28 mars, 2007

ORIGAMI


8
Originally uploaded by Anna Sóley.
Mér finnst soldið gaman að pæla í persónuleika Dags því hann býr yfir miklum öfgum. Hann er mikill ærslabelgur, getur t.d. varla gengið, bara hlaupið, er ör í öllu fasi og það fer ekki framhjá neinum hvernig skapi hann er í (sem er oftast mjög gott). Hann er ófeiminn við fólk, lætur allt flakka og er mjög lifandi. Þessi kraftur er oftast jákvæður, en auðvitað stundum þreytandi. En svo verður hann eins og önnur manneskja þegar hann kemst í tæri við pappírsföndur eða golf...

Frá því hann var 8 ára hefur hann reglulega sökkt sér í origami. Hann á margar bækur um það og prentar út af netinu. Liggur yfir bókahillunum í japönskum búðum til að finna hentuga nýja origamibók. Svo er hann líka farinn að spinna upp úr sjálfum sér.

Vinir Dosta í skólanum hafa fengið ófáar origami sendingar frá honum og það vekur alltaf miklu lukku. Heimilið okkar er algjörlega að fyllast og farið er að hlaða föndrinu í geymslur.

Þvílík einbeiting og vandvirkni sem hellist yfir hann í þessu föndri, mér finnst þetta líka alveg ótrúlega fallegt hjá honum og er mjög stolt mamma :)

p.s. það eru fleiri myndir á myndasíðunni (klikka á eina mynd, finna þar "Anna Soley´s photostream"-klikka á það)


2
Originally uploaded by Anna Sóley.


15
Originally uploaded by Anna Sóley.
sjávardýr og geimför


9
Originally uploaded by Anna Sóley.
pappírsspuni


11
Originally uploaded by Anna Sóley.
Þennan óróa bjó hann til handa pabba sínum í afmælisgjöf.


13
Originally uploaded by Anna Sóley.
ég skil ekki hvernig hann fór að því að gera þennan!


12
Originally uploaded by Anna Sóley.
ugla, fugl, blóm og askja


5
Originally uploaded by Anna Sóley.
Glugginn yfirfullur

25 mars, 2007

Hryggur



Originally uploaded by Anna Sóley.
Við erum lengi búin að ætla elda íslenskt lamb fyrir útlensku vini okkar. Ella kom um daginn með 2 hryggi handa okkur og í gær var veislan. Maturinn heppnaðist ofsalega vel, bláberjasósa (sem er orðin mitt aðalsmerki), rósmarínkartöflur og ljúffengt lamb. Viðstaddir voru auk okkar, Sara, Manos og Rasma með fjölskyldu.

Þau komu öll með mismunandi páskagóðgæti handa krökkunum svo nú flæðir allt hér af páskakanínum og pappírseggjum af ýmsum stærðum. Það voru sólskinsbros sem mynduðust þá...

Grikkinn Manos sagði sögur af því hvernig þau borða lamb. Þá sankast ALLIR saman í fjölskyldunni úti, 4 lömb sett á 4 snúandi teina, allir spjalla og drekka meðan lömbin grillast. Íraninn sagði líka frá því hvernig lamb er matreitt þar, það er oftast soðið með grænmeti og kryddum. Hvorugir könnuðust við að ofnbaka það, en voru hæstánægðir að fá lamb yfir höfuð.

Frábært kvöld!



Originally uploaded by Anna Sóley.



Originally uploaded by Anna Sóley.
Manos fylgist með Jönu, hún tók algjöru ástfóstri við hann þetta kvöld.



Originally uploaded by Anna Sóley.

Íran



Originally uploaded by Anna Sóley.
Þetta er Rasma frá Litháen, hennar maður frá Íran og Elín litla. Elín er orðin vön litháísku, írönsku, sænsku og ensku, pínu flókið stundum!

Maðurinn hennar Rösmu sagði okkur ótrúlegar sögur frá Íran og ýmislegt um það hvað leiddi til þess að hann 26 ára ákvað að flýja Íran án vitundar fjölskyldu sinnar. Um daginn sáum við sænska mynd í bíó um flótta ungra bræðra frá Íran til Svíþjóðar. Það ferðalag var dramatískt og óhugnanlegt, og þessi frásögn hans líktist myndinni mikið. Hann hafði orðið fyrir ofsóknum og verið handtekinn á unga aldri og smám saman fékk hann nóg. Hann borgaði mörgum mismunandi aðilum fyrir hjálp á flóttanum, fór í gegnum Tyrkland og ætlaði sér að komast til Kanada. En hann var ekki með nógu mikinn pening til að komast þangað svo hann endaði í Stokkhólmi! Hann gat ekki látið fjölskyldu sína vita af sér í hálft ár.Honum var í þrígang synjað um dvalarleyfi, og var ekkert bjartsýnn. Síðan eftir 3 ára bið fékk hann leyfið og er hér enn.

