29 júní, 2007

gula fólkið verður blátt!

Una bjó til þessa snilld í tilefni dagsins :)

28 júní, 2007

nútíð og framtíð

Ég er búin að skila "heftinu" um lokaverkefnið sem átti að gera, svo þá er ALLT búið. Einhverjir eru enn að spurja um útskrift, ég útskýrði það allt fyrir nokkrum bloggum síðan. Ákvað að skella inn síðum úr þessu hefti fyrir þá sem vilja sjá meira úr verkefninu. Einnig eru fleiri síður inn í flickr myndabankanum (sem opnast ef klikkað er á einhverja myndina). Eða fara beint á slideshow hér: Það þarf samt að athuga að sumar passa saman hlið við hlið (langsniðin) og líta því skringilega út svona.

Fékk umsögnina í hendur fyrir skemmstu, það var í líkingu við það sem ég bjóst við. Maður fær svona eyðublað þar sem einstakir þættir eru teknir fyrir, og svo setur kennarinn inn plúsa og mínusa. Fékk plúsa fyrir hönnun, prógram og framleitt efni og kynningu, mínusa fyrir tækni, forsendur og aðferðafræði. Dómnefndin skrifaði eina setningu, "Juryn; Oklar entrésituation. Vackra rumsliga presentationer.", sem þýðir ca. inngangshönnun ábótavant, fallegar rýmismyndir. Svo kemur svona heildarútkoma, dómnefndin gaf plús (gildir 50%), kennarinn minn gaf milli-plús, og "óséði" dómarinn gaf mínus, svo samtals var þetta mitt á milli...eitthvað...hehe. Annars skiptir þetta litlu, þessi umsögn er bara fyrir mann sjálfann og ekki prentað neinsstaðar, aðalatriðið er lærdómurinn í ferlinu alla leið að lokunum. Ég er 100% sátt, ef ekki meira:)
Eníveis nóg um það.

Ásta er farin eftir frábæra og viðburðaríka viku, ferðir, bæjarráp og útskriftarveisla er t.d. það sem við brölluðum, myndir koma síðar.

Um daginn var ýjað að því að eirðarlausa fjölsyldan væri búin að ákveða sig...og já eins og sumir vita nú þegar þá erum við á leiðinni til Íslands, jafnvel í október. Ástæður:

nr.1 Dagur,við erum á þeirri skoðun að það væri rosa gott fyrir hann núna að búa heima á þessum tímapunkti. Fá góðan vinahóp og verða hluti af íslenskum bekk áður en hann byrjar í menntaskóla.

nr.2 söknuður okkar við fjölskyldu og vini á íslandi, og samskipti krakkanna við ömmur og afa og alla hina.

nr. 3 atvinnuhorfur góðar á íslandi fyrir okkur, er okkur sagt!

nr.4 vesen fyrir mig að sækja um vinnu hér vitandi að ég ætla flytja burt um áramótin.

nr.5 við Dosti vorum orðin frekar sammála um að San Fransiskó væri góður kostur, en það plan þarfnast meiri undirbúnings og bíður bara í nokkur ár.

Erum búin að ræða við Dag, hann er orðinn sáttur við hugmyndina heyrist mér, hefur samt pínu áhyggjur af veðri og golfaðstöðu...

Svo það er allt farið í gang, leit að störfum og húsnæði, svaka spennandi!

kv.AS


1 copy
Originally uploaded by Anna Sóley


7 copy
Originally uploaded by Anna Sóley


butur
Originally uploaded by Anna Sóley


4 copy
Originally uploaded by Anna Sóley


5 copy
Originally uploaded by Anna Sóley

25 júní, 2007

Miðsumar

Posted by Picasa

21 júní, 2007

Regla skal ríkja, hversu rugluð sem hún kann að vera

Ef maður leggur í stæði fatlaðra er maður skúrkur og algjörlega tillitslaus deli. Ég get alveg sæst á það. En klósett merkt fötluðum er allt annars eðlis. Maður má fara á þau! eða er það ekki? ég hélt það a.m.k. en ég er auðvitað ekki alvitur (eins og löngum hefur verið vitað.) Ég stend í þeirri meiningu að fatlaðra merki á klósettum sé til að gefa fötluðum til kynna að þarna sé í boði þar til gerð aðstaða með meira rými o.þ.h. En það er ekkert vit í að láta það alltaf standa autt, sérstaklega ef biðröð er á hin - en Svíar gera það og hér kemur saga.

