gula fólkið verður blátt!
Una bjó til þessa snilld í tilefni dagsins :)
Anna Sóley, Dosti, Dagur og Jana flytja til Stokkhólms!
Ég er búin að skila "heftinu" um lokaverkefnið sem átti að gera, svo þá er ALLT búið. Einhverjir eru enn að spurja um útskrift, ég útskýrði það allt fyrir nokkrum bloggum síðan. Ákvað að skella inn síðum úr þessu hefti fyrir þá sem vilja sjá meira úr verkefninu. Einnig eru fleiri síður inn í flickr myndabankanum (sem opnast ef klikkað er á einhverja myndina). Eða fara beint á slideshow hér: Það þarf samt að athuga að sumar passa saman hlið við hlið (langsniðin) og líta því skringilega út svona.
Jana var veik um daginn. Hún var nýbúin að fá sundlaug sem hún var afar spennt af prófa. Svo hún skellti sér bara "á ströndina" í sófanum!
Ljúfa lífið hefur tekið við, eftir nokkra eirðarlausa daga fór maður að slaka á og njóta þess að hafa loks lokið náminu. Ég var að telja þetta saman, ég er búin að vera hundlengi í skóla, fyrst Mynd og Hand 4 ár, svo HÍ 1 ár, svo LHÍ arkí 3 ár, svo KTH arkí 2 ár, samtals 10 ár!!! plús tvö börn inn á milli, ágætt bara! Nýtt tímabil að byrja sem er rosa spennandi.
Ég fór í ísbúð um daginn. Í borðinu var kúluís en skilrúm skipti honum mjög greinilega upp í 2 ólíka flokka. Annar var hefðbundinn ís (jarðaberja, súkkulaði o.þ.h.) en hinn var meira svona fullorðins ís (kaffi, líkjöra...) Eftir að hafa gefið krökkunum 2 kúlur úr hefðbundna ísflokkinum bað ég um eina kaffikúlu og eina jarðaberjakúlu. Afgreiðslukonan svaraði kurteislega að það væri ekki hægt.
Sjáið bara hvað ég var glöð í gær, langt erfitt tímabil að baki og sólin skein.
jiiiiii hvað ég er al al alsæl núna...
Ég komst því miður ekki á kynninguna þar sem ég er heima með lasna Jönu. Anna Sóley var að hringja rétt í þessu og kynningin gekk mjög vel. Dómararnir voru bara jákvæðir og hún er í skýjunum. Hún segir að þeir sem voru viðstaddir hafi ekki orðið fyrr vitni af svona jákvæðum dómurum!!! Þetta er framar hennar björtustu vonum!
...eru með óhefðbundnu sniði.
jæja krakkar...stundin að renna upp...kl.13:30 á morgun!
híhí og jibbí... húsið mitt!!!
Þegar ég bjó til hólinn á sínum tíma, þá var ég með húsið staðsett á allt öðrum stað á honum. Nú er ég á kantinum og eiginlega pínu út fyrir. Ætla því að bæta við hliðarbút á hann. Það er samt fínt að húsið verður ekki í miðjunni á módelinu, eins og "rjómakaka".
Fyrir þá sem ekki vita, þá verða teikningarnar að vera í ákveðnum skala og út frá því getur maður byrjað að skipuleggja stóru blöðin. Ég fæ vegg sem er 5 metrar, og ég tek 6 stk A1 blöð í einni lengju á hann. Það er alltaf mikið föndur að raða inn á blöðin svo það virki ekki eins og hrærigrautur af línum og litum, maður óskar sér alltaf að maður hafi MIKLU lengri tíma í að huga að þessu grafíska í lokinn. Hér er ég að raða upp í skóla, og prófa mig áfram með uppröðun.