27 janúar, 2007

Indversk vetrarhelgi

halló,

skýringin á titlinum er sú að síðustu helgi kom veturinn af öllu afli til Stokkhólms og við fengum mikið af gómsætum indverskum mat. Frostið er allsráðandi og snjór yfir öllu núna, allir krakkar himinlifandi. Hittum Berg og Rúnu Lóu á föstudagskvöldinu. Ætluðum á einhvern kínverskan stað sem var búið að mæla með, en það var auðvitað fullt út úr dyrum. Við stukkum bara á staðinn beint á móti sem reyndist vera indverskur og það var nú síður sen svo verri kostur. Namm namm. Næsta kvöld fórum við í matarboð til Binna og Stínu, strákanna þeirra tveggja og einnig var bróðir Stínu í heimsókn. Þau voru búin að vera sveitt í eldhúsinu af frásögn þeirra að dæma:) og afraksturinn var stórkostlegur. Meira indverskt, meira namm namm.
Annars sóttum við sleða út í skúr, mokuðum tröppur og svol snjóverkefni.
Núna áðan setti ég inn þessar jólamyndir.

heyrumst síðar, AS


4
Originally uploaded by Anna Sóley.
jól 2006


5
Originally uploaded by Anna Sóley.


2
Originally uploaded by Anna Sóley.
"hvenær megum við byrja að oooopna???"


3
Originally uploaded by Anna Sóley.
Carl og Dosti spjalla um alvarleg málefni!


7
Originally uploaded by Anna Sóley.
Dagur að gera teikningar með hringpenna sem spólar í hringi.


1
Originally uploaded by Anna Sóley.
desertinn, hesturinn með auðvitað:)


6
Originally uploaded by Anna Sóley.
Jana og Carl

21 janúar, 2007

Snjór

Snjórinn kom í dag, prófaði gönguskíði og það var verra en ég óttaðist:(
Hef samband hér aftur eftir rúman mánuð...

19 janúar, 2007

Einkalíf Dosta

Ég hét því einhverntíman að þetta blogg yrði bara ferðablogg okkar fjölskyldunnar og ekkert annað. Engin pólitík hér! En þar sem ég vil stundum þrasa um tölvuöryggismál og næði einkalífsins hef ég stofnað útibú, langt, langt í burtu. Alveg í hinum enda internetsins. Þar mun ég rífast og skammast í sandkassanum mínum svona vikulega og safna saman upplýsingum um skaðann sem við erum að veita okkur sjálf. Er ég hátíðlegur? Bíðiði bara! Útibúið er hér dosti.blog.is

17 janúar, 2007


5
Originally uploaded by Anna Sóley.
Hér koma loks afmælismyndirnar frá 23.des.


4
Originally uploaded by Anna Sóley.


3
Originally uploaded by Anna Sóley.
Bestu vinir Jönu af leikskólanum, Noel og Alice. (Noel lítur mjög mikið upp til Dags og fær stundum lánaða peysu af honum frá því hann var lítill, sjá t.d. hér...)

-


1
Originally uploaded by Anna Sóley.
galdrakallinn kom...


6
Originally uploaded by Anna Sóley.
Jana og Rúna Lóa kveðjast.


8
Originally uploaded by Anna Sóley.
Jana dregur Alice á hestinum.


9
Originally uploaded by Anna Sóley.
Jana og Noel spjalla saman.


7
Originally uploaded by Anna Sóley.
börnin í ólátagarði...

16 janúar, 2007

Hjólaviðhald

Samband mitt við hjólið komst á nýtt stig í dag. Ég fór með því í sturtu. Ekkert video var tekið.

15 janúar, 2007


spa3
Originally uploaded by Anna Sóley.
Yasuragi, spa-ið sem við eyddum desemberdegi á.


spa1
Originally uploaded by Anna Sóley.
við Ragga á sloppunum fínu


spa2
Originally uploaded by Anna Sóley.
Inní spa-inu

desember...

ég er á lífi!!!

hæ hó, ætla rifja upp það áhugaverðasta í síðastliðnum mánuði...