Nú í sumar ætlar hann að fara með Rösmu og Elínu í fyrsta sinn til Írans til að hitta tengdafjölskylduna.

Magnað að heyra svona frásagnir frá fyrstu hendi.



Originally uploaded by Anna Sóley.

23 mars, 2007

Arcade Fire


Í kvöld

21 mars, 2007

sumarfrí!!!



Originally uploaded by Anna Sóley.
Við erum búin að bóka báðar ferðirnar.

7.júlí - 18.júlí verðum við hjá Manosi á eyjunni sem hann býr á Serifos (sjá mynd). Fljúgum til Aþenu, tökum bát út í eyju og verðum þar í viku. Svo verðum við nokkra daga í Aþenu í bakaleiðinni og gistum þá hjá foreldrum Manosar. Aldeilis gestrisið fólk:)

Komum til Íslands 20.júlí. Strákarnir fara til Stokkhólms 31.júlí en við Jana förum 13.ágúst.

Erum að springa af tilhlökkun yfir báðum ferðunum!

19 mars, 2007

Spa verkefnið


vatn
Originally uploaded by Anna Sóley.
Jæja kominn tími á eitthvað um blessaða lokaverkefnið...

Mér finnst allt í lagi að orða þetta þannig að mér finnist þetta vera erfið meðganga, og ferlið gengur upp og niður og miklu hægar en ég vil.
En ég læri auðvitað af öllu saman.

Í síðustu viku var stór krítik, svo hitti ég aftur kennarann minn í dag og alltaf finnst mér ég vera gera stórar breytingar.
Ég veit hverju ég vil ná og ég sé það fyrir mér að nokkru leyti, en það er mjög erfitt að ná því virkilega fram þannig að byggingin virki.
Svo eru alltaf vandamál að flækjast fyrir manni, inngangar, rampar, birta, flæði, stærð... þannig að maður er endalaust að breyta.

Ég hef þrisvar "lokið við" húsið, en er að fara breyta miklu aftur fyrir næsta viðtal sem verður 10.apríl. Einfalda, sveigja fókusinum yfir á vatnið, sleppa leikfimi og bókasafnssvæðinu.

Ef það endar þannig að byggingin er einföld og skýr, svo einföld að hún lítur út fyrir að hafa verið teiknuð á korteri, þá er ég á réttu róli.

Í gærkvöldi sankaði ég saman fjölskyldunni inn á bað. Lét Dosta halda á glerplötu og ljóskastara, lét Dag halda á vatnssprautu og bláum bala. Sjálf var ég einhvernvegin hálf undir öllu saman með myndavélina. Mig vantaði nefnilega sérstakar vatnsrennslimyndir fyrir verkefnið mitt:)
Þessi mynd er ein af þeim sem varð til.


skrifbord
Originally uploaded by Anna Sóley.
Þetta er mjög óvenjuleg mynd af vinnustöðinni minni, yfirleitt er pappi og drasl gjörsamlega út um allt þannig að enginn getur borðað við eldhúsborðið.


gifsmodel
Originally uploaded by Anna Sóley.
Gifsmódel af hólnum, 1:200, sést í 2 nærliggjandi byggingar, hótelið og skólann. Módelið er svo stórt að ég gerði það í rúminu hans Dags fyrir nokkrum mánuðum, hann er nýbúinn að endurheimta rúmið:)
Það versta er eiginlega að þar sem ég er búin að færa mig það mikið á lóðinni er byggingarstaðurinn eiginlega á mörkum þess núna. Þarf því að bæta við það og þá mun rísa upp spurningin hvernig eigi að flytja það úr húsi og í hvaða bíl kemst það???


pappamodel
Originally uploaded by Anna Sóley.
endalaust að skera og líma pappa, og máta og færa...


stykkisholmur
Originally uploaded by Anna Sóley.
módel af Stykkishólmi og sjó, karton og plexigler


kaplamodel
Originally uploaded by Anna Sóley.
kaplakubbar á stofugólfi

14 mars, 2007


19
Originally uploaded by Anna Sóley.
Myndir frá Falun skíðaferðinni.

Mjög skemmtileg fjölskylduferð og meiriháttar skíðasvæði.

(hvar lenti boltinn sem Dagur heldur á?)