Þegar við vorum í hjólakeppninni komum við um miðja nótt að húsi með klósettaðstöðu. Við sáum að það var a.m.k. 10 mín bið í öll klósettin en Bergur prófaði (eins og algjör barbari) að opna fatlaðra klósettið og viti menn - enginn þar! Steini fór á klósettið 5 mín seinna og sama sagan - þannig að Svíarnir létu ekki einu sinni til leiðast þegar þeir sáu aðra ríða á vaðið. Það er ekki eins og það hefði mátt búast við fötluðum þarna kl 4 um nóttina og ekki voru margir fatlaðir í hjólahópnum - Hjálpi mér einhver - burt frá þessu landi!!!

17 júní, 2007

Af íþróttaafrekum

Það var bara einn afreksmaður í fjölskyldunni í gær og það er Dagur. Hann þurfti að sleppa keppni um síðustu helgi í Cleveland Junior Tour til að spila með liði sínu í Stokkhólmsdeildinni. Hann var því í þriðja sæti fyrir síðasta mótið í en var staðráðinn í að verða meistari þrátt fyrir að þurfa að sigra og stóla á óhagstæð úrslit þeirra sem voru fyrir ofan.

Og það gerði hann líka - eftir að hafa lent í vatni á síðustu holu þurfti hann að tvípútta til að tryggja sér sigur (sjá mynd af honum að pútta). Dagur og sá sem varð í öðru sæti urðu jafnir, en þar sem Dagur hefur lægri forgjöf og því með betra brúttóskor og varð hann meistari (stigatafla).

Hann fékk flottan golfpoka í verðlaun og einnig fær hann að hafa yfir sumarið Cleveland leður-golfpoka (sjá mynd) en þá verður aftur keppt í 6-leikja golfmóti og samanlagður sigurvegari úr vor og haust keppninni fær að eiga leðrið. Leðurgolfpokinn er mikilvægt statusmerki - að sögn Dags er hann svo dýr að enginn krakki kaupir hann - Og ef einhver á hans aldri er með svona poka er greinilegt að hann hafi unnið eitthvað stórmót haha :) Dagur var beðinn um að halda þakkaræðu og þakkaði mótherjum, móthöldurum, mömmu og pappa og ömmu og afa ;)

Hvað varðar mína keppni þá fór ég aftur í Vätternrundan en núna með 2 vinum. Í stuttu máli sagt var miklu skemmtilegra - þetta mót er engu líkt. En það var miklu kaldara en í fyrra, og mér leið betur eftir 200km en í fyrra sérstaklega vegna þess að ég var ekki með bakverki eins og þá. En eftir 200km fór keppnin að ógna heilsu Bergs og það var ljóst að hann þyrfti að hætta keppni. Þar sem ekkert vit var í að skilja hann einan eftir hætti ég líka. Þeir voru svakalega ánægðir með keppnina en það var eiginlega markmið mitt að dreifa boðskapnum. Steini kláraði á 14:22 sem er upp á mínútu timinn minn frá því í fyrra.

Við gistum á einkaheimili í kjallaraíbúð sem öllu 80's dótinu hafði verið komið fyrir. Þarna var skemmtari, sólbekkur, fótanuddtæki, allskonar æfingartæki. Eins og við hefðum hoppað 20 ár aftur í tímann. Svo vorum við að kjafta í stað þess að sofa þannig að okkur leið eins og á Úlfljótsvatni í gamla daga. En þetta var ótrúleg ferð. Ég hvet alla sem vilja upplifa eitthvað alveg sérstakt til að taka þátt. Þótt það hafi verið kaldara en í fyrra lét fólk ekki eftir sér að vera við vegakantinn alla leiðina og heja á keppendur. En það var fyndið að sjá hvernig um 9 leytið þetta voru fjölskyldur, um 1 leytið voru þetta drukknir unglingar, um 3 leytið voru þetta eftirlegukindur, um 5 leytið voru þetta árrisul gamalmenni og svo byrjuðu fjölskyldurnar aftur. Og tilfinningaflóðið sem maður þarf að berjast við í þessari keppni er ekkert lítið - Maður skiptist á að vera ofurhress í að vera alveg að gefast upp og ætla aldrei að snerta hjól aftur. En 90% leiðarinnar engu líkt - hraðinn, fjöldinn, áhættan, áreynslan og þreytan er í mæli sem ég veit ekki hvar maður getur fengið annarsstaðar. Allir saman svo á næsta ári!

