og Dagur var einn þeirra. Dagur kynnti sig sem "Joe" til að létta honum lífið :)
Það besta var að allt kvöldið var fólk að kasta kveðju á "Joe" sem var auðvitað mjög auðþekkjanlegur...mjög vinalegt :) og sumir stöldruðu við og vildu fræðast um Ísland!
Skoðuðum Ground Zero svæðið, Dagur varð mjög sjokkeraður yfir því að koma þangað og mér sýndist þetta hafa mikil áhrif á hann.
Kirkjan sem stendur við Ground Zero varð að allsherjar áfallamiðstöð og staður þar sem sjálfboðaliðarnir gátu borðað, sofið og fengið nudd. Nú er þetta eins og safn.