17
Originally uploaded by Anna Sóley.
Það er ekki hægt að segja að það sé mikið STUÐ í Falun. Við komum á sunnudegi og eyddum þeim eftirmiðdegi í að leita að kaffihúsi. Það sem blasti við var tóóómur bær og allt lokað. Við bölvuðum bænum í sand og ösku og hneyksluðumst á þessari sveitamennsku.
En, það er ein geymd perla í Falun og við römbuðum á hana eftir langa mæðu. Lítið bíókaffihús sem ameríkani rekur, með góðum mat og þöglu myndunum á veggnum, alveg frábær staður.
p.s. Falun er kannski fínn að sumri til:)


18
Originally uploaded by Anna Sóley.


1
Originally uploaded by Anna Sóley.
Fengum leikfimissal til afnota, gerðum fjölskyldumót í borðtennis (þar sem Dagur brilleraði), körfubolta (þar sem ég brilleraði en Dosti segir að hann muni það öðruvísi), og keilu- já það var keiluhöll á hótelinu:)


2
Originally uploaded by Anna Sóley.
ping-pong-Dagur


10
Originally uploaded by Anna Sóley.


12
Originally uploaded by Anna Sóley.
Við þrjú leigðum okkur skíði einn dag meðan vasasjúklingurinn svaf úr sér veikindin. GAMAN!


13
Originally uploaded by Anna Sóley.
Mjög stolt stelpa komin á skíðin, en vissi ekki alveg hvað ætti að gera svo...


14
Originally uploaded by Anna Sóley.
trúlega 20 ár síðan ég stóð síðast á skíðum í Bláfjöllum!!!


9
Originally uploaded by Anna Sóley.
Jana var í smá erfiðleikum með að halda skíðunum beinum, þau vildu renna í kross.


8
Originally uploaded by Anna Sóley.
Dagur var rosalega duglegur að kenna Jönu á skíði, hafði hana framan á sér í lyftunni og niður brekkuna.


15
Originally uploaded by Anna Sóley.
Eitt sem er skemmtilegt við Falun er þessi stærðarinna skíðastökkpallur. Hann gnæfir yfir allt og sést alls staðar. Ekki síðri á kvöldin þegar hann er upplýstur. Erfitt að ná góðri mynd af þessu.


11
Originally uploaded by Anna Sóley.
skemmtum okkur við að skoða þetta plakat í hótellyftunni, held að myndin tali sínu máli...


7
Originally uploaded by Anna Sóley.
við


4
Originally uploaded by Anna Sóley.
fíflagangur á kínverskum veitingastað í Falun


6
Originally uploaded by Anna Sóley.
meiri fíflagangur


5
Originally uploaded by Anna Sóley.
Jana komst að því að úlpa á hvolfi gerir flottan kraga.

3


3
Originally uploaded by Anna Sóley.
Jana mús með mús á bakinu

12 mars, 2007

My hips don't lie - I'm on tonight!


And I’m on tonight
You know my hips don’t lie
And I’m starting to feel it’s right
All the attraction, the tension
Don’t you see baby, this is perfection

Tónleikar í kvöld!

11 mars, 2007

Vorið er komið

Eins og í mars í fyrra, þá höfum við undanfarið gert vortilraunir af og til. Það fer þannig fram að maður fer út um útidyrahurðina á sokkunum og á peysunni og stendur á tröppunum og gáir hvað gerist. Yfirleitt hröklast maður inn á nóinu, og hugsar "já þetta er gluggaveður". En í dag gerðist það, við stóðum úti á tröppunum og lokuðum augunum, sólin skein, og biðum....það var HLÝTT:)

Ég stökk inn í smástund og kíkti á mælinn bara til að vera viss, já það voru 9 stig. Jana fann fyrsta blómið í blómabeðinu og við tímdum ekki að fara inn.

Mmmm hvað er alltaf gaman þegar vorið kemur eftir langa bið.

Ragga, Bergur og Rúna Lóa komu síðan og tóku Jönu með í skemmtidag, (Dagur var hjá þeim með Hlyni, hafði sofið þar um nóttina). Við skötuhjúin ætluðum nefnilega að læra, sem við gerðum.

Allt gengur sinn vanagang, ég er búin að vera bara ansi dugleg í verkefninu, enda vil ég vera komin sem lengst fyrir þriðjudaginn en þá er stór yfirferð með 3 kennurum.
Ég skipti um stað á lóðinni síðan í des. og er komin með allt aðra byggingu/skipulag en þá, mér líst bara vel á þetta núna. Það verður spennandi að heyra viðbrögð á þriðjudaginn eftir þessa einangrun.

Af gestamálum er það að frétta að Jónína og Böðvar koma um páskana, og Halla með fjölskyldu helgina þar á eftir, jibbíjeiiii!