15 júní, 2007


e
Originally uploaded by Anna Sóley


d
Originally uploaded by Anna Sóley
Jana er mikil rólustelpa...


c
Originally uploaded by Anna Sóley
og klifurköttur


b
Originally uploaded by Anna Sóley


a
Originally uploaded by Anna Sóley


innisund
Originally uploaded by Anna Sóley
Jana var veik um daginn. Hún var nýbúin að fá sundlaug sem hún var afar spennt af prófa. Svo hún skellti sér bara "á ströndina" í sófanum!

Ljúfa lífið hefur tekið við, eftir nokkra eirðarlausa daga fór maður að slaka á og njóta þess að hafa loks lokið náminu. Ég var að telja þetta saman, ég er búin að vera hundlengi í skóla, fyrst Mynd og Hand 4 ár, svo HÍ 1 ár, svo LHÍ arkí 3 ár, svo KTH arkí 2 ár, samtals 10 ár!!! plús tvö börn inn á milli, ágætt bara! Nýtt tímabil að byrja sem er rosa spennandi.

Hópurinn minn hittist í almenningsgarði á útikaffihúsi með kennaranum okkar um daginn. Þar var spjallað um kynningarnar, önnina, skólann, framtíðina og starfið arkitekt. Páll (kennarinn) hafði engar nánari upplýsingar handa okkur en vissi að allir hefðu náð og var í heild sáttur við hópinn. Annars var þetta mjög afslappað og góð kveðjustund.

Mér skilst annars að maður fái diplómað sent í pósti við tækifæri (haha) en enginn veit það með vissu. Svo er það með formlega útskriftarathöfn. Hún fer yfirleitt fram nokkrum mánuðum síðar, og maður þarf að tilkynna sérstaklega ef maður vill taka þátt í henni. Þar sem hún er fyrir allan KTH, allar deildir semsé, þá tekur athöfnin mjööög marga tíma. Það eru yfirleitt fáir úr okkar deild sem fara í þetta, ekki þá nema helst fyrir foreldrana, en það er nokkuð ljóst að ég nenni engan veginn að standa í þessari uppákomu, enda svo sem nokkrum sinnum búin að útskrifast og allir komnir með nóg af þvi:)

En talandi um "fagn", við littla fjölskyldan ætlum að fagna áfanganum á margrómuðum asískum veitingastað um helgina. Svo ætla ég að halda smá garðveislufagn bráðlega og bjóða góðum hópi heim. Nú svo taka bara við fleiri góð tilefni til að fagna enda eigum við Dosti 15 ára brúðkaupsafmæli 20.júní og svo á ég soldið stórt afmæli 29.júní...svaka mánuður. Enda finnst mér ekkert leiðinlegt að fagna. Svo kemur Ásta í næstu viku og þá verður náttlega bara fagnfagnfagn og flæðandi margarítur út í garði:)

Jóhann gamli arkífélagi kom til Stokkhólms í nokkra tíma um daginn, náðum að kíkja á Asplund og drekka kaffi. Nauðsynlegt að fá nýjasta arkíslúðrið að heiman. Rosa gaman annars að heyra í ykkur öllum undanfarið úr bekknum, knús til ykkar tilbaka.

Margir spurja hvað taki við. Hm. sko. Fyrst þarf ég að klára gera e.sk. hefti um lokaverkefnið fyrir bókasafnið/skjalasafnið og eitthvað. Svo kemur Ásta. Svo förum við til Grikklands til Manosar. Svo til Íslands. Svoooo get ég farið að hugsa um alvöruna...(í ágúst semsagt)

hins vegar má bæta því við að undanfarna daga hafa átt sér hræringar í framtíðarplönum, en það kemur í ljós fljótlega, kannski næstu viku. múhahaha.

Dosti fór í morgun í hjólakeppnina, þessa með milljón kílómetrunum. Nú fer hann með 2 lærlinga með sér og allir voru þeir svaka spenntir heyrðist mér. Þeir munu hjóla í alla nótt, koma í mark kannski fyrirhádegi á laugardegi. Þeir sem hafa áhuga geta fylgst með kappanum hér:http://www.vatternrundan.se/ og hópnr. eða startnr. er startnummer 2896

Hvað annað? Krakkarnir hafa það rosa fínt. Dagur byrjaði í sumarfríi í dag og aldeilis búinn að bíða eftir því. Svo er Hlynur vinur hans kominn til Svíþjóðar aftur, svo þeir reyna að hittast, spila risk, horfa á video og gista saman. Jana litla mús alltaf glöð, orðin frísk. Þegar ég sótti hana áðan á leikskólann þá kom Úlle til mín og sagði mér í óspurðum fréttum að hann ætlaði að giftast Jönu þegar hann væri orðinn stór, já og að hann ætlaði að koma í heimsókn á þriðjudaginn, en þá sagði Jana að fimmtudagurinn væri kannski betri.

