Nýárskveðja
Ég þóttist vera að taka mynd af fjölskyldu minni en tók áramótamyndband í staðinn! Gleðilegt ár öll! Það verður skemmtilegt!
Núna virkar þetta!En það er best að taka fram að þetta er bara eins og venjuleg kvöldstund hjá okkur;)
Anna Sóley, Dosti, Dagur og Jana flytja til Stokkhólms!
Ég þóttist vera að taka mynd af fjölskyldu minni en tók áramótamyndband í staðinn! Gleðilegt ár öll! Það verður skemmtilegt!
Það var fjölskylda þar sem feðgarnir voru vanir að fara í leiðangur fyrir áramót og kaupa flugelda fyrir (segjum) 50 ríkisdali. Á hverju ári vissu þeir að þeir hefðu keypt fyrir aðeins meira en skynsamlegt væri og heima biði húsfreyjan sem hafði alls ekki gaman að sprengingunum og slysahættunni sem þeim fylgdi. Þannig var upphæðin komin niður í 30 þegar heim var komið og ástæðan var sú að björgunarsveitamennirnir voru í svo miklu hátíðarskapi að þeir voru nánast að gefa blysin.
Hérna er smá yfirlit yfir góða sænska tónlist frá árinu sem er að líða. Maður verður að miðla svona upplýsingum fyrst maður á annað borð situr á þeim. Þetta er minn (Dosta) listi, og er eins og allir vita alveg gjörsamlega andstæðan við Önnu Sóleyjar lista. Vonandi kemur hann, ég bíð spenntur :E
Ég var ekkert smá fúll með ódýrt val TIME á manni ársins. Þeir komust hjá því að velja leiðtoga öxulvelda hins illa með því að velja eitthvað alveg óáþreifanlegt og órætt. OKKUR!
Við lentum í fróðlegum bíltúr um Stokkhólm í sumar en með okkur var skemmtileg stelpa sem er mjög fróð um hringtorg. Hún hefur unnið hjá pabba sínum við hönnun þeirra en hann er sérfræðingur í hringtorgagerð og örugglega pabbi hans líka og langt aftur í ættir. Þarna komumst við að því að hringtorg eru ekki bara mismunandi í radíus og fjölda inn-/útleiða heldur eru miklar pælingar á bak við hvert hringtorg sem gefur því sinn sérstaka karakter. Hún leiddi okkur í allan sannleikann á meðan við þræddum í gegnum þau.
Við Anna Sóley höfum vingast við nokkra af skólafélögunum mínum. Helst ber þar að nefna Grikkjann margumtalaða og “ungfrú Д (sem við skulum nefna svo) sem er frá Bandaríkjunum. Við teljum hana burðast um með stórt leyndarmál. Af ótta við geislavirkt Sushi segjum við ekki neitt en gefum ykkur þær upplýsingar sem við búum yfir og leyfum ykkur að pússla saman heildarmyndinni.
Skondið að sjá hvað sumar stelpurnar eru uppstrílaðar fyrir myndatökuna. Dagur segir reyndar að þær séu svona vanalega þó engar myndavélar séu nærri! Fyrir ómannglögga er Dagur í fremstu röð, lengst til hægri.
Rumpum þessu bara málfræðinni af! (rumpa þýðir rass og það eru einmitt nánast bara eftir einhverjir kúk og piss málfræðipyttir)
ef þið ætlið að segja: “Settu glösin í kassa”
Jæja, í annað sinn þarf Jana að ákveða hvað hún vill vera á Lúsíudeginum. Í fyrra var valið einfalt því hún hafði ekki hugmynd um hvað Lúsíur voru og ekki kom beint til greina að vera piparkaka. Því valdi hún að vera jólasveinn. Síðan sá hún hvað Lúsíurnar voru fallegar í kjólunum og piparkökurnar voru krúttlegar. Hér er sýnishorn af búningunum fyrir þá sem þekkja ekki.
- Úr dýraríkinu ---
Valkvíði grípur yfirleitt um sig þegar kemur fram í desember. Hvað á að gefa ykkur öllum í jólagjöf? En það var auðvelt í ár! Jólagjöfin í ár er "sérþekking" okkar á sænsku og ætlum fram að jólum að bjóða upp á fimm þátta seríu í sænskum málfræðigildrum sem þarf að vara sig á. Notkunargildið er augljóst! þið komið öll í heimsókn og svo er þetta góðir punktar til að rjúfa óþægilegar þagnir og slá um sig í partíum!!!