Af ferðamálum er það að frétta að við erum að skipuleggja 10-12 daga Grikklandsferð með Manosi í byrjun júlí. Hann er með allskonar siglingahugmyndir og einnig ætlum við að hanga svolítið í fjallakaffihúsinu í þorpinu hans, Serifos :)

Síðan stefnum við á að koma "heim" um 20. júlí. Strákarnir verða til mánaðarmóta en Jana og ég í 3-4 vikur. Dosti verður að koma til baka út af lokaverkefninu og Dagur út af golfinu. Við stelpurnar erum hinsvegar lausar og liðugar og hugsum okkur gott til glóðarinnar að geta hitt alla mörgum sinnum og farið í sveitina líka. Svo eru ýmis glæný börn sem við þurfum að kynnast og ný heimili sem við þurfum að skoða...já aðallega að hitta alla aftur.

Jæbbsijæ, best að halda áfram í vektornum,
AS

09 mars, 2007

Við erum jafn sænsk og Volvo

Trúlega erum við það bara! Ég áttaði mig á því þar sem við erum með 2 matarboð sem við erum búin að reyna að koma að hjá okkur í heilan mánuð en en við finnum ekki tíma fyrr en eftir miðjan apríl!!! Aaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaarg!!!!! Sænskara verður það ekki.
Ég vil fara héðan áður en við förum að slökkva ljósin kl 21:30!!!

07 mars, 2007

Sudgummí

Ég fór með Jönu til tannlæknis í gær og hún fékk tannbursta og strokleður í verðlaun. Ég keyrði hana á leikskólann þar sem hún sýndi krökkunum verðlaunin stolt. Aldursforsetinn gekk fram og spurði hvað strokleðrið væri eiginlega og ég sagði eitthvað líkt og “strugleder” og lét hana hafa það. Hún sagði ah! sudgummí! Ég hélt nú ekki! þetta er ekki tyggjó frekar en ég veit ekki hvað svo ég sagði ákveðinn NEI og gaf til kynna með höndunum hvernig maður notar strokleður. Hún kinkaði kolli og sagði aftur sudgummí. Aftur neitaði ég og stóð þarna í leikskólanum og þrætti við 5 ára leikskólabarn um hvort þetta væri tyggjó eða strokleður. Við skildum ósátt og ég vissi samt að ég hefði haft betur, hálf hræddur um að strokleðrið yrði étið. Þegar ég kom heim spurði ég Dag hvað strokleður væri á sænsku og mér til mikillar skelfingar var það sudgummí. En tyggjó spurði ég, það er tugummí! ARG!!! hvað ætli veslings stelpan haldi? það vantar nú einhverja kafla í pabba Jönu, tími til kominn að flytja eitthvað...aftur! En fyrir óvant eyra er enginn munur á sudgummí og tugummí.

06 mars, 2007

Skemmtileg heimsókn!


Grettukeppni, tunglmyrkvi, innkaupapokar, verslunarmiðstöðvar, H&M og kvöldsetur á hörðum eldhússtólum mun að eilífu minna okkur á Ellu og Sonju! Það var frábært að hafa ykkur! Þið gefið lífinu svo sannarlega lit :) Vildum samt geta birt fleiri myndir úr grettukeppninni. En þær verða trúlega gerðar opinberar á safni eftir 70 ár.

02 mars, 2007

Púl að gleðja aðra

Við fórum í frí norður í land og gistum á hóteli. Ég hafði lesið, Degi til mikillar gleði, að þar væri hægt að spila pool og um leið og við tékkuðum okkur inn spurði hann í móttökunni um poolborðið. Daman kannaðist ekkert við neitt slíkt og vonbrigðin urðu mikil. Ég bölvaði einnig hótelinu í hljóði fyrir að auglýsa eitthvað sem ekki var til staðar og hafði ekki sagt mitt síðasta í þessu máli. Ekki liðu nema 5 mínútur þar til Anna Sóley kom auga á að það var sundlaug í hótelinu og spurði við mig afskaplega vonsvikin "Af hverju sagðirðu mér ekki að það væri sundlaug á hótelinu? þá hefði ég komið með sundföt!". Ég varð frekar fúll yfir að þurfa að svara fyrir ruglið í hótelinu en benti henni á að það hefði ekkert staðið um sundlaug á vefsíðunni og gerði mig líklegan til að kalla hótelstjórann á teppið þegar ég áttaði mig. Það stóð pool, hvernig getur maður verið svona vitlaus! Og af hverju afhjúpar maður sig með því að blogga um það? En þetta er bara dæmi um þegar maður reynir of mikið að gleðja svo það snýst upp í andhverfu sína.