Segjum þetta gott í bili.
AS

11 júní, 2007

Önnur saga um ís

Ég fór í ísbúð um daginn. Í borðinu var kúluís en skilrúm skipti honum mjög greinilega upp í 2 ólíka flokka. Annar var hefðbundinn ís (jarðaberja, súkkulaði o.þ.h.) en hinn var meira svona fullorðins ís (kaffi, líkjöra...) Eftir að hafa gefið krökkunum 2 kúlur úr hefðbundna ísflokkinum bað ég um eina kaffikúlu og eina jarðaberjakúlu. Afgreiðslukonan svaraði kurteislega að það væri ekki hægt.

Á meðan ég reyndi að ímynda mér ástæðuna fyrir því að þetta væri ekki hægt (efnafræðilegs eðlis - eitthvað meltdown eða eitthvað svoleiðis) náði ég að stama upp úr mér spurningunni. Hún horfði á mig eins og ég væri ekki með öllu mjalla þegar hún benti mér á að kúlurnar voru á mismunandi verði.

Ég sagði bara með mínu barnalega íslenska kæruleysi já! en er ekki hægt að reikna verðið út frá meðaltali eða einhverju slíku? (m.ö.o. "reddum við þessu ekki bara?") "Nei - það stendur hérna" og benti á skilti sem var beint fyrir ofan mig og bannaði blöndun.

06 júní, 2007

el arkitektó!



Originally uploaded by Anna Sóley
Sjáið bara hvað ég var glöð í gær, langt erfitt tímabil að baki og sólin skein.

Meðganga þessa verkefnis var ótrúlega erfið, mér fannst ég alltaf vera ferðast til hliðar og afturábak, og svo einstöku sinnum eitt skref áfram. Hugmyndin og konseptið í byggingunni kom fljótt en mér gekk illa að fá það sem einfaldast og láta allt flæða vel í gegn, þ.e.a.s. vatn og fólk. Að lokum var þetta orðið einmitt eins og ég vildi og ég er svo ánægð að dómnefndin sá allt sem ég vildi að þau sæu og kynnu að meta það.

Ég fékk hrós fyrir teikningarnar, módelin, hugmyndirnar, samspilið við náttúru, planlausnir, og efnisnotkun. Þau sögðu að perspektíf myndirnar hefðu alveg selt hugmyndina. Þau voru ánægð með að ég hefði komist vel "inní bygginguna", að smáatriðunum. Einnig að ég hefði ekki verið með of mikið í gangi, bara fáar meginhugmyndir sem allt er unnið út frá. Þau sögðu að flestir þarna ættu við það vandamál að stríða að vera færast of mikið í fang, og að nota of margar hugmyndir í sama verkefnið.

Það sem var gagnrýnt var fatlaðabílastæði við inngang, að það hefði mátt vinna það betur með inngangi. Þau voru ekki á einu máli um hvoru megin við hornið inngangurinn ætti að vera, einum fannst hann hefði kannski átt að vera þar sem ég hafði hann fyrir mánuði. Ég held enn að hann sé á réttum stað, en kannski hægt að athuga það svæði aðeins meira. Hitt atriðið var hvenær hallinn á stokknum ætti að byrja, hvort það ætti að vera yfir innipottinum eða 3m lengra frá. Kannski ekki stórt atriði.

Ég ætlaði ekki að trúa því hversu vel þetta var að ganga. Ég var mjög stressuð rétt áður og var með texta með mér til hjálpar. Enda var ég m.a. að útskýra vatnskerfið og allt um heita vatnið á Íslandi, á sænsku! Svo útskýrði ég allt um bygginguna. Tvö af þeim voru svo brosmild gangvart mér að ég byrjaði að slaka á.

Í lokin spurðu þau um íslenska arkitekta, ég minntist á stúdíó granda, ekki könnuðust þau við það:) Þá minntist ég á Högnu að hún væri í uppáhaldi hjá mér, og norsarinn kannaðist við hana og hafði t.d. farið í sundlaugina hennar á Íslandi.