Ef við byrjum á félagslífinu þá fórum við t.d. í matarboð aftur til Manosar, (grikkjans), hittingur með Binna og Stínu, og í jólahlaðborð í Sigtuna, jólaboð hjá Röggu og co, og...æ hvað meira...ég er með gullfiskaminni. Höfðum það að öðru leyti alveg ofsalega gott, ljúft og rólegt eins og jólafrí á að vera. Carl "kóngur" var hjá okkur á aðfangadag og við borðuðum dýrindis hreindýr og toblerone ís. Ragga og fjölsk ætluðu að vera hjá okkur á gamlárskvöld en því miður fékk Rúna Lóa litla hlaupabólu daginn áður svo við enduðum bara fjögur hér. Við vorum með kalkún með fyllingu og súkkulaðiköku, algjört sælgæti. Við vorum í dúndurteknóstuði eins og sást á videóinu þótt við höfum verið að reyna að vera kyrr þá. Dagur er akkúrat á sprengjuæðisaldrinum og var í skýjunum allt kvöldið. Fyrir utan hjá okkur safnast allir saman í nærliggjandi húsum og sprengja saman. Elsta dóttirinn í höllinni var með áramótaboð svo það var óvenju margt um manninn. Ann mamma hennar var auðvitað búin að undirbúa ofsalega flottan matarsnittuvagn fyrir alla Runsabúa og kampavín með...þvílíkt flott.

Veðrið heldur annars áfram að vera skrítið, undanfarnar 6 vikur hefur verið mjög hlýtt miðað við árstíma, margir dagar með 7-9 stiga hita, og öll óveðrin sem maður heyrir um í Svíþjóð sveigja fram hjá Stokkhólmi. Enginn snjór auðvitað. Ég er hæstánægð með þetta:)

Ef ykkur vantar skemmtiefni mæli ég með 2 videóum sem Árni Björn er með (sjá link), íslenskur Borat...og dollars and cents (frá desember).

Það sem Dosti gleymdi að nefna í sænska poppinu um daginn var diskópoppdívan Robyn, rólegheitagæinn Loney dear, og Jens Lekman.

Eitt skemmtilegt, það er til vinsæll vefur fyrir arkitektanema www.archinect.com og fyrir nokkrum dögum var okkar verkefni frá því í fyrra tekið fyrir, sjá hér:
http://archinect.com/features/article.php?id=47037_0_23_0_M

Þar er m.a. viðtal við kennarann minn og útskýring á verkefninu og fyrirbærinu Second Life. "But there is some hope. Last year, 4th year students of architecture at Royal Institute of Technology, Stockholm created LOL Architects, the world's largest virtual architecture office. With the aid of the 3D modeling tools bundled into the software of Second Life, the class set out to formulate the limitations and potentials for the production of architecture in a world where the boundaries between representation and reality are blurred....". Gaman að þessu.

Að lokum þetta. Einn af hápunktunum í desember var þegar Ragga bauð mér í japanskt spa!!! Það var jafn ótrúlegt og það hljómar:)
Þetta spa er rétt fyrir utan borgina og þegar maður liggur í útipottunum horfir maður á trjátoppana og sjóinn, dásamlegt. Við vorum formlega séð í prógrammi sem var hannað fyrir leiðtoga í viðskiptalífinu, og við lékum okkar hlutverk með sóma. Ég reyndar var ekkert að fela það að ég væri að hanna spa, en fór ekkert í smáatriði...
Við áttum að mæta eldsnemma og drukkum te meðan fólkið tíndist inn. Svo fengu allir japanska sloppa og sundföt (sem við máttum eiga) og síðan fengum við dýrindis morgunverðarhlaðborð. Eftir átið fórum við í japanskt bað sem var mjög skemmtileg upplifun, svo eimbað, mismunandi pottar og sauna. Svo út í laug og synt hressilega, ahh hvað það var gott. Síðan í útipottana að letast í heita vatninu. Þegar þarna var komið sögu hittumst við "leiðtogarnir" hehe, og upphófst smá spjallprógramm sem var af ýmsum ástæðum mjög eftirminnilegt en er efni í allt annað blogg kannski (ímyndið ykkur bara hóp af forstjóra/frama týpum sitjandi í hring í sloppum á inniskóm...frekar skondin uppákoma).
Í hádeginu var boðið upp á sushi og svo var allt baðferlið endurtekið. Þvílík unun var þetta, ógleymanlegt, TAKK RAGGA. Myndir af þessu á eftir.