Já þetta var alveg ótrúlegur dagur og langþráð stund. Því miður komst Dosti ekki út af Jönu, ferlega óheppilegt, sérstaklega af því hún er aldrei veik. Manos og Sara ætluðu að koma en voru því miður akkúrat í prófi sjálf. Andreas, skólafélagi, var á kafi í módelgerð heima hjá sér og komst ekki. En Tove kom og fleiri krakkar úr mínum hópi. Úr skemmtilega bekknum sem ég var í í fyrra komu 5 stelpur og það var gaman að fá þær sem grúppíur. Svo kom Lotta sem ég var mest með þá, og var líka í þeim bekk, hún tók sér frí í vinnunni til að koma og færði mér blóm. Gaman.

Svo þegar ég kom heim var Dosti búin að gera eitt mjög sætt fyrir mig. Hann gerði 10 min. myndband um þessi 5 ár, bútar úr öllum skólaverkefnunum, magnað að sjá þetta. TAKK Dosti:)



Originally uploaded by Anna Sóley



Originally uploaded by Anna Sóley

05 júní, 2007

Sæla á þessum bæ:)

jiiiiii hvað ég er al al alsæl núna...

ég er allt í einu svo voða þreytt samt að ég ætla upp í sófa með strákunum mínum og hafa það náðugt með hvítvínsglas, blogga öll djúsí díteilin á morgun!

as

Fyrstu fréttir!

Ég komst því miður ekki á kynninguna þar sem ég er heima með lasna Jönu. Anna Sóley var að hringja rétt í þessu og kynningin gekk mjög vel. Dómararnir voru bara jákvæðir og hún er í skýjunum. Hún segir að þeir sem voru viðstaddir hafi ekki orðið fyrr vitni af svona jákvæðum dómurum!!! Þetta er framar hennar björtustu vonum!

Magnað hjá henni!...og öllum sem hjálpuðu henni ómetanlega og má þar sérstaklega nefna Unu og Tove sem við tölum á hverjum degi um hvað hafi verið ómetanleg hjálp! Eitthvað sem ekki er hægt að biðja um.

En Anna Sóley segir meira þegar hún kemur heim.

04 júní, 2007

Þessir dagar

...eru með óhefðbundnu sniði.
Í gær hittum við vinafólk frá Flórída og borðuðum með þeim kvöldmat á ótrúlega góðum sænskum veitingastað. Á morgun kynnir Anna Sóley lokaverkefnið sitt fyrir dómnefnd og áhugasömum. Þar eftir verður keppt í bóndagöngu, drumbalyftu, kúlusteinalyftu, göngu með kross og réttstöðulyftu í miðbæ Stokkhólms með Magnúsi Ver Magnússyni. Um kvöldið förum við á tónleika með Stuðmönnum, Björgvini Halldórssyni, KK og Ragnheiði Gröndal (sjá hér). Daginn eftir er þjóðhátíðardagur Svía með hjólakeppni og alles. Seinni partinn verður SS pylsupartí þar sem pylsurnar verða með remulaði og öllu og hellingur af íslensku sælgæti. Um kvöldið förum við á landsleik í knattspyrnu (lesist með Bjaddna Fel. framburði ;) og fylgjumst með Svíum taka Íslendinga í nefið.

Það er ekkert lítið sem ég hef haft fyrir þessari skipulagningu (hehe) en það er ekki á hverjum degi sem fyrsti arkítektinn sem lærði á Íslandi útskrifast!


7
Originally uploaded by Anna Sóley
jæja krakkar...stundin að renna upp...kl.13:30 á morgun!

Ég hengdi allt upp á sunnudagskvöld og það var frábær tilfinning. Að vísu var eitt tæknilegt vandamál. Eitt blaðið prentaðist nánast án litar og engin skýring fannst á því. Litirnir sáust á skerminum en prentuðust ekki, mjög dularfullt. Hengdi upp ljóta blaðið með hinum samt. Svo ég reyndi að endurgera blaðið, vista aftur og í morgun fór ég aftur á prentstofuna. Skutlaðist svo með það upp í skóla og skipti um blað. Rétt áður en ég fór tók ég eftir því að nýja blaðið hafði prentast án texta!!! veiii!! Dreif mig heim lagaði skjalið, aftur á prentstofuna og rétt náði þangað korter fyrir lokun. Skipti svo bara aftur um blað í fyrramálið. Ójá alltaf stuð að prenta.

Þetta er módel af Stykkishólmi 1:5000, þetta dökka litla sýnir hvar húsið mitt er staðsett.

Ég horfði á eina kynningu í dag, þjónustuhús við kirkjugarð var verkefnið. Ég svitnaði þegar ég sá hvað þau voru hörð við hana. Það var sama sagan þegar ég sá kynningarnar í febrúar, þau reyna að finna veikustu hlekkina og hjakka svo í þeim eins og þau geta, mjög lítið fer fyrir jákvæðum athugasemdum. Hm, eitthvað til að hlakka til.

Fyrirkomulagið er svona: gert ráð fyrir klukkutíma fyrir hverja kynningu, 3 manna dómnefnd spyr út úr eftir ca 30 min. kynningu. Svo situr prófessorinn manns einhversstaðar en hann má ekkert segja, en hann skrifar niður allt sem fer fram. Svo er einn dómari í viðbót sem hefur ekki séð verkefnið áður, hann á að hafa það hlutverk að fólk fái sanngjarna meðferð. Þessir aðilar: kennarinn minn, dómnefndin og aukadómarinn, setjast svo niður og komast að sameiginlegri niðurstöðu. Þær upplýsingar fær maður eftir ca viku.

Nú ætla ég að fara æfa mig á sænsku kynningunni, ég læt heyra í mér á morgun:)

annasoley, bráðum meistari...


8
Originally uploaded by Anna Sóley
húsið komið ofaní holuna sína!


6
Originally uploaded by Anna Sóley


9
Originally uploaded by Anna Sóley

02 júní, 2007

módelið í 1:200


5
Originally uploaded by Anna Sóley
híhí og jibbí... húsið mitt!!!

Enn og einu sinni datt ég í lukkupottinn. Tove, sænsk vinkona, spurði mig eitt sinn hvort ég vildi ekki hjálp með eitthvað í lokaundirbúninginum. Ég þáði það og þegar ég byrjaði á þessu módeli (hólinn bjó ég til fyrir löngu) mætti þessi elska og í stuttu máli þá mætti hún daglega sem ég var að vinna í þessu!!! Meira segja á afmælisdeginum sínum fékk ég hana með semingi til að yfirgefa svæðið kl 5. Hún er bara alveg ótrúleg og ég veit bara ekki hvernig ég get þakkað henni nóg. Fyrir utan að allt tekur tvöfalt styttri tíma þegar tveir eru að, þá var það svo ómetanlegt að vera gera þetta með einhverjum en ekki húka einn út í horni með pappa og reglustiku.

Allavega þessar myndir voru teknar fyrir 3 dögum. Í nótt kl hálfþrjú vorum við búnar endanlega, bæta við stærðina, gera holu fyrir húsið og tvö nágrannahús, aðkomuveg, lóðina og gifsa fínt á skilunum. Þetta gekk rosa vel og útkoman eins og ég vonaði, ég er mjög stolt.

En Tove, hvernig get ég þakkað henni? Það væri gaman að gefa henni eitthvað að heiman, hugmyndir?

AS


2
Originally uploaded by Anna Sóley
Þegar ég bjó til hólinn á sínum tíma, þá var ég með húsið staðsett á allt öðrum stað á honum. Nú er ég á kantinum og eiginlega pínu út fyrir. Ætla því að bæta við hliðarbút á hann. Það er samt fínt að húsið verður ekki í miðjunni á módelinu, eins og "rjómakaka".


4
Originally uploaded by Anna Sóley
þakið komið á.


3
Originally uploaded by Anna Sóley
húsið tilbúið en á eftir að skera holu í gifsskelina og láta það síga ofaní.


1
Originally uploaded by Anna Sóley
Fyrir þá sem ekki vita, þá verða teikningarnar að vera í ákveðnum skala og út frá því getur maður byrjað að skipuleggja stóru blöðin. Ég fæ vegg sem er 5 metrar, og ég tek 6 stk A1 blöð í einni lengju á hann. Það er alltaf mikið föndur að raða inn á blöðin svo það virki ekki eins og hrærigrautur af línum og litum, maður óskar sér alltaf að maður hafi MIKLU lengri tíma í að huga að þessu grafíska í lokinn. Hér er ég að raða upp í skóla, og prófa mig áfram með uppröðun.

01 júní, 2007

Sól!

Posted by Picasa