ykkar AS

Sleppið takinu á furunni Svíar

Tré í Svíþjóð hafa nánast sama status og kýrnar á Indlandi. Svíar trúa nefnilega að furan muni koma sterkt inn aftur í húsgagnagerð, en mér finnst það svona álíka líklegt og að risa axlapúðar snúi aftur. Flest tré er heilög vegna aldurs. T.d. eru 20 tré í heimreiðinni okkar sem eru löngu dáin en þau eru svo gömul-dáin að þau eru friðuð. Í roki síðustu viku féll eitt þeirra í áttina frá veginum. Núna liggur það ofaná símalínu og er á góðri leið með að taka með sér alla símastaurana. En það má ekki hreyfa við því og nú er komin vika og enn er tréð friðað. Ég velti fyrir mér hvað hefði gerst ef tréð hefði fallið á veginn þar sem Þetta er eina leiðin að húsinu okkar. Maður þarf kannski að byrgja sig upp af dósamat ef ske kynni að friðað tré falli á veginn. Þá þarf trúlega að leggja hjáleið og það tekur örugglega viku. Og hvað gerir maður ef maður keyrir fram á tré á veginum? Hvað ætli maður þurfi að vita um tré til að greina í skyndingu hvort það sé hugsanlega friðað? Það er ekkert grín að messa við friðað tré skal ég segja ykkur, Þetta er næst-versta afbrot sem hægt er að fremja í Svíþjóð. Svaka sekt upp í fenglesi ef um ítrekað brot er að ræða.

Land sem er skógi vaxið er með töluverða hættu á að tré falli. Einfalt? flókið?
A.m.k. eru Svíar ekki búnir að finna tengslin þarna á milli. Þeir leggja síma- og rafmagnslínur í staurum umkringdum trjám og þegar hvessir verða þeir hlessa yfir að 50-200.000 heimili verða rafmagns- og símalaus. Í gær kom "vont" veður (svona ákveðin gola) og það varð rafmagnslaust hjá okkur. En það er ekki svona einfalt rafmagnsleysi eins og heima á Íslandi því það verður líka símalaust og heita- og kaldavatnslaust. Úr varð kósí kvöldstund undir teppum með lestri og spilum við kertaljós þangað til við vöknuðum um miðja nótt við að rafmagnið kom aftur og allt flóðlýstist, sjónvarpið fór í gang niðri, hljómflutningsgræjurnar, uppþvottavélin og ég veit ekki hvað og hvað. Það tók 10 mín að fá ró í húsið aftur. En þar komst líka upp um glæp! Einhver hefur verið að vinna um nóttina í Svíþjóð!!! Hróflun við friðuð tré var næst-versti glæpurinn en verst er brot á vinnulöggjöfinni...

13 janúar, 2007

Árshátíðin

OK, næsti heimsóknargluggi til okkar verður 10. febrúar þegar árshátíð Íslendinga verður í Stokkhólmi. Skari Skrípó verður veislustjóri og Páll Óskar sér um stanslaust stuð fram á nótt!!! Sjáumst þá!

Og Svo eru það Shakira og Arcade Fire í mars! megið koma líka þá...

10 janúar, 2007

Yes Komment

Ég var að skrifa grein sem ætluð er lögreglunni, borgaryfirvöldum og bæjaryfirvöldum á höfuðborgarsvæðinu varðandi áætlun þeirra um að fjölga löggæslumyndavélum. Ég væri þakklátur ef fólk gæti tekið tímann til þess að lesa hana yfir og gagnrýna áður en hún fer úr húsi.

þið getið sent mér e-mail eða bara commentað hér.

Takk.

Og P.S. Það spyr enginn hvað ég hef gert við Önnu Sóley? Hvenær bloggaði hún síðast eiginlega?

Will it blend?

Bendi fólki á tilraunir með blandara. Aldrei að vita nema það komi sér vel.

07 janúar, 2007

Skammdegisljós

Ég sagði að menn ættu ekki að halda að ég væri orðinn óstöðvandi í að setja heimamyndböndin á vefinn, ég var auðvitað að grínast hahaha. Nú! Fyrst maður er kominn upp á lagið með tæknina er ekkert sem fær mann stöðvað nema hugmyndaflugið. Ég gróf rykið af rúmlega ársgömlu myndbandi sem ég á í prívatsafninu mínu. Og það er saga að segja frá því...

Eftir að við fluttum hingað til Svíþjóðar samdi ég ljóð (hálfgerðar vinjettur) til vina minna í Point þar sem ég vann eitt sinn. Ég skrifaði um hvað á daga mína hafði drifið fyrsta mánuðinn í fjarlægð. Ég var t.d. bitinn af hundinum, eplatréð brotnaði í garðinum og fleira. En ekkert atriði hafði það mikil áhrif á hug minn að fókusinn breyttist, hann var allan tímann í Hæðarsmáranum, í síma 544 5060.

Síðan fékk ég í lið með mér Lars (von der) Ullsson lífskúnstner og hann samdi lag við ljóðið. Per Karlson lék svo á gítar, Karin Solström á hristu, Bosse Larsson Hárfagri á banjó og meistari Ulf "be King" Jespersen ljáði rödd sína.

Útkoman var þetta fallega en hressa lag. Enginn annar en dogma gúrúinn Sven Odenberger skaut myndbandið. Það var ekki að sökum að spyrja en þetta varð eitt vinsælasta lag síðasta árs og er á fjölda árslista í Svíþjóð.

Hér fáið þið, vinir, að njóta enda ekki margir sem heimsækja þennan auma vef :) Lars og Per tóku það loforð af mér að þetta læki ekki út á netið. En...hvar byrjar og hvar endar svosem netið?

Menn verða að hafa heyrnatól þegar þeir hlusta (ekki heyrnahlífar þótt það kunni að vera fyrstu viðbrögð ;)

Gjörið svo vel! Thinking 'bout you!

04 janúar, 2007

Skíðatölt og Erik "the Eel" Íslendinga

Ég fékk senda grein úr Morgunblaðinu um Þórodd nokkurn sem fór í Vasa skíðagönguna í fyrra en hætti eftir 45 km vegna lélegs ásigkomulags.

Hann er samt enginn nýgræðingur því hann hefur gengið á 62 tinda af 151 í bókinni Íslensk fjöll, gengið á skíðum yfir Vatnajökul, gengið út um allan heim m.a. 16 daga í Nepal. Hann gekk 865 km á fyrstu 10 mánuðum síðasta árs. Nú ætlar hann að mætabetur undirbúinn til leiks og hefur hjólað, skokkað og æft á hjólaskíðum. Hann var í 25 manna æfingabúðum í nóvember á Ísafirði.


Munið eftir bobsleðaliðinu frá Jamaika eða sundmanninum Eric "The Eel" frá Afríku sem hafði aldrei synt í sundlaug?

Nú ég er sumsé að fara í þessa keppni og hef lagt að baki c.a. 2 km á gönguskíðum (í Janúar í fyrra). Og ekki lítur út fyrir að það fari að snjóa á næstunni. Ég er farinn að vona að það fari bara ekkert að snjóa...Þannig get ég komist út úr þessum ógöngum með sæmd...En maður ætti kannski að fara að kaupa sér bókina Íslenskir tindar eða eitthvað...eða lesa um rennsliseiginleika mismunandi skíðaáburða. Safna skeggi fyrir nefrennslisgrýlukertin (svona finsihline foto moment).
þetta er annars held ég eina íþróttagreinin í heiminum þar sem erfiðara er að fara niður brekku en upp. Einu minningar mínar um rennsli niður brekku á gönguskíðum eru þar sem ég hef krossað skíðin og flogið fram fyrir mig en staðnæmst með skíðastafina boraða inn í miltað.

Kannski ætti maður að nota snjóleysið til að lesa sig til um hvað séu löglegar aðferðir við göngu, hef heyrt því fleygt að það megi ekki skauta á skíðunum sem er frábært því þá er einum minna að læra. Vonandi er bara einhver náttúrulegur hrynjandi sem maður dettur í eftir fyrsta korterið í spriklgöngu. Kannski er innbyggt í Íslendinga skíðatölt sem bara kemur þegar maður byrjar að brokka og fer aðeins hraðar? Ég þarf að kanna hvort það sé löglegt. Ein leiðin til að sleppa út úr þessu með sæmd er auðvitað að láta dæma sig úr leik fyrir ólöglega skíðaaðferð!

Ég er líka búinn að reyna að finna tölfræði um slysatíðni og svoleiðis til að reyna að fá einhverja átyllu til að hætta við en það er ekki mikið um alvarleg gönguskíðaslys...helst að menn flækist saman og þurfi að kalla til vana menn til að losa. Á maður t.d. að vera með hjálm? (maður vill ekki skandala sér og mæta með hjálm ef það er ekki í hefðinni!) Síðan er það spantexbúningurinn! Spurning um að hafa hann smurðan, til að kljúfa betur vindinn (ætli það sé löglegt? kannski brottrekstrarhæft?) Ég ætti samt frekar kannski að smyrja hann með einhverju sem hægir á mér niður brekkurnar. Hefur einhver reynslu af því? Hefur einhver reynslu af einhverju sem getur komið mér að góðum notum? Er einhver þarna úti???

03 janúar, 2007

Jana og Rúna Lóa

Það er ekki ætlunin að drekkja fólki í heimamyndböndum en margir vilja sjá hvað Jana hefur stækkað og hvernig hún talar sænsku. Hér er hún að syngja ásamt Rúnu Lóu krútti en við vorum í hangikjöti hjá henni á jóladag. Það er Ragga sem leiðir sönginn af sinni alkunnu